Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 27
ferli frægrar og áhrifaríkrar þjóðar, Fönikíu- manna eða Fönverja, sem með siglingum sínum urðu brautryðjendur alþjóðaviðskipta í fornöld. Svo langt sem skimað verður aftur í tímann, byggði þessi þjóð landræmuna milli Líbanon- fjaila í Sýrlándi og Miðjarðarhafs. Hún mælti á semítiska tungu og mun því komin sunnan og austan úr Arabíu eins og aðrar Semítaþjóðir, enda þótt örðugt sé að rekja slóð hennar þaðan. Hún átti því láni að fagna, að búa í þjóðbraut milli elztu menningarríkjanna, í fljótsdölum Mesópótamíu í austri og Egyptalands í suð- vestri. Það var arðvænleg aðstaða, og því fylgdi þá einnig auðveld leið til að læra af þessum þ.jóð- um og verða aðnjótandi þeirra framfara, er þróuðust með þeim. Og Fönverjar voru nám- fúsir. Þeir hagnýttu sér uppfinningar fljóts- dalabúa og endurbættu ýmsar þeirra. Seinlærð- um og óhentugum leturtegundum breyttu þeir í félagi við suður-sýrlenzka frændur sína í ó- brotið og auðlært stafróf. Þeir tóku upp silfui' og síðar gull sem gjaldmiðil. Þeir bjuggu til gler og purpuralit. Þeir spunnu og ófu úr ull og hör. Þeir sigldu skipum sínum til fjarra stranda og urðu feður siglingafræði og landa- fræði. Sjómenn þeirra og kaupmenn fluttu með sér tækni og þekkingu til fávísra þjóða langt vestur í löndum. En heima fyrir var landrými lítið, og borgir þeirra byggðust ört. Það freist- aði þeirra þó ekki til landvinninga í venjulegri merkingu, heldur létu þeir sér næg.ja að ná fót- festu við hentug hafnarskilyrði erlendra stranda, til þess að reisa þar kaupstaði og borg- ir og reka þar verzlun við heimaménn með sem friðsamlegustu móti. Um 1500 f. Kr. hafa þeir komið sér upp slíkum nýlendum á eynni Kípur, og síðan rekur hver nýlendustofnunin aðra á eyjum við Litlu-Asíu-strendur. Á 12. öld rata þeir alla leið vestur úr Miðjarðarhafi. Þar sem spænska borgin Cadix stendur nú, reistu þeir bæinn Gades um 1100. Þangað var löngu síðar talin 80 sólarhringa sigling frá Týros. Þeir sóttu silfur til Spánar og seldu frumbyggjunum iðnvarning sinn. Þar fengu þeir einnig nokkurt tin. En svo fór, að þeir brutust alla leið norður á Cornwall á Englandi eftir þeim málmi. Raf höfðu þeir einnig í fórum sínum, en ekki er víst, hvort þeir hafa sjálfir sótt það til landanna austan Norðursjávar og sunnan Eystrasalts. Snemma hafa þeir komið sér á fót nýlendum á Norður-Afríkuströnd vestanverðri. Sídon er sú fönVerska borgin, sem mest kveður að framan af Öldum, en síðar flytjast forystan og frægðin meira og meira í hendur Týrosborgar, og það er þaðan, sem Karþagó byggist, að því er talið er, árið 813 f. Kr. Fornþjóðir geymdu munnmælasögu um þessa VlKlNGVR nýlendustofnun. Pygmaliön, konungur í Týros, átti að hafa ráðið af dögum Sicharbas, prest guðsins Melkarths, í því skyni, að svæla undir sig fé hans. En Sicharbas var kvæntur Dídó (öðru nafni Elissu) systur konungs. Tókst henni að bjarga fjármunum manns síns og flý.ja með þá ásamt allstórum hópi vina sinna sjóveg vest- ur um haf. Og linntu þau ekki fyrr en á norður- strönd Tunis. Báðu þau frumbyggjana um land fyrir borgarstæði, en þeir tóku því treglega. Spurðu þau þá frumbygg.jana, hvort þau mættu eiga þann landsblett, er þau gætu teygt eina uxahúð kringum. Því játuðu frumbygg.jar og töldu bónina hlægilega. En Fönverjar toku þá uxahúð og ristu úr henni svo mjóan þveng og langan, að hann náði utan um næga landspildu fyrir borgarstæði. Nefndist sú borg Byrsa, og var það háborg Karþagóborgar. En á grísku merkir orðið „byrsa“ húð. Síðar byggðist borgin meðfram vogi eða flóa þar í grendinni, og nefndist sá hluti hennar „nýja borgin“, á fönversku Karthadshat, af því er svo dregið nafnið Karþago, er varð síðan not- að um alla borgina. S.jálfsagt fer margt milli mála i þessari munn- mælasögu, því víst er nú talið, að þarna hafi staðið nýlendubær, er byggðist frá Sídon mjög snemma, jafnvel á 16. öld f. Kr., og hét hann Cambe. Þar var einnig í grendinni fönverska ný- lenduborgin Utica, en við hana var flóinn kennd- ur, Sinus Uticensis. En hvað sem er um upphaf Karþagóborgar, þá varð hún fljótt fremst allra fönverskra ný- lendna á Afríkuströnd og tók að seilast til yfiv- ráða yfir þeim og yfir bæjum og byggðum frum- byggjanna. Voru þeir nefndir Líbýumenn og hafa talað Hamítamál, eins og Berbar Norður- Afríku gera enn í dag. Öll ströndin austur með Syrtuflóum og vestur eftir núverandi Algier og Marocco komst undir yfirráð Karþagó, og langt suður í auðnir og vinjar Sahara teygir hún áhrif sín og viðskipti til þeldökkra hirðingja og lesta- manna, er flytja sjaldgæfa gripi frá Blálandi. Og samkvæmt fönverskri hefð byggir Karþagó skipaflota og gerir hafnarbætur. Tvær hafnir eru afgirtar, önnur fyrir kaupskip, hin höfnin, er nefndist Cothon, var herskipalægi. Og með skipakosti sínum og í krafti fönverskrar sig'l- ingamenningar nær hún á vald sitt eyjunum Möltu, Sardíníu og Baleareyjum. Og á suður- strönd Gallíu seilist hún eftir ítökum, kaupstöö- um, flotahöfnum og námum. Og um 460 gerir hún út leiðangur undir forystu Ilannós til land- lcönnunar og nýlendustofnunar suður með vest- urströnd Afríku. Madeira og Kanaríeyjar bygg.iast þá frá Karþagó og kaupstaðir suður í Senegambíu og Sierra Leone. 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.