Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 4
ÞAU, SEM KOMUST AF Farþegar: Ólafur Björn Ólafsson, Akranesi. Páll Bjarnason Melsted, stórkaupmaður. Skúli Petersen, Laufásveg 66. Bjarni Árnason. Sigrún Magnúsdóttir, hjúkrunarkona. Eugenie Hallgrímsson Bergin, frú, Miðtúni 7. Davíð Sigmundur Jónsson. Lárus Bjarnason, Bárugötu 16. Erla Kristjánsson, Hólavallagötu 5. Ragnar Guðmundsson. Theódór Helgi Rósantsson, Laufásvegi 41. Skipsmenn: Jonas Böðvarsson, skipstjóri. Ólafur Tómasson, 2. stýrimaður. Eiríkur Ólafsson, 3. stýrimaður. Hallgrímur Jcnsson, 1. vélstjóri. Hafliði Hafliðason, 2. vélstjóri. Ásgeir Magnússon, 3. vélstjóri. Valdemar Einarsson, loftskeytamaður. Bogi Þorsteinsson, loftskeytamaður. Kristján Símonarson, háseti. Erlendur Jónsson, háseti. Sigurjón Sigurjónsson, yfirkyndari. Kolbeinn Skúlason, kyndari. Sigurgeir Svanbergsson, kyndari. Gísli Guðmundsson, 1. matsveinn. Anton Líndal, matsveinn. Tryggvi Steingrímsson, þjónn. Nikolína Kristjánsdóttir, þerna. Baldvin Ásgeirsson, þjónn yfirmanna. ÞEGAR DETTIFOSS SÖKK FRÁSÖGN JÓNASAR BÖÐVARSSONAR skipstjóra. Skipið var á siglingu í sæmilegu veðri. Klukkan var 8,29 að morgni, er allt í einu varð gríðarleg sprenging í framhluta skipsins. Far- þegar voru flestir í rúmum sínum, en skipverj- ar höfðu nýlega lokið við að skipta um vakt. Frammi í voru 6 hásetar, einn þeirra í rúmi sínu, en hinir voru að matast í borðsal skipsins í'rammi í. Enn fremur munu nokkrir kyndarar hafa verið frammi í, en þar voru vistarverur háseta og kyndara, ofanþilja. Strax og sprengingin varð, þusti fólk út á þilfar, og munu allir hafa komizt úr klefum sínum, nema þeir, sem voru frammi í. Er ekki vitað, hvort einhverjir hafa slasazt þar. En sprengingin mun hafa rifið upp skipið und- ir sjávarmáli, og enn fremur gengu þilfars- plankar að framan upp lítillega. Hversu miklar skemmdir urðu frammi í skipinu, er ekki hægt að segja með neinni vissu, en ekki mun gangur- inn, sem lá milli herbergja skipverja frammi í, hafa teppzt. Eini hásetinn, sem var í rúmi sínu, Kristján Símonarson að nafni, komst lífs af. Skipið tók brátt að hallast á bakborðshlið. Þannig hagaði til á Dettifossi, að tveir björg- unarbátar voru á bátaþilfari miðskips, en einn bátur á palli aftast á skipinu, en auk þess voru björgunarflekar á skipinu. Ekki var viðlit að reyna að koma nema einum bátnum út, en það var bakborðsbáturinn miðskips. Vegna þess, hve skipið hallaðist á bakborða, var ekki hægt að koma út stjórnborðsbáti. Einn fleki losnaði frá skipinu við spreng- inguna og annar komst á flot skömmu síðar. Munu hafa liðið um 3 mínútur frá því að spreng- ingin varð í skipinu og þar til búið var að koma út bátnumog flekunum. En skipið var það fljótt að sökkva, að litlu munaði, að skipverjar kæmu bátnum frá skipshliðinni áður en það hallaðist á bátinn. Ekki munu hafa liðið nema 5 mínútur frá því að sprengingin varð og þar til skipið, var sokkið. Flestir, sem björguðust af skipinu, fleygðu sér í sjóinn, en komust síðan í bátinn eða á flek- ana. Alls komust 11 manns fyrst í bátinn, en 17 á stærri f lekann og tveir á hinn minni. Síðar var þeim tveimur, er komust á minni flekann, bjarg- að upp í bátinn. Fólkið var um klukkustund í bátnum og á flekanum. Sást alltaf á milli báts og fleka. Veður hafði verið sæmilegt, en brátt tók að hvessa. Voru allir blautir og margir fáklæddir, þar sem þeir höfðu farið upp úr rúmum sínum og ekki unnizt tími til að bjarga neinu með sér. Varð hver að hugsa um sig, eftir því, sem bezt hann gat. Allir þeir, sem björguðust, voru ómeiddir að kalla og flestir furðu hressir í bátnum og á flekanum. En einn af farþegunum var meðvit- undarlaus, er honum var bjargað frá björgunar- bátnum. Var það frú Eugenie Bergin. En eftir góða aðhlynningu hresstist hún. Hún var þó lögð inn í sjúkrahús í nokkra daga, er í land kom. Henni líður nú vel, og er maður hennar, Bergin kapteinn, kominn til hennar, þar sem hún dvelur í Skotlandi. Er fólkið hafði verið um klukkustund í bátn- um og á flekanum, bar að brezka hersnekkju. Fóru allir um borð í hana. Þar var mjög vel tekið á móti skipbrotsfólkinu, og vildu brezku sjómennirnir allt fyrir það gera. Létu þeir það fá þurr föt og hressingu og hlynntu að fólkinu á annan hátt. Þegar til hafnar kom, var þar fyrir fulltrúi frá Eimskipafélagi íslands, frá brezka hernum u VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.