Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 7
Ólafur Magnússon: Sj otnenn og va Idhaf ar Allt til þess tíma, er sjómenn bundust sam- tökum um stofnun F.F.S.Í., höfðu þeir htið látið til sín taka meðferð mála í íslenzku þjóðfélagi. En upp úr því tóku sjómenn að fylgjast meö' og log'gja orð í belg um þau mál, sem þá varðar sérstaklega. Með útgáfu sjómannablaðsins „Vík- ings" var stigið stórt spor í þá átt, að túlka hugsanir og vilja sjómannastéttarinnar. Frá fyrstu tíð hafa sjómenn sýnt, að þeir hafa uniiið og vinna störf sín af trúmennsku, og að án þeirra starfa má þjóðin ekki vera. Okkur er það fyllilega ljóst, að við eigum margan góðan og hæfan sjómann í margar þær stöður og störf, er stjórn og þing velja menn í. Það má fullyrða, að þess eru fá dæmi, að menn úr s.jómannastétt séu valdir í opinberar stöður eða nefndir. Ekki er því um að kenna, að þeir þurfi að kallast frá störfum, því margan mætan sjómann er hægt að finna á landi, þann, sem hættur er störfum á hafinu, en hefur þó fulla starfskrafta og er því manna bezt fær um að inna þau störf af hendi, sem hann hefur fengið reynslu í og menntun til að vinna, en það eru þau störf, sem varða sjávarútvegsmál. Það mundi því vera hagur að því að nota starfs- krafta hans. Hvað veldur því, að svo mjóg skuli hafa verið sneitt hjá sjómönnum af hálfu skipunarvaldsins af öllum ríkisstjórnum Islands? Það má enginn skilja orð mín svo, að ég vilji nýjar nefndir eða stöður fyrir menn úr stétt okkar sjómanna. Því fer víðs fjarri. Það er nú tegar komið allt of mikið af slíku. Þvert á móti finnst mér, að Alþingi þurfi nú að vinna að skynsamlegri takmörkun nefndafargansins. Þjóðarbússtjórnin er orðin fámennri þjóð okkar ol'viða f.járhagslega, og er því æskilegt og nauð- synlegt, ag dregin séu sanaan seglin og okkur sHÍðinn sá stakkur í því sem öðru, sem okkur er hæfur. Nefndir eru ákaflega íljótsmíðaðar. í skipan þeirra vill oft gæta hinnar leiðinlegu pólitísku bitlingaverzlunar. í fámennu þjóðfélagi, eins og c kkar, á sannaiiega að fara varlega í nefndavali og skipan manna í þær. Ekki ættu að koma íil mála nema þriggja manna nefndir, og hver mað- K'IKINGUR ur valinn með sérþekkingu og margra ára lífs- reynslu í þeim störfum, sem hún f jallar um. Því má ekki velja sama manninn í margar opinberar stöð'ur, en hver maður skyldi hafa nóg að starfa og fá góð' laun fyrir störf sín, svo hann geti lifað vel og unnið vel. Það væri æskilegt, að einhver góður hagfræðingur vildi upplýsa, hvað íslenzka ríkisstjórnarbáknið kostar þjóðina og hve marg- ir menn vinna að því og fá laun þaðan. Enn fremur væri þörf á að fá sama yfirlit yfir bæjar- og sveitastjórnir. Mér finnst, að margir séu þeir orðnir, sem fá laun að meira eða minna leyti frá þessum opinberu sjóðum. Mætti þá máske finna leið til bóta, og sjá úrræði til að létta byrð- ina á skattpíndum einstaklingum þjóðfélagsins. Nú hafa mikil átök staðið yfir um að koma afla hins smærri fiskiflota til Englands. Skorað hefur verið á alla eigendur íslenzkra fiskflutn- ingaskipa að gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur, svo að þetta megi takast vel, þar með, að' öil skip, allt niður í 70—80 smálestir að stærð, verði með. En um það leyti, sem flest skipahna voru til- búin, skall á hækkun á fiski, sem nemur kr. 90,00 pr. tonn frá því, sem var í fyrra. Þetta var þungt högg fyrir marga, sérstaklega eigend- ur hinna smærri skipa við flutningana, og hugs- uðu margir til hinna marg umræddu skelfingar- tíma, sem koma eiga í farveg styrjaldarlokanna, en umtahð manna á milli bar þó ekki vott um mjög mikla svartsýni, er sagt var, að þessi hækkun ætti eingöngu að fara til vina og samstarfsmanna okkar, hlutahásetanna, og enn fremur, að ríkisstjórnin hugsaði sér að bæta þetta á þann hátt, að öll íslenzk flutningaskip skyldu nú fá nóg að gera. Engin stöðvun, þegar heim kæmi, skipið gæti komizt strax að. Með því móti yrðu ferð'irnar máske helmingi fleiri en undanfarandi vertíðir. Vorum við sjómennirnir og eigendur þessa ísfiskflutningaflota ánægðir. Við litum svo á, að nú væri málum okkar vel borgið. Reyndin varð þó nokkuð með öðru móti. Við, sem höfum siglt þessum flutningaskipum, scm fisk hafa tekið hér við land í stríðinu, höfum orðið að liggja í höfn og bíða eftir farmi vikum saman. Höfum við tapað miklu við það, en sætt okkur við að því yllu atvik, sem eigi yrðu um- flúin vegna þeirrar skálmaldar, sem nú gengur yfir, en að þegar styrjaldarþjóðirnan taka að slaka á klónni, þá verðum við látnir njóta þeirra hlunninda, sem okkur ber sem Islendingum, í þessu sem öðru. Við höfum krafizt þess, ár eftir ár, að fá menn úr okkar stétt í stjórn síldarverksmiðja ríkisins, en það hefur enn ekki verið heyrt. Ef til vill fer sá tími að nálgast. Enn fremur höfum við farið 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.