Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 22
Casiquiarekanallinn, sem hvergi á sinn líka að því, að hann tengir saman tvö stórf ljót, þann- ig, að hvorugt hefur yfirhöndina, myndast hér- umbil 750 km. frá upptökum Orinocofljótsins. Séra Roman sendi hina merkilegu skýrslu sína um þetta Jesúítaskólanum í Belam, viðósa Amazonfljótsins, og sjö mánuðum seinna kom þetta til eyrna hinum lærðu vísindamönnum við franska akademíið í París. Seinna báru aðrir landkönnuðir á móti því, að kanallinn væri til. Þeim hefur auðsjáanlega sézt yfír hann í skóg- unum og ruglazt í hinu flókna fljótakerfi. Þetta var því mikið vafaatriði þar til árið 1800. Þá sannaði hinn þekkti vísindamaður og landkönn- uður, Alexander von Humbolt tilveru hans. í 143 ár, sem síðan liðu, fennti yfir tilveru hans í meðvitund manna og um hann fóru aðeins örfáir hópar könnunarmanna frá Norður-Ameríku og Evrópu. Á þessum tímum er kanallinn sá sami og hann var, þegar séra Roman fór um hann árið 1744. Hann rennur í ótal hlykkjum og bugðum um 825 km. leið, ýmist þröngur eða breiður, um pálmaviðarlundi eða þykkan skóg, sem vaxið hefur um þúsundir ára og teygir sig nú um 100 fet í loft upp. Vatnið fossar og freyðir kring um blýlitaða granitkletta, en heldur síðan áfram ferð sinni, hægt og rólega. Stöku sinnum er þögnin rofin af jagúaröskri, apavæli eða skrækj- um alla vega litra fuglahópa. Stöku sinnum sér ferðamaður, sem fer þarna um, einn og einn moldarkofa Indíánafjölskyldu, eða rústir reisu- legs bústaðar, sem byggður var af Frakka á tímum hinnar æðisgengnu gúmmísöfnunar, en féll síðan fyrir morðtóli einhvers Brazilíumanns. En alltaf er ferðamaðurinn haldinn einhverjum beyg þarna í þessari dularfullu víðáttu og auðn. Það nægði ekki minna en styrjöld \>á, sem nú geisar, til þess að leiða athygli manna að hinum stórmerkilega Casiquiarekanal, og til þess, að menn tækju að íhuga notagildi hans í framtíð- inni. Fyrir ári síðan, þegar þýzku kafbátarnir sökktu skipum á leiðinni milli Norður- og Suður- Ameríku með þeim fádæmum, sem öllum eru kunn, lagði hópur bandarískra verkfræðinga úr hernum leið sína í kjölfar árabátsins, sem séra Roman ferðaðist með, í því skyni að rannsaka notagildi þessarar mestu, en minnst þekktu, meginlandsfljótaleiðar, til flutninga á gúmmi og olíu til hernaðarþarfa. Niðurstöður þeirra, að viðbættri þekkingu, sem vísindamenn og landkönnuðir höfðu áður safnað, lofar góðu'um marga og mikla mögu- leika. Siglingar um þessa meginlandsfljótaleið á nútíma vísu mundi þýða það, að hægt væri að yrkja og hagnýta hið áður óbyggða, en auðuga hjairta Suður-Ameríku-meginlandsins, því þar sem flutningar og samgonguleiðir í frjósömu ög auðugu landi eru í lagi, koma framfarir og menning í kjölfarið. Landssvæðið, þar sem hið mikla kvíslakerfi Amazon og Orinocofljótanna á upptök sín og rennur um, er um fimm milljónir ferkílóm. að flatarmáli. Enn sem komið er er þetta falið forðabúr óhemju auðæfa og möguleika, þar sem aðeins nokkrum augnabliksmyndum sést bregða fyrir. Að stríðinu loknu mun heimurinn þarfn- ast nýrra hráefnalinda og ræktanlegra lands- svæða, sem eru heppileg fyrir innflytjendur. Hann mun þá ósjálfrátt laðast að þessu auðuga forðabúri, sem hefur legið ónotað um milljónir ára. Auk þess munu þjóðirnar nú, í fyrsta sinn í sögunni, ráða yfir nauðsynlegum tækjum, sem eru árangur af vísindalegum framförum í stríð- inu, til þess að ryðja burt og sigrast á hindr- unum náttúrunnar til varnar þessu auðuga landssvæði, sem er með því síðasta af landssvæð- um veraldar, sem ekki hefur verið rannsakað. Goðasagan um Gulleyjuna, El Dorado, sem talin var vera í Orinoco og Amazondalnum, seiddi þúsundir spænskra landaleitarmanna til Suður-Ameríku, með örlagaríkum afleiðingum. Síðasti spænski leiðangurinn, sem gerður var út til að leita að henni, lagði af stað árið 1745, sama árið sem skýrsla séra Romans barst til Evrópu. Spánverjarnir skildu ekki, að fundur séra Ro- mans var lykillinn að hinni raunverulegu El Dorado framtíðarinnar. GLEYMD PARADÍS Möguleikar landsins komu ímyndunarafli þjóðanna á hreyfingu kringum aldamótin 1900, meðan mesta æðið stóð yfir um söfnun óræktaðs gúmmís. Þá voru Indíánar, frumbyggjar lands- ins, næstum þurrkaðir út með skefjalausu of- beldi og þrælahaldi, sem þróaðist samfara hinu æðisgengna kapphlaupi eftir gúmmíkvoðunni. Eftir að farið var að rækta gúmmí, fór verzlun með villigúmmí í hundana. Skógarnir tóku aftur það, sem frá þeim var, og gróðurinn þakti aftur þau fáu sár, sem maðurinn hafði veitt þeim. Heimurinn gleymdi aftur Amazon- og Orinoco- landinu vegna þess, að hann hafði aldrei í raun og veru byrjað að þekkja það. Síðan þetta gerðist, hafa nokkrar ferðir veriö farnar til útjaðra dalsins vegna demanta, gulls og olíu, sem þar hefur fundizt. Villt gúmmí, hnetur og fleira hefur komið þaðan. En aðal- auðlindirnar hafa enn ekki verið fundnar og verðlagðar. Síðustu upplýsingar benda til, að þar sé olía, gull, demantar og bauxite til alu- miniumvinnslu. En hin víðlendu skógabelti og frjósömu landssvæði gera það að tilvonandi Paradís, þar sem framleiða má óteljandi teg- 62 VlKINGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.