Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 19
Hér vaf þetta stutta eintal hans slitið, því í sama vetfangi var hann barinn með krepptum hnefa, svo hann féll til jarðar. Hann sá, eins og í þoku, marga menn yfir sér, og hann sá blika á hníf. Því, sem gerðist, hefir hann enn þann dag í dag ekki getað áttað sig á. Honum var sparkað og hrint; hann barðist við kassa og tunnur. Fötin voru tætt utan af honum og stórar krumlur lögðust að hálsi hans. Hann mundi eftir að hafa svo heyrt skóhljóð frá steinbrúnni, eins og gengið væri á tréklossum, svo fann hann sterkar hendur taka um axlir sínar og hann var veginn upp. „Hvað er að gerast hér?" heyrði hann sagt með djúpri röddu. „Það hittist svo á, að ég var uppi á þilfari að fá mér eina pípu, áður en ég færi að hvíla mig, og þá sé ég, að það er verið að ráðast á yður. — Þér eruð víst ekki slasaður?" ,,Æ-æ-æ!" stundi Anson og lagðist með þunga upp að þessum styrku herðum, meðan hann staulað- ist upp að landganginum á Dundee King. Gegnum rökkrið sá hann, að bjargvættur hans var Hendricks stýrimaður. Honum var ómögulegt að koma upp nokkru orði. „Ég skal sjá um, að lögreglan fái skýrslu undir eins," sagði annar stýrimaður. „Það verður bezt, að þér farið niður og setjið yður inn í reykskálann fyrst um sinn." Þegar inn í skálann kom, þurrkaði Anson blóðið framan úr sér og þáði með þökkum eitt glas af whisky, sem Hendricks rétti honum. Hann tók eftir því, að jakki annars stýrimanns var rifinn í tætlur og að það var blóðug rispa á annari kinn hans. Þetta hlaut að hafa verið harður aðgangur. „Hver fjandinn er nú að?" — Rödd skipstjórans heyrðist allt í einu frá dyrunum, sem stóðu opnar. Honum brá við að sjá mennina þannig útlítandi, rykuga, rifna og æsta. „Það réðst bófaflokkur á herra Anson hér niður á bryggjunni," útskýrði annar stýrimaður. „Ég kom á síðasta augnabliki til að geta hjálpað honum." „Ó, þér hafið bjargað lífi mínu," stundi Anson. „Þeir hefðu drepið mig, — stungið mig með hníf. Hann stakk hendinni í brjóstvasann. — „Þeir hafa tekið seðlaveskið mitt." „Þér skuluð fara upp og skrifa skýrslu til lögregl- unnar, Hendricks," sagði skipstjórinn snöggur. Annar stýrimaður bar hendina upp aö enninu í kveðjuskyni og hvarf. Þegar hann kom aftur, var skálinn fullur af fólki. Helena McQueen var að búa sig undir að þvo afmyndað andlit Ansons. Fyrsti stýrimaður stóð og horfði á íhugull og strauk hök- una. Brytinn var kominn inn með lyf jakistuna, og fyrsti vélstjóri var einnig mættur. „Já, hann hefur bjargað mér," endurtók Anson. „Annar þorparinn hafði hníf og hinn þrællinn ætl- aði að fara að kyrkja mig." „Bezt er, að þér komizt í rúmið," sagði skipstjór- VfKINQVR inn með þeim rómi, sem bezt hæfði kringumstæðun- um. „Svo fáum við nánari skýringar á morgun." Hann fylgdi Anson tií klefa síns. Vélstjórinn og brytinn fóru líka. Helena tók undir hönd Hendricks og brosti við fyrsta stýrimanni, sem horfði rann- sakandi á þau á víxl. „Kænlega að farið," sagði hann; „mjög klókinda- lega. Hver átti hugmyndina?" „Hugmyndina?" endurtók annar stýrimaður. „Um hvað eruð þér að tala?" „Ég átti hana," sagði Helena rólega, „og hún kost- aði okkur hundrað dollara. En við gerðum ekki ráð fyrir, að hann missti veskið sitt." Fyrsti stýrimaður gekk til Hendricks, hann strauk fingri yfir rauða litinn á kinn hans, leit á fingurinn og draup höfði. „Rauður vangalitur," sagði hann. „Ekki er nú Ijótt aðhafzt. Ég verð að telja það skyldu mína að segja skipstjóranum frá þessu." ..Ef þér gerið það, tala ég aldrei orð við yður framar," sagði unga stúlkan. Fyrsti stýrimaður skellti upp úr. „Verið óhræddar. Ég hefi um margra ára skeið reynt að gera mann úr þessum hérna," sagði hann og leit á annan stýrimann. „Kannske hefir mér heppnast það, en satt að segja finnst mér þetta nokkuð ósvífinn grikkur." „En hann kom að tilætluðum notum," sagði unga stúlkan hlæjandi. Skipstjórinn kom með miklum gusti inn í skál- ann. „Fallega af sér vikið, Hendricks. Ég hefi átt langt samtal við Anson, og hann er yður mjög þakklátur. Hann segist vera fús að gleyma öllu því, sem þið átt- ust við um kvöldið. Hann viðurkenndi líka, að sökin hefði verið að sumu leyti sín megin, og að hann hefði verið ölvaður. Hann stakk líka upp á, að við skyldum athuga, hvort ekki væri unnt að finna fyrsta stýrimannspláss á einhverju skipanna. Þér eruð ungur og stálheppinn maður." „Ég þakka, skipstjóri," sagði annar stýrimaður og horfði í augu skipstjórans án þess að láta sér bfegða. — I sama bili sá skipstjórinn hönd dóttur sinnar um handlegg Hendricks, og það brá fyrir hörðum glampa í augum hans. „Ég vissi ekki, að þetta væri komið svona langt," sagði hann reiðilega. „Helena, farð'u inn í klefa þinn." „Ég get ekki séð, að nokkur ástæða sé til þess," andmælti hún. „Vig létum gefa okkur saman í gær." McQueen skipstjóri starði andartak alveg orðlau.s á þessi ungu brúðhjón. Svo lét hann fallast magn- laus niður í stólinn sinn og þurrkaði svitann af enn- inu með vasaklútnum sínum. „Gott," sagði hann. „Ég skal tala við' þig á morg- un. I kvöld get ég ekki meira." Þegar fyrsti stýrimaður var orðinn einn eftir hjá 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.