Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 21
'¦¦¦¦¦¦ -•" -ViU- . ".-•"¦ o :-.•'• í' "-¦ ' ¦. r^-j^v-^-.-j .,•:'- '! ^...;"" .: f '*' *-. .•' • # ¦ $*; .¦: : _ . .*• ¦*, M 6«* 6 a si V- -< ^ítffl^JÍ^ í QU*HiCO ;-¦-,¦, ,.,;- '¦ r« ^LS^Ki-' Fljófaleið, sem féll í gleymsku Fur'Suleg saga um gleymda jljótaleið, sem tengir sáman stórjljólin Orinoco og Amazon i>i> ligg- nr iini landsvœ'ði ótrulegra auSœfa, sem enn piii ónolitó. GrTÍmur Þorkelsson þýddi úr énsku. Fyrir tvö hundruð árum ferðaðist Jesuita- presturinn Roman upp eftir hinu skolbrúna og grugguga Orinocofljóti, þar sem það rennur um óbyggt skóglendi Suður-Venezuela. Hann ferð- aðist á litlum árabáti, sem Indíánar reru. Við bugðu á fljótinu sá séra Roman allt í einu ann- an árabát koma niður fljótið á móti sér. í bátn- um voru ókunnir hvítir menn. En ókunnir menn á leið niður fljótið úr áttinni frá Brazilíu voru í sannleika sagt mjög einkennilegt fyrirbrigði. Séra Roman vissi, að enginn hafði farið upp eftir fljótinu mánuðum saman. Hann hlaut að þekkja hvern þann, sem niður eftir því færi. Séra Roman kallaði til ókunnu mannanna á spænsku. Honum til undrunar svöruðu þeir á portugölsku. Einn þeirra kynnti sig og sagðist heita Francesco Xavier Morales og vera þræla- sali frá byggðarlagi nokkuru við ána Negro í Brazilíu. Þegar séra Roman sagði Portúgals- mönnunum, að þeir væru nú staddir á Orinoco- fljótinu í Venezuela, urðu þeir jafn undrandi og hann. I ákafa sínum við að elta uppi Indíána til að selja þá á þrælamörkuðunum við Amazon, höfðu þeir komizt langar leiðir inn á ókönnuð landssvæði, en héldu sig þó vera á fljótaleiðum VÍKINGUR Brazihu.Pví enginn vissi til, aö nokkur samruni væri milli þveráa Amazonfljótsins í Brazilíu og þveráa Orinocofljótsins í Venezuela. En þó voru þeir þarna staddir. Meðan þeir töluðust við, minntist séra Roman þess, að hann hafði heyrt óljósan orðasveim þess efnis, að árið 1639 hefði prestur nokkur að nafni Acuna haldið því fram, að hann hefði fundið skipaleið, sem tengdi saman fljótin Ama- zon og Orinoco. Allir höfðu talið þetta vera í- myndanarugl úr presti, sem genginn væri af göflunum af margra ára skorti og vonbrigðum á þessu ótrúlega ei'fiða landssvæði. En hinir portúgölsku þrælahaldarar voru samt engin ímyndun eða hitasóttarofsjón. Ann- aðhvort voru þeir að segja ósatt, eða um var að ræða samrennsli milli fljótanna Orinoco og Amazon. Séra Roman ásetti sér að komast að sannleikanum. Hann slóst því í för með þeim til Brazilíu. Tveim vikum síðar sá hann með, eigin augum Casiquiarekanalinn — fljót hinna tveggja uppsprettna ¦—, sem tengir saman stór- ár Brazilíu og Venezuela og þetta er eina fyrir- brigðið af þeirri tegund, sem þekkist í heim- inum. öl

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.