Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 9
skiprúm og stundaði svo, næstu árin á eftir, sjó- inn allan ársins hring, nema á sumrum. Formaður varð hann á 18. árinu, fyrst á vor- vertíð, svo á haustvertíð og vetrarvertíð ávallt frá þeim tíma. Segir hann sér það minnisstætt frá þessum tímum, hve fiskur hafi verið mikill hér í flóanum, bæði á grunni og á dýpi. Frá Skildinganesi fluttist Sigurður að Görð- unum 27 ára gamall og keypti þá árið eftir. Það ár gekk hann að eiga Ólöf u Guðmundsdóttur f rá Skildinganesi, og af þreínur börnum þeirra er Erlendur skipstjóri einn á lífi. Ólofu, konu sína, missti hann 1901. Síðar gekk hann að eiga Guðrúnu Pétursdótt- ur frá Hrólfsskála á Seltjamarnesi; eignuðust þau 11 börn, og eru 9 þeirra á lífi. Sigurður tók próf frá Stýrimannaskólanum í tíð Markúsar Bjarnasonar. Hann var á ]:il- skipi fyrst 1884, skipstjóri á þilskipi 1887; var það „Einingin" frá Seltjarnarnesi, og var hann skipstjóri á þilskipum til ársins 1912. Hann sótti þilskipið Svaninn til Englands og gerði það út ásamt þilskipinu Haffara og mótor- bátnum Hrólfi. Jafnframt þessari útgerð stundaði hann bú- skap á jörð sinni og hafði 14 stórgripi í f jósi, og lét á þeim tímum heyja uppi í Borgarfirði, og í 30 ár flutti hann þaðan árlega 400 hesta, sem hann heyjaði af flæðiengjum. Eftir að kútterarnir hurfu, tók Sigurður þátt í línuveiðaskipaútgerð og togaraútgerð allt til ársins 1935. Af þessu sést, að Sigurður hef ur verið einn af hinum framsæknu og leiðandi mönnum í upp- byggingarstarfi hinnar íslenzku útgerðar, fram- kvæmdasamur og athafnamaður, sem sjálfur bar hita og þunga dagsins og var í fararbroddi og í formannssæti á þeim skipum, sem voru á útvegi hans. Þó að Sigurður sé áttræður, er hann enn beinn í baki, léttur í spori, skemmtilegur við kynningu og höfðinglegur maður í sjón, svo að af ber. Óska ég þessum vini mínum og sóknarbarni góðrar heilsu og bjartra stunda meðal barna sinna, ættingja og vina á leiðinni, sem fyrir er. Jón Thorarensen. I ngvar Kjaran sl<ipstjóri fimtntugur Ingvar, ¦— þig hollvinir hylla í dag og hafaldan syngur þér afmælisbrag, í Ægishöll efnt er til gleöi. Sæmeyjar dansandi drekka þér skál, hver djarfhugi, er siglir um freyöandi ál, á ást þeirra og er þeim að geði. Við kynntumst, er eldmóöur æsku og þrár sló ævintýrs Ijóma á komandi ár og lifið var lokkandi draumur. Vi8 lærðum það seinna, að sær breytir svip og sólstafir hverfa. Við draumanna skip er harðleikinn stormur og straumur. Og saman við átt höfum alvörustund og. ánægju notið við góðvina fund og harmað og glaðzt, eins og gengur. En hvort sem að sigldum við blásandi byr, eða bauð okkur hamstola Ægir í styr, varstu alltaf hinn öruggi drengur. Auðmýktin glatast á þeirri stund, sem maður heldur sig hafa öðlazt hana. * Eina örugga aðferðin til þess að sigrast á óvin- um, er að gera sér þá að vinum. Títupyjónninn er athýglisveíS'ur. ÞatS er höfuðiíS, sera hindrar þa<5, atS hann g'íing'i of lnngt. Ég árna þér heilla með hálfnaða öld og hönd þína, vinur, ég þrýsti í kvöld með þökk fyrir það, sem ég reyndi. Ég fann ekki trúrri né traustari vin, - í töfrandi sóldýrð né stórviðra dyn, þitt ágæti aldrei sér leyndi. 1. marz 1945. Ögm. VÍKINGVR 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.