Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 20
skipstjóranum, var eins og hann væri að bugast, þegar hann leit upp og mætti augnatilliti fyrsta stýrimanns. ,,Nú er það allt um garð gengið," sagði fyrsti stýrimaður. „Það þýðir ekki að sakast um orðinn hlut." „Já, það er nú það, sem ég var alltaf hræddur um," tautaði skipstjórinn. „Hún er lík móður sinni." „Hvað áttu víð?" spurði stýrimaðurinn brosandi. „Það veiztu mjög vel," sagði skipstjórinn snöggt og ræskti sig. „Stattu ekki eins og glópur þarna. Móðir hennar var alveg eins. Ég var líka aðeins annar stýrimaður, þegar við gengum að eigast. En nú skulum við koma upp til mín og drekka skál ungu brúðhjónanna í kampavíni." ENDIR •• Sjómannasaga Vílhjálms Þ. Gís/asonar er komin út Eins og kunnugt er, ákvað Skipstjórá- og stýrimannafélagið Aldan að gefa út rit um sjávarútveg á íslandi fyrr og síðar í tilefni af fimmtugsafmæli sínu á árinu 1943. Af því gat þó ekki orðið þá, en nú er bókin komin. Bók þessi er fyrst og fremst hagsaga og menn- ingarsaga íslenzkrar útgerðar og sjósóknar frá landnámstíð og fram á þessa öld, og er þetta fyrsta tilraunin, sem gerð hefur verið til að semja slíka heildarsögu. Sjómannasagan er mikið rit og vandað að efni og frágangi. í því eru á sjötta hundrað myndir manna, staða, skipa og áhalda. Þar eru birt fiskamörk þau, er sjómenn notuðu áður. Er það í fyrsta skipti, sem slík markaskrá sést á prenti. Þar eru sýnishorn af sjókortum, göml- um og nýjum. Við samningu og undirbúning bókarinnar hafðí höfundurinn sér tíl aðstoðar nefnd, sem kosin var af Öldunni. Hana skipuðu skipstjór- arnir Þorsteinn Þorsteinsson, Geir Sigurðsson, Jóhannes Hjartarson og Guðbjat^tur Ólafsson hafnsögumaður. Við'sögu koma þarna um 1200 menn, sem eru nafngreindir. ísafoldarprentsmiðja gefur bókina út, og er hún prentuð í ísafoldarprentsmiðju. 60 Oryggismál Allmikill styrr hefir staðið um greinaflokk, sem „gamall pokamaður", að nafni Hákon Ó. Jónsson, hefur ritað í Þjóðviljann nýlega. 1 greinaflokki þessum veitist hann harkalega og ómaklega að Vilhjálmi Árnasyni, skipstjóra á Venusi, og Þórði Hjörleifssyni, skipstjóra á Helgafelli, og ber þeim á brýn vítaverðan trassa- skap um öryggisútbúnað og yfirleitt flest það, sem miður má fara hjá mönnum í þeirri stöðu. Það er ekki ætlunin, að kryfja greinar þessar til mergjar hér né heldur að hnekkja þeim stað- leysum, sem þær eru fullar af, enda hafa aðrir . orðið til þess á öðrum vettvangi. Mál hef ur þeg- ar verið höfðað gegn höfundi þeirra, og verða úrslit þess væntanlega birt hér á sínum tíma. Út af blaðaskrifum um þetta mál, þykir rétt að geta þess hér, að Farmanna- og fiskimanna- sambandið hefur stuðlað að því, að flutt verði á Alþingi frumvarp til laga um eftirlit með skip- um. Er það allmikill bálkur, í 79 greinum, sam- inn af nefnd, sem skipuð var af Alþingi á síð- ast liðnu ári til þess að endurskoða lög um eftirlit með skipum, reglugerðir þar að lútandi o. fl. Við samningu frumvarpsins hefur verið stuðzt við samsvarandi löggjöf annarra þjóða, og hefur ýmislegt úr löggjöf þeirra, einkum Norðurlandaþjóðanna og Hollands, verið haft til hliðsjónar. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir allmiklum breytingum frá því, sem nú er. Hinar helztu eru þessar: Almennar reglur eru settar um byggingu, breytingar og innflutning skipa og eftirlit með slíku. Skipaeftirlit ríkisins er eflt og því komið í f astara f orm. Sérstakur dómstóll, siglingadómur, er settur á stofn til þess að dæma í refsimálum út af sjó- slysum og brotum á lögunum og að sumu leyti til að rannsaka slík mál. Refsiákvæði eru hert verulega og réttinda- svipting lögð við brotum. Vonandi hlýtur frumvarp þetta afgreiðslu á næsta þingi. Það er einnig vonandi, að með sam- þykkt þess og framkvæmd verði heflaðir van- kantarnir af núverandi öryggislöggjöf, og að á þeim nýju lögum verði engar smugur, sem gefi tilefni til blaðaskrifa af þessu tægi um eitt hið viðkvæmasta mál íslenzkrar sjómannastéttar. G. 0. E. VtKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.