Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 6
áhrif getur fólk þetta þó allt í einu losnað úr þessari leiðslu, en þá er hætt við að hræðslan fái yfirhönd. FRÁSÖGN ÓLAFS TÓMASSONAR stýrimanns. „Þegar Dettifoss sökk, sýndu allir stillingu og hjálpsemi við björgunina,“ sagði Ólafur Tóm- asson, 2. stýrimaður. Ólafur var staddur í mat- sal yfirmanna, er sprengingin varð. Hann tók eftir klukkunni, því hann átti að fara á vörð kl. 8.30. Var hann að standa upp frá borðum, þeg- ar klukkuna vantaði eina mínútu í hálf níu, og sprengingin varð um leið. Hann fór þegar út í vélarrúm og sá þá, að búið var að stöðva vél skipsins og vélstjóri var að koma upp úr vélar- rúmi. Er hann hafði náð sér í björgunarbelti, fór hann út á þilfar til að gæta að hásetum, en sá þá engan mann frammi á, svo hann fór að björgunarbát þeim, er hann átti að sjá um, sem var 1. bátur, eða stjórnborðsbáturinn miðskipa. Komu skipverjar honum til aðstoðar. Ólafur sá brátt, að ekki myndi þýða, að reyna að koma stjórnborðsbátnum út, þar sem skipið var farið að hallast mikið til bakborða, og fór hann því að bakborðsbátnum og aðstoðaði við að koma honum út. Það vann hver að sýnu verki, segir Ólafur, og ekki sást annað en ró á hverjum manni. Skipstjóri gekk um og leiðbeindi farþegum, hvert þeii' ættu að fara til þess að mest vón væri um björgun. Ég sá alls staðar þar, sem ég leit, að skipverjar voru að vinna að sínum störfum, og allir hugsuðu um það eitt, að geta orðið að liði. Þegar björgunarbáturinn kom í sjóinn, flaut hann aftur með skipinu, því það var enn á dá- lítilli ferð. Skipið hallaðist stöðugt mtira og meira á hliðina, og var erfitt að halda báinum frá skipshliðinni. Nokkrir menn komust í bátinn beint frá skipinu, en sumir köstuðu sér útbyrðis og komust síðar upp í bátinn eða á fleka. Mesta hættan var á, að bátsuglan lenti á bátn- um um leið og skipið hallaðist. Munaði minnstu að svo færi, rétt áður en báturinn komst frá skipshliðinni. Bátsuglan hafði numið við borð- stokk bátsins, en í sama mund skar skipverji á fangalínuna og alda féll undan bátnum og um leið tókst að ýta honum frá skipshliðinni. Þegar skipið sökk, var öll ferð farin af því. Stakkst það niður að framan og sökk þannig, að íslenzki fáninn var það síðasta, sem sást af skipinu, áður en það sökk í djúpið. Seint mun- um við, er þarna vorum, gleyma þeirri sjón. Þeir, sem í björgunarbátnum voru, settust strax undir árar og reru þangað, er skipið hafði sokkið, í þeirri von, að takast myndi að bjarga einhverjum. Tókst það, þar á meðal frú Eugenie Bergin, eins og áður er sagt. Aðeins ein hugsun komst að hjá þeim, sem í bátnum voru, en það var: „Eru ekki einhverjir fleiri? Sjáið þið ekki fleiri.“ En brátt tók að hvessa og fleiri sáust ekki. — 1 björgunarbátnum voru þurr föt, ullarpeysur, yfirhafnir o. þ. h. Var því skipt á milli þeirra, sem í bátnum voru, og kom þetta að góðu haldi fyrir marga, er bjargast höfðu fáklæddir. Það er eitt dæmi, sem ég get sagt frá, segir Ólafur Tómasson, sem mér finnst vera ein- kennandi fyrir hug þann, sem ríkti hjá mönn- um, er slysið bar að höndum. Eftir að sprengingin varð í skipinu, hitti Anton Líndal matsveinn félaga sinn á þilfarinu. Félagi hans sagði við hann. „Ég er björgunar- beltislaus. Hvar á ég að ná í belti ?“ „Hér er björgunarbelti," sagði Anton og tók af sér beltið, sem hann var með og fékk félaga sínum. En sjálfur kastaði hann sér í sjóinn belt- islaus. Þannig vildu allir hjálpa hver öðrum sem bezt þeir gátu. Ólafur rómar mjög viðtökur þær, sem skip- brotsfólkið fékk um borð í hersnekkjunni og eins í landi, er þangað kom. „Dettifoss“ var byggður í Friðrikshöfn í Dan- mörku árið 1930. Var hann 1564 brúttósmálestfr að stærð, með 1500 hestafla vél. Hafði hann rúm fyrir 30 farþega, en gat flutt 1300—1400 tonn af vörum í ferð. Var hann talinn hið traust- asta skip, og var stærstur skipa Eimskipafé- lagsins og gangbeztur allra íslenzkra skipa. Einar Stefánsson var lengstum skipstjóri á Dettifossi. Er hann lét af störfum á árinu 1943, tók Pétur Björnsson við skipstjórninni. I þess- ari síðustu ferð var Jónas Böðvarsson skipstjóri. (Að mestu eftir Morgunbl.) Rausnarlegar gjafir. Á fyrri hluta aðalfundar Stýrimannafólags ís- lands, sem haldinn var á milli jóla og nýárs, var sú ákvörðunar tekin, að gefa úr félagssjóði kr. 5000 — fimm þúsund krónur — til dvalarheimilis sjó- manna. Skipstjórafélag íslands gaf þúsund krónur í fyrra í sama tilgangi, og er Stýrimannafélagið því annað stéttarfélag sjómanna í röðinni, sem gengur á undan öðrum með góðu eftirdæmi. Eiga bæði þessi félög þakkir skilið fyrir rausn sína og örlæti, því vitað er, að gjafirnar í báðum tilfellum mun hafa numið allt aö helming þess fjár, sem þau áttu í sjóði. Vonandi er, að sem flestir fylgi dæmi þeirra. 46 VÍKlNGUlí

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.