Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 26
Knúlur Arngrímsson, skólastjóri: Sjóveldi Púnverja Á útmánuðum árið 332 f. Kr. má sjá austar- lega á Miðjarðarhafi nokkrar fönverskar gal- eiður, er hafa samflot á vesturleið. Þetta eru valin skip og vel mönnuð. Tröllefldir þrælar sitja þar við hverja ár. Þeir eru þungbúnir á svip og þögulir lengstum, en taki þeir að mæla, má heyra orðum bregða fyrir á fjarskyldustu tungum, allt frá málum Armeníu- og Kákasus- þ.jóða í austri til þeirra tungna, sem talaðar eru af Iberum og Keltum vestan við „Súlur Herak- lesar". Yfir hinni marglitu, hlekkjuðu þrælahjörð vaka fönverskir skipstjórnarmenn. Hverjum. sem örmagnast við árina, varpa þeir tafarlaust í'yrir borð, og með bylmingshöggum slá þeir taktinn, svo áralagi sé haldið. Þeir gefa sól og landsýn gætur um daga, en pólstjörnunni um nætur, svo ekki sé vikið af réttri leið. Með vor- inu gefa norðaustanvindar byr í segl, og sól- gylltur særinn freyðir um bógabreiðar gnoðir. Víða hafa þessi skip verið í förum og verið í'ermd og affermd í höfnum eyja og landa út við yztu mörk hins þekkta heims. Og silfurfarma hafa þau flutt og purpuralit klæði. En í þessari ferð er farmurinn léttur, en vandfluttari öllu öðru. Daglega ómar í eyrum skipverja grátur barna og vein og stunur sjóveikra kvenna, því erindi þessara skipa er það, að flytja konur og börn frá borginni Týros í Fönikíu alla leið vest- ur til Karþagóborgar í Afríku. Geigvænlegir atburðir valda því, að þessi för er farin. Alexander mikli situr um Týrosborg og sækir hana af landi og sjó. Þegar Litla-Asía féll í hendur hans og flestar borgir Fönikíu, þar á meðal Sídon, þorðu ekki annað en ganga í lið með honum, hafði kaupmannaaðallinn í Týros að vísu haft vinmál við hann, en synjað honum landgöngu á eynni, þar sem borg þeirra stóð. Týrosbúar höfðu löngum stutt Persakonung með i'lota sínum og vildu mega gera það enn, því þeir óttuðust, að sigur Alexanders gegn Persakon- ungi myndi hafa í för með sér vaxandi afskipti Grikkja af verzlun og siglingum, og myndu þá hinir gömlu gróðavegir Týrosborgar reynast 66 torsóttari en fyrr. Og vestan frá Karþagó höfðu þeim borizt þau boð, að Karþagómenn, sem eínn- ig eru nefndir Púnverjar, hétu stuðningi sinum, ef þeir vildu veita Alexander mótspyrnu. Pún- verjar hétu að fá Grikkjum á Sikiley nóg að starfa, svo Alexander skyldi engin hjálp koma þaðan, bein eða óbein. Auk þess mættu Týros- búar senda konur sínar og börn til Karþagó- borgar í öruggan griðastað. Og þess vegna voru þessi skip á vesturleið. Sá varnagli reyndist heldur ekki sleginn út í bláinn, því eftir sjö mánaða frækilega vörn féll Týros Alexander í hendur. Tvær þúsundir borg- aranna lét hann krossfesta, en 35 þúsund selja mansali. Sú Týrosborg, sem aftur var reist eftir "" þessa hörðu hirtingu, var ekki fönversk, heldur alþjóðaborg, þar sem kliðurinn á hverju torgi bar hellenskan hreim. Konurnar og börnin, sem flutt voru til Karþagó vorið 332, voru því hið síðasta, sem bjargað varð af gömlu Týros. En grátur þeirra, er ómaði það vor út yfir öldur Miðjarðarhafs- ins, er hið eina, er til vor hefur borizt af þús- undum raunasagna, sem þarna hafa gerzt. Aldrei sáu þessi börn feður sína aftur. Aldrei litu þau framar ættborg sína á eynni við Mið- jarðarhafsbotn. En Karþagó veitti þeim viðtöku. Þar biðu þeirra örlög innflytjenda, margvísleg að sjálfsögðu, en þó sennilega líf frjálsra manna meðal fólks, er talaði sömu tungu og hélt við sömu siðvenjum og tíðkazt höfðu heima hjá þeim. Karþagó hafði byggzt frá Týros og átti nú fimm alda sögu að baki. Og hafi hún, eins og ýmsir vilja álíta, erft eitthvað af silfri og gulli Tyrosborgar, er komið hafði verið undan ásamt konunum og börnunum, þá væri synd að segja, að þar hafi arfur fallið tómhentum í skaut, því Karþagó var þá talin einhver auð- ugasta borg í heimi. Silfur og gull eru félags- lyndir málmar'og leita jafnan þangað, sem mikið er af þeim fyrir. Ég hefi leyft mér að hefja þessa frásögn í miðjum klíðum, því hér voru atburðir að gerast, sem telja má með réttu merkileg þáttaskipti í VÍKINGUIl

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.