Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 14
stendur 5 kvöldvaktir, sem þér hafið fengið umfram í landi." „Þér hafið alveg misskilið mig," andmælti Hend- ricks. „Ég ætla aðeins að kaupa einn happdrættis- miða." „Það getur brytinn gert fyrir yður," svaraði 1. stýrimaður. „Lofið mér nú að tala við ýður, Simpson. Verið þér mér nú dálítið hliðhollur; mér ríður það á miklu___" „Nei, lofið mér nú að tala við yður," svaraði 1. stýrimaður. „Karlinn setti í mig skæting í morgun fyrir að ég gæfi yður allt of lausan tauminn. Hann er yður reiður af því, að þér eltið ungfrú McQueen á röndum, og ef þér hafið nokkuð eftir af viti í koll- inum, þá skuluð þér hætta öllum strákapörum, því þér vitið, að herra Anson á að fá hana." „Nei, það megið þér bölva yður upp á, að þeim málum er ekki svo komið," svaraði 2. stýrimaður. „En hann heldur, að af því að hann er sonur útgerð- arstjórans, þurfi hann ekki annað en góna út í loftið og benda á það, sem hann vill fá." „Honum heppnast áreiðanlega að ná í stúlkuna," sagði fyrsti stýrimaður, stuttur í spuna. „Þér ættuð heldur að hafa vaðið fyrir neðan yður, eða þér getið bara átt á hættu að fá pokann. — Nei, þér verðið um borð í kvöld." „Jæja þá, fyrsti stýrimaður," svaraði Hendricks, skellti saman hælunum og var á burtu um leið. — Fyrsti stýrimaður horfði á eftir honum, tautaði eitthvað í barm sér og labbaði síðan inn í íbúð skip- stjóra. II. „Hendricks biður um landgönguleyfi í kvöld," byrjaði fyrsti stýrimaður. McQueen skipstjóri sneri sér við og setti upp gleraugun. „Aftur?" hrópaði hann öskuvondur. „Já, hann ætlar víst að kaupa happdrættismiða, eða ná í þvottinn sinn. — Hann er nú ágætur," hélt fyrsti stýrimaður áfram með sefandi rödd. „Það hefur aldrei verið neitt athugavert við hann fyrr en í þessari ferð." Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður voru gamlir og góðir vinir, og stýrimaðurinn var maður umburðar- lyndur og viðmótsþýður við undirmenn sína. Auk þess var honum í nöp við Anson. Það næði heldur engri átt, að sonur útgerðarmannsins sigldi með skipi félagsins, til þess að vekja úlfúð meðal yfir- mannanna. „Þú sérð um, að hann verði um borð," skipaði skipstjórinn. „Ég vil engin vandræði hafa hér. Þú veizt, hvað ég er að vona, Tom. — Það gæti orðið gott fyrir Helenu. Það er ekkert varið í að vera sjómannskona." Svo varð löng þögn, þar til stýrimaðurinn ræskti sig og sagði með hægð: „Nei, það er það ekki. Frú McQueen mun hafa verið á sama máli." Skipstjórinn leit á mynd af konu sinni, sem nú var dáin. Myndin hékk fyrir ofan skrifborðið hans. Hann hristi höfuðið, þegar stýrimaðurinn gekk út. „Ég veit, hvað þú hugsar, Mary," sagði hann með hægð. „En vertu viss; ég geri það rétta." III. „Þú kemur heilum hálftíma of seint," sagði ung- frú McQueen. „Það var nú bara hundaheppni, að ég gat yfirleitt komið hingað," svaraði Hendricks. „Við skulum koma á einhvern stað, þar sem við getum rabbað saman." Svo fóru þau í lítinn veitingastað á Avenida de Mayo og báðu um cocktail. Þau fengu sæmilega kyrrlátt borð í einu horninu. Hljómsveitin var að byrja að spila, svo þau gátu talað saman, án þess að nokkur heyrði til þeirra. „Ef nokkur sér mig hér, þá er ég búinn að vera," sagði Hendricks þungbrýnn. „Ég varð að gefa um- sjónarmanninum 18 pesos til að hafa auga með fermingunni og til að segja, að ég væri einhvers staðar í skipinu, ef eftir mér væri spurt. Fyrsti stýrimaður spyr sennilega um mig, og skipstjórinn er á hælunum á mér. Hann kallaði mig upp til sín í morgun til að segja mér að láta þig í friði." „Þessu bjóst ég alltaf við," sagði ungfrú McQueen reiðilega. Hún var há og grönn, inndæl ung stúlka, með jarpt hár og ljómandi grágræn augu. Nefið var örlítið hafið upp að framan, og hakan, með litlu, fallegu skarði bar vott um skapfestu. „Hann talar aldrei um annað en Anson og öll skip- in, sem hann á einhvern tíma að erfa. En hvað á ég að gera við Anson og öll hans skip?" „Þú getur til dæmis gert mig að skipstjóra á ein- hverju þeirra," sagði Hendricks með beiskum rómi. Hann tæmdi cocktail-glasið sitt og bað um meira. „En hvernig gaztu losnað við apaköttinn?" „O, ég fyllti hann af cocktail og kom honum svo í kynni við þá ljóshærðu, hvað sem hún nú heitir, og svo fór ég út að ná í síma." „Og svo beiðstu hálftíma eftir mér." „Já, meira en hálftíma," sagði hún mildum rómi. „En það hefði ég víst ekki átt að gera." „Helena, ég elska þig," sagði hann um leið og hann greip um hönd hennar. „Já, það finnst mér nú ekki nema sanngjarnt," svaraði hún hlæjandi. „Hugsaðu um það, hvílíku gjaforði ég á kost á." ,,Og við höfum aðeins þekkzt síðan við sigldum frá London," sagði hann og snart kinn hennar lauslega með sinni. „Mér finnst við hafa þekkzt frá alda öðli." Hann andvarpaði. „Það er ekkert til ömurlegra en að vera annar stýrimaður, og bálskotinn að auki." „Ég vildi óska, a'ð pabbi hef'ði ekki fengið í höf- U VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.