Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N A S A M B A N D ÍSLANDS VII. áig. 3. tbl. Reykjavík, mars 1945 Enn hafo synir og dœtur íslands fallið fyrir hrammi styrj- aldarófreskjunnar. Enn hefur stœkkað hópur ekkna og munaðar- leysingja á laridi voru, fyrir aðgerðir valdasjúkra ofstopamanna, sem engu eira og öllu tortíma, sem þeir mega. íslenzka þjóðin á ekki í styrjöld við neitt annað ríki. Hún mœlist ekki til annars, en mega sitja í friði að sínu. Störf sín vinnur hún til lífsviður- vœris börnum sínum, og hún seilist ekki til yfirráða I öðrum löndum. Sjómenn hennar stunda störf sín við erfið skilyrði, j si- felldri baráttu við óbliða veðráttu og brimótt haf. Fyrr og síðar hefur þjóðin orðið að fœra náttúruöflunum þungar mannfórnir, en í hvert skipti, sem einhver hefur hnigið, hefur maður komið i manns stað og merkið hefur aldrei verið láfið falla. Sjómennirnir hafa barizt góðri og fórnfúsri baráttu, landi og lýð til hagsœldar og blessunar. Þetta síðasta áfall, sem þjóðin varð fyrir, er e/s Dettifossi vctr sökkt, er ekki máttarvöldum náttúrunnar aS kenna. Þar er skyni borinn maður að verki. En svo grimm, sem náttúran hefur verið börnum sínum hér á íslandi, hefur þó mannkynið sjálft reynzf enn grimmara og tillitslausara i hjaðningavígum þeirrar styrjaldar, sem nú geysar um flest lönd og öll höf. Sífellt fleiri þjóðir eru nú að sogast inn í hringiðu hildarleiksins með beinni og yfirlýstri þátttöku í styrjöldinni, og heyrzt hefur, að komið hafi til mála, að íslendingar segi annari þjóð eða jafnvel öðrum þjóðum stríð á hendur, og löghelgi með þvi morð þeirra á þegnum sínum. Megi slíkt aldrei verða. víkinguR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.