Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 17
KTINNI Steinþór Einarsson, Bjarneyjum á Breiðafiröi, hefur sent Víkingnum eftirfarandi vísur til birting- ar. Höfundur þeirra er ókunnur: Eitt sinn þeyttust út um nótt átta kettir, þétt og létt; tuttugu rottur títt og ótt tættu og reyttu á sléttri stétt. Ég hlaut að stauta blauta braut; bikkjan skrikkjótt nokkuð gekk. Hún þaut, hún hnaut, ég hraut í laut, hnykk með rykk í skrokkinn fékk. Pallur féll, en pellaþöll á pallinn féll og illa skall. Öll varð bullvot ellihöll; olli hrolli fullkalt svall. Ef einhverjir lesendur Víkingsins vissu deili á vísum þessum og höfundum þeirra, væri fróðlegt að fá vitneskju um það. Enn fremur eru vísur, jafn- snjallar þessum, og jafnvel þótt eitthvað skorti á að svo sé, vel þegnar til hirtingar í blaðinu. Fyrir mörgum öldum var víðkunnur málari að mála veggmynd í kirkju í borg einni á Sikiley. Við- fangsefnið var úr lífi Krists. Listamaðurinn hafði unnið af kappi í mörg ár, og loks var myndinni lokið að öðru en því, er mestu máli skipti. Á hana vantaði Krist og Júdas Iskariot. Hann leitaði víðs vegar að fyrirmyndum að þessum tveim myndum. Dag nokkurn kom hann þar, sem hópur barna var að leikjum í gömlu borgarhverfi. Meðal barn- anna var tólf ára gamall drengur svo fagur og sviphreinn, að listamaðurinn varð mjög snortinn. Andlit drengsins var sannkölluð engils ásjóna, — að vísu mjög óhrein, en úr því mátti bæta. Hér var komin fyrirmyndin að Kristsmyndinni. Listamaðurinn fór með drenginn heim til sín. Dag eftir dag sat drengurinn þolinmóður, unz myndin af Jesúbarninu var fullmáluð. En listamaðurinn fann engan, sem var nothæf fyr- irmynd að Júdasi. Árum saman leitaði hann og var tekinn að óttast, að hann fyndi þá fyrirmynd aldrei, og að málverki hans yrði aldrei lokið'. Sagan um hið ófullgerða listaverk barst víðs veg- ar, og margir þeir, sem töldu sig svipljóta og ih\ yÍKINGUR Aldrei má ég segja svona ljótt. mannlega, buðust til að verða fyrirmynd að Júdasi. En árangurslaust leitaði gamli málarinn að andliti, sem líktist þeirri Júdasarmynd, sem hann hafði í huga, manni, sem lestir og spillt líferni hefði rist á rúnastafi ódæða og undirhyggju. Þá bar svo við kvöld eitt, er hann sat í gildaskála við glas af víni, að mannvera ein, úttauguð og þjökuð, staulaðist yfir þröskuldinn og féll inn á gólfið. ,,Vín, vín!" hrópaði mannauminginn í bæn- arrómi. Málarinn reisti hann á fætur. Hann komst í ákafa geðshræríngu, er hann leit framan í mann- inn. Andlit hans virtist brennimerkt öllum hugsan- legum glæpum og löstum. Gamli maðurinn reisti þessa hryggðarmynd í mannslíki á fætur. ,,Komdu með mér," sagði hann, „og ég skal gefa þér vín og mat og fatnað." Hér var loksins komin fyrirmyndin að Júdasar- myndinni hans. Dögum saman vann hann af kappi, oft langt fram á nótt, við meistaraverk sitt. Eftir því sem leið á verkið, færðist breyting yfir svip fyrirmyndarinnar. Undarleg ókyrrð þokaði burt hinni dýrslegu deyfð, og blóðhlaupin augun hvíldu með skelfingu á málverkinu, sem var að koma fram á dúknum. Dag nokkurn, er málarinn veitti geðs- geðshræringu fyrirmyndar sinnar sérstaka eftir- tekt, lagði hann frá sér pentilinn og sagði: „Sonur minn, hvað amar að þér? Ég vildi feginn hjálpa þér." Maðurinn kjökraði og huldi andlitið í höndum sínum. Eftir drykklanga stund leit hann bænaraug- um á gamla málarann. „Manstu ekki eftir mér? Fyrir mörgum árum sat ég fyrir hjá þér, þegar þú varst að mála Jesú- barnið," (Þýtt.)

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.