Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 28
Hver sem lítur á Miðjarðarhafskort, sér sam- stundis, hvað valdið hefur vexti og framförum þessarar borgar. Það er lega hennar við góða höfn fyrir Miðjarðarhafi miðju. Þéttbýlt upp- land, sem þá var frjósamt og vel ræktað, hefur og átt sinn drjúga þátt í því. En svo var fleiru til að dreifa. Fönikía hafði notið góðs af því að vera í þjóð- braut menningarþjóðanna í fljótsdölunum eystra. En hún fékk þá einnig að kenna grimmi- lega á því. Borgirnar þar voru hver annari ó- háðar. Það skapaðist aldrei nein þjóðleg eining til sóknar eða varnar. Og í hvert sinn er Egypta- land, Babýlon, Assýría eða jafnvel Hittitaríki voru í .víga- og landvinningahug, sóttu þau til Fönikíustrandar til að tryggja sér yfirráðin yfir hinum auðugu borgum þai\ Kaupmanna- aðallinn fönverski keypti sér þá oft frið við hin herskáu stórveldi með því að greiða þeim skatt. En svo gat einnig farið, að ófriði yrði ekki af- stýrt með því móti. Flýðu þá auðmenn og auðug verzlunarfélög til nýlendna sinna í vestri. Þann- ig flæmdist nokkur hluti af íbúum og fjárplógi Týrosborgar vestur til Karþagó, bæði undan Babýlonsmönnum, Persum og loks endanlega undan Alexander mikla. Karþagó óx því af arfi frá Týros. Þangað fluttist mannval, fjármagn, skipakostur og verzlunarsambönd móðurborgar- innar. Um 530 verður Karþagó fullkomlega sjálfstæð, og á næstu öldum renna allar vest- rænar nýlendur Týrosborgar undír yfirráð hennar. En Karþagó fékk ekki umflúið árekstra við liarðvítuga keppinauta. Á vesturströnd ítalíu og eynni Elbu voru Etrúrar. Þeir ráku verzlun við Austurlönd og voru heimaríkir á Tyrrhenska hafi. Þá komu Fókear (hellenskur þjóðflokkur) frá Litlu-Asíu-strönd, stofnuðu nýlenduna Massalíu um 600, þar sem nú er Marseilles, og settust einnig að á Korsiku. En skæðari keppi- nautar urðu þó Hellenar á Sikiley. Frá því um 480 fram til ársins 265 f. Kr. eiga Púnverjar í nýjum og nýjum brösum við Sikileyjar-Grikki. Fjórum sinnum tekst Púnverjum að leggja und- ir sig Sikiley, allt að rammbyggðum múrum Sýrakúsu, en lengra komust þeir ekki. Karþagó vakti með ósveigjanlegri meinbægni yfir höfnum sínum og siglingaleiðum. Ef Pún- verjar rákust á erlent skip vestan Sikileyjar og Sardínu, mátti ganga að því vísu, að þeir réðust á það og hættu ekki fyrr en þeir höfðu drekkt allri áhöfn þess í sjónum. Það sem vitað er um menningu og þjóðfélags- skipun Púnverja, er öllu óglæsilegra en ætla mætti eftir valdi þeirra og áhrifum út á við. Þessi „Nýborg" var í rauninni aðeins skamm- vinn uppyngning gamallar og úrkynjaðrar þjóð- 68 ar. Öll framsókn hennar hafði snúizt um fjár- afla og auðsöfnun. Það er undravert, að Fön- verjar, sem fluttu ritlistina í hendur Evrópu- þjóðum, skuli ekki hafa skilið eftir neinar bók- menntir. Eða gat það verið, að sigurvegararnir, er stóðu yfir moldum þeirra, hafi af ásettu ráði ónýtt allt, er til var af því tagi frá þeirra hendi ? Eða er það hugsanlegt, að það hefði tekizt, enda þótt um slíkan ásetning hefði verið að ræða? Þessu er í rauninni ómögulegt að svara. Það er að vísu talað um bókasöfn í Karþagó, en eins líklegt er talið, að þeim hafi verið rænt frá Grikkjum á Sikiley. Sama er sagt um listaverk, er þar voru í borginni. Er litið svo á, að þau hafi verið handaverk Grikkja. Það eru alveg stakar undantekningar, að nöfn fönverskra manna séu nefnd í ritum Grikkja í sambandi við einhver bókmenntastörf eða listræna starfsemi. Vel gæti sú þögn verið grunsamleg. En hitt er þó senni- legra, að líkt hafi verið farið andlegu og list- rænu starfi þeirra eins og trúarbrögðum þeirra, að mest hafi kveðið að hinu lánaða og aðflutta. Púnverjar varðveittu að mestu óbreytta trú forfeðra sinna í Fönikíu, trú á fjölda guða, er þeir nefndu alonim eða baalim, en upp úr guða- mergðinni gnæfði þó eins konar þrenning: 1)- Baal-Ammon eða Mólok, elds og sólarguð, er ekki sætti sig við minna en mannfórnir, 2) Taiiil eða Astarte, tungl- og himingyðja, dýrkuð sem móðurgyðja, er tímar liðu fram, með fáránleg- ustu siðvenjum, 3) Eshmun, sem einnig nefndist Asklepios og var verndari háborgarinnar. Þá kvað einnig mikið að dýrkun Melkaths eða ,,Her- kulesar Týrosborgar" eins og menn nefndu hann líka. Og af guðnum Pathecusi eða Pygmæusi voru gerðar frámunalega andstyggilegar og ægi- legar myndir, er festar voru á skipsstafna til þess að skjóta óvinum skelk í bringu. Allar þessar guðahugmyndir voru babýlonsk- ar eða egypzkar að uppruna, en á 4. öld taka að berast til Karþagóborgar ýmsar grískar hug- myndir f rá Sikiley. Var þá Appollónshof reist í borginni og tekið að senda gjafir til véfréttar- innar í Delfí. Blandaðist þá einnig Tanildýrkun- in ýmsum áhrifum frá Demeterdýrkuninni grísku.. Þjóðfélagsskipun Karþagóborgar er einnig lítt frumleg. Sennilega hefur auðmannaveldi naumast komizt á hærra stig í nokkru öðru ríki. Æðstu embættismenn borgarinnar, er nefndir voru „Sofetim" voru kjörnir tveir saman til eins árs í senn eins og ræðismenn Rómverja. Fóru þeir með æðsta dómsvald. Þá var kosið 300 mann ráð, er fór með allt framkvæmdarvald. Kosningar fóru fram á þjóðfundum, og þangað var vísað uppástungum og tillögum ráðsins til staðfestingar. En það er um vald þjóðfundanna VÍKINGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.