Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 15
uðið þessar heimskulegu hugmyndir," sagði hún eftir stutta þögn. „Aðeins vegna þess að Anson siglir með þessa ferð og eltir mig á röndum, sér hann mig í anda akandi allar götur í lúksusbíl og siglandi um flóa og firði á lystisnekkju. En ég held, að þess vegna hafi ég lofað að giftast þér. Það skal enginn skipa mér í þeim málum, ekki einu sinni pabbi." ,,Nú, það er þannig lagað," sagði hann dapurlega. „Og ég hélt, að þú elskaðir mig." ,,Ó, heimskinginn þinn," hvíslaði hún. „Ef við værum ekki hér fyrir allra augum, mundi ég kyssa þig." „Við skulum ná í bíl og aka út á veðhlaupabraut- ina," sagði hann með ákefð. „Þar er ró og næði á þessum tíma kvöldsins." Eftir andartak stóðu þau úti á gangstéttinni og kölluðu á bíl. Hendricks fannst hann svífa í loftinu, og þannig tilfinning greip hann altaf, þegar þau Helena voru saman. Hann var búinn að gleyma öll- um sínum áhyggjum, — gleyma, að hann hafði svik- izt frá skyldum sínum. En þegar hann ætlaði að fara að' stíga inn í bílinn, varð hann á óþægilegasta hátt minntur á þetta. „Nú, svo þér eruð þarna." Rödd Ansons hljómaði við eyrað á honum. Hendricks fölnaði upp. Heldur hefði hann kosið að lenda í höndum skipstjórans en að þessi sláni yrði til að komast að öllu saman. An- son var ævinlega óþjáll þeim, sem undir hann voru gefnir, þótt hann væri án víns, en það vantaði mikið á, að svo væri í þetta sinn. Þar að auki hataði hanri annan stýrimann á „Dundee King" af heilum hug. Hann hafði vald til að segja upp stýrimönnum á skipum frá „King Line" félaginu, og hann lét ekki á því standa að beita valdi sínu. „Gott kvöld, herra Anson," sagði stýrimaðurinn með uppgerðarkurteisi. „Hugsa sér, að við skyldum hitta yður hér." „Ég hefi leitað um allt að yður," sagði Anson og stakk höfðinu inn í bílinn, þar sem ungfrú Helen McQueen sat. „Hvar í ósköpunum hafið þér verið?" Hann leit ekki við Hendricks og tók ekki undir kveðju hans. „Mér leiddist," sagði unga stúlkan einarðlega. „Ég gekk út til þess að fá mér ferskt loft, og þá mætti ég Hendricks stýrimanni, — það er allt og sumt, og hann er búinn að lofa mér að aka mér spotta- korn." „Já, að aka svolítið, það er dásamleg uppástunga." Svo sneri hann sér að Hendricks, sem var áreiðan- lega höfði lægri, og sagði: „Þér megið fara; ég skal sjá um, að ungfrú Mc- Queen komist heilu og höldnu um borð." „Ég sagði, að þér mættuð fara," skipaði Anson. „Heyrið þér! Satt að segja er ég búin að lofa herra Hendricks að aka með honum," sagði unga stúlkan. „Getum við ekki ekið saman á morgun, ef ástæður leyfa?" Anson sneri sér frá ungu stúlkunni og leit á ann- an stýrimann. Svo færðist fyrirlitningarglott yfir andlit hans. „Nú, svo þér takið óbrotinn stýrimann fram yfir mig," sagði hann. „Ég hefi tekið eftir því upp á síðkastið. Ég verð að viðurkenna, að ég hélt, að þér hefðuð betri smekk. Siðsamar stúlkur eru ekki vanar að umgangast sjómenn." „Bara rólegir," sagði Hendricks. „Þér eruð fullur og talið heldur mikið." „Burt með yður!" hrópaði Anson. „Burt með yður! Ég skal sjá um að aka ungfrú McQueen nið- ur að skipi." Hann ýtti stýrimanninum frá og var að stíga inn í vagninn, þegar óvænt atvik kom fyrir. „Ekki meira af svo góðu," sagði Hendricks. Hann lagði þreklega og sólbrennda hönd á öxl Ansons, sneri honum við og gaf honum svo vel úti látið högg á túlann, að hann fleytti kerlingar eftir gangstétt- inni. Síðan stökk hann inn í vagninn, lokaði dyrun- um og kallaði til bílstjórans: „Akið nú eins og allir illir andar séu á hælunum á yður." Og bílstjórinn, sem hafði skemmt sér hjart- anlega við að horfa á aðfarirnar, setti hreyfilinn í gang og var þotinn af stað um leið. „Jæja," sagði Hendricks þrákelknislega. „Nú er mér víst óhætt að fullyrða, að ég verð ekki lengur annar stýrimaður á Dundee King." „Þú áttir ekki að berja hann," sagði Helena, án þess að láta sannfærast frekar við orð Hendricks. ,,Nú fáum við laglega ofanígjöf hjá pabba." „Þú þarít ekki að segja mér það," sagði ungi maö- urinn æstur. „Ég læt ekki háfættan gíraffa tala þannig við mig. Svo hefir mig lengi langað til að klóra honum." „Ég elska þig," hvíslaði hún og hjúfraði sig að honum. Hann lét heldur ekki standa á sér, að leggja hendina um grannt mitti hennar, enda var hann ekki síður ástfanginn. IV.. „Helena," sagði McQueen skipstjóri í ströngum rómi morguninn eftir. „Má ég fá að tala við þig?" Þau voru nýstaðin upp frá morgunverðarborðinu í borðsalnum, og skipstjórinn var seztur í stólinn við skrifborðið sitt. Hann fór að hagræða gleraugunum á arnarnefi sínu. Helena, sem vissi, hvers hún átti að vænta, gekk um gólf í káetunni, lagaði til myndir á veggjum, drap fingri á loftvogina og reyndi að finna eitthvað að fitla við. Allt annað gat hún gert en að líta framan í föður sinn. „Helena," sagði hann hranalega. „Já, hvað, pabbi?" spurði hún sakleysislega. „Þú veizt líklega, hvað þú hefir gert." „Ég hefi ekkert gert, sem ég þarf að bera kinn- roða fyrir," sagði hún, stutt í spuna. „Hvað átt þú VÍð?" Framli. á siSu 58 VlKINGVR 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.