Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 23
Undir af gúmmí, trjám og lyf jum og hafa stór- griparækt og akuryrkju í stórum stíl. Þarna er líka lykillinn að vatnavirkjun til framleiðslu ódýrs rafmagns á mælikvarða, sem fer fram úr Öllu, sem áður hefur þekkzt á því sviði, en það er grundvöllurinn fyrir stórfelldum iðnaði. Verkfræðingar hersins framkvæmdu mæl- ingar sínar á fijótaleiðinni frá Ciudad Bolivar í Venezuela. Hún er 354 km. frá mynni Orinoco- fljótsins — lengra komast hafskip ekki upp eftir fljótinu — til borgarinnar Manaus í Bra- ziliu. Hún er 1574 km. frá mynni Amazonfljóts og sú hafskipahöfn, sem stendur lengst upp með . fljótinu. Hin náttúrlega skipaleið milli þessara tveggja borga er upp Orinocofljót, um Casi- quiarekanalinn, niður Rio Negro til Amazon- fljótsins. Sú fljótaleið er 2964 km. á lengd. En öll lengd vatnaleiðarinnar milli ósa hinna sam- tengdu fljóta er 4891 km. eða 917 km. lengri en allt Missisíppifljót. Verkfræðingarnir mældu aðeins það svæði, sem hindranir frá náttúrunnar hendi voru þró- un landsins til fyrirstöðu. Hér um bil 500 þús. ferkm. hins mælda lands milli Ciudad Bolivar og Manaus eru í Venezuela, Columbiu og Bra- ziliu. Þetta eru víðáttumiklar hitabeltissléttur og skógar. Þetta land er sömu tegundar og allur hinn fimm millj. ferkílómetra stóri Orinoco- Amazondalur. Þetta er stærsta landssvæði jarð- arinnar, sem unnt er að líta á sem eina heild, þar sem sams konar skilyrði ríkja í stórum dráttum. Meðalhiti loftsins er 23—31° á Celsíus, en það er alveg sérstakt við Miðjarðarbaug. Á nótt- unni er venjulega svo svalt, að oft er æskilegt að breiða ofan á sig teppi. Úrkoman er mikil, 70—105 þumlungar á ári, og loftið er rakt. Á þessu 500 þús. ferkílómetra svæði, sem mælt var, búa hér um bil 6000 manns. Af þeim cru hinir 5000 siðuðu íbúar búsettir á mjórri landræmu meðfram vatnaleiðinni. Sú landræma er um 2500 ferkm. að flatarmáli. Á öllu hinu svæðinu búa aðeins um 900 ósiðaðir, flakkandi villimenn. Þeir sjást aðeins endrum og eins, þeg- ar þeir ráðast á og drepa hópa ógæfusamra ('erðamanna, sem fara um skurðinn. Ef til vill lifir fólk hvergi annars staðar í heiminum við annan eins skort, sjúkdóma og framaleysi og þessir vesalingar, sem hafast við á bökkum hinnar gleymdu vatnaleiðar. Aðal- orsakirnar til vesaldóms fólksins er skortur á fæði og heilbrigðisráðstöfunum. Þó er landið ákaflega vel til ræktunar fallið og fljótt að gefa arð, sé nokkur minnsta viðleitni sýnd, og hinar smávægilegustu heilbrigðisráðstafanir mundu óðara hafa í för með sér bætt heilsufar svo undrum sætti, því Ioftslagið er í raun og veru heilnæmt, og landlæga sjúkdóma er auðvelt að "• ci<>o/A ; ¦¦:¦¦ <ö^ch ¦'¦¦'¦." '••¦"&'"¦'¦ .7">\.-----i#2Sy Helztu skipaleitiir frá ósum Orinoco-fljótsins. ráða við. Malaría, blóðkreppusótt, ormaveiki og fæðuskortur lamar og veiklar fólkið og rænir það áhuga og viljaþreki til þess að bæta k.jör sín og hrinda í framkvæmd ráðstöfunum, sem duga mundu til að losa það við þrældómsok sjúkdóma og sultar. Þótt fólkið sé siðlátt og skírlíft, — kynferðis- sjúkdómar eru sjaldgæfir —, hefur það samt enga hugmynd um sjálfsagðar heilbrigðisvenjur og þróun heilbrigðismála um síðustu hundrað árV Skolpræsi og salerni eru því nær óþekkt. Sagt er, að aðeins tvær f jölskyldur á öllu landssvæð- inu búi í húsum, sem varin eru með flugnanet- um, og aðeins örfáir hvítir menn nota kínín til þess að lækna malaríu. Herlæknirinn, sem var með mælingamönnunum, komst að þeirri niður- stöðu, að engin ástæða væri til verra heilsufars á þessu landssvæði, ef nauðsynlegra heilbrigðis- reglna væri gætt, en t. d. í Charleston, Savannah, Mobile eða New Orleans. Fólkið, sem þarna hefst við, heldur því fram, að heilnæmara sé að búa þar, sem vatnið er svart, en þar sem það er ljósleitt, og þetta er venjulega satt. Svarta vatnið er súrt, og talið er, að sýrurnar í því komi í veg fyrir flugnaklak VlKINGUR 6S

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.