Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Side 3
furðu. Fréttist og, og skipin hefðu ekki farið
beina leið, heldur komið við í Færeyjum, og er
það óvanalegur viðkomustaður á leiðinni milli
Bretlandseyja og íslands. Mátti því ætla, að
erindið hafi verið brýnt.
Það mun ekki ofmælt, að þegar skipin komu
hingað til hafnar, hafi allir sjómenn, er skoð-
uðu farkostina, orðið hissa — steinhissa. Þetta
áttu að vera varðskip og björgunarskip við fs-
landsstrendur. — Mótmæli bárust þegar, eins
og síðar mun verða vikið að nánar. En þeim
var ekki sinnt. Skipin voru afhent fslendingum
með sérstakri viðhöfn. Ríkisstjórn og alþingis-
mönnum var boðið um borð til að sjá dýrðina
með eigin augum. — Og íslenzki fáninn var
dreginn að hún.
Aö kaupa notu'ö skip.
Fátt mun vandasamara og varhugaverðara
en að kaupa notuð skip, jafnvel þótt nýleg séu,
og ætla sér síðan að hafa þau til allt annarar
starfsemi en þau voru upphaflega smíðuð fyr-
ir. Á því sviði höfum við íslendingar mikla og
dýrkeypta reynslu. Ljótur og langur er listi sá
af skipum, sem keypt hafa verið hingað illu
heilli, vegna þess að við þóttumst ekki hafa ráð
á að kaupa annað og betra. Margar eru þær
miljónir, sem farið hafa í viðgerðir og breyt-
ingar á öllum vandræðakláfunum, áður en þeir
urðu sjófærir eða hæfir til nokkurra nota. En
þó að kaup notaðra skipa séu alltaf varhuga-
verð, gildir það ekki sízt um stríðsbyggingar.
Allra fráleitast er þó að kaupa að lítt athuguðu
máli skip smíðuö á stríðstímum til hernaðar-
þarfa. Þar er að sjálfsögðu ekki tekið tillit til
neins annars en þess, hvað ódýrast er, fljótast
í smíðum og notadrýgst til að vinna þau á-
kveðnu verk, sem skipunum er ætlað að fram-
kvæma. önnur atriði, svo sem aðbúð skipverja
og ending skipanna, koma lítt til greina. Þau
sjónarmið eru ekki höfð í hávegum þegar svo
stendur á, hvað þá aðrir kostir, sem ekki varða
höfuðtilganginn með smíði skipsins. — Þessi
sannindi hefði sendimaður ríkisstjórnarinnar
átt að þekkja.
Varað við kaupunum.
Ekki geta þeir menn, sem staðið hafa fyrir
þessum illræmdu skipakaupum, borið það fram
málstað sínum til varnar, að sjómannastéttin
íslenzka hafi látið málið afskiptalaust og van-
rækt að segja sína skoðun. Jafnskjótt og varð-
bátarnir voru hingað komnir, tók Farmanna-
og fiskimannasamband Islands að líynna sér
hæfni þeirra. Fór fulltrúum þess sem öðrum,
að þeim leizt mjög ógæfulega á bátana, svo að
ekki sé meira sagt. Voru menn almennt stein-
hissa á því, að nokkur maður með sjómanns-
reynslu skyldi hafa ráðlagt ríkisstjórninni að
kaupa slíkar fleytur.
Fáum dögum eftir að skipin voru hingað
komin, ritaði stjórn Farmanna og fiskimanna-
sambandsins ríkisstjórninni bréf, þar sem hún
vakti athygli á göllum skipanna og varaði við
þeim. Var þetta áður en skipin voru afhent fs-
lendingum.
Bréf F.F.S.Í. var á þessa leið:
„Eftir að hafa skoðað hina nýju varðbáta,
sem nýkomnir eru hingað til lands frá Eng-
landi, og ríkisstjórnin hefur í hyggju að kaupa
eða hefur þegar keypt til strandgæzlu o. f 1.,
telur stjórn F.F.S.Í. sér rétt og skylt að vekja
athygli hæstvirtrar ríkisstjórnar á, að bátarnir
eru, að vorum dómi, algjörlega ónothæfir til
veti’arsiglinga hér við land.
Teljum vér æskilegt að gjörð væri tilraun til
þess að fá skipti á þessum bátum og heppilegri
skipum til strandgæzlunnar og björgunar-
starfsins, enda þótt það hafi aukinn kostnað í
för með sér.
Virðingarfyllst.
(Nöfnin).
Því miður virðist ríkisstjórnin, eða viðkom-
andi ráðherra, ekki hafa sinnt aðvörunum þess-
um hið minnsta. Fór hér sem oftar, að ríkis-
valdið gekk þegjandi fram hjá áliti þein’a
manna, sem sjálfsagt var til að leita og við að
ræða. Mætti núverandi ríkisstjórn að ósekju
leggja að nokkru niður þann óvana fyrri ríkis-
stjórna, að ganga með fyrirlitningu á svig við
stéttarsamtök sjómanna þegar fjallað er um
hagsmunamál stéttarinnar. Hefur margur
skaðinn af því hlotizt að sérþekking og kunn-
átta eru of sjaldan hagnýttar, en treyst í
blindni á hetjur skrifborðanna og hinna djúpu
stóla. Er vissulega mál til komið að því verks-
lagi linni.
V esturförin.
Hinn 22. nóv. fór afhending varðbátanna
fram. Að kvöldi næsta dags lagði einn bátur-
inn af stað til ísafjarðar. Hefur sú för orðið
fræg mjög. Vindur var af norðaustri, 5—6
vindstig, og tók ferðin til ísafjarðar 16 klst.
Allan þann tíma voru skipverjar og farþegar
matarlausir, því að ekki lifði í neinu eldfæri.
Létu þeir hið versta af vistinni og fundu varla
nógu sterk orð til að lýsa lélegri sjó-
hæfni skipanna og aðstöðu til vinnu um
borð í þeim. Finnur Jónsson dómsmálaráð-
herra fór sjálfur för þessa. Vestfirðingar hafa
unnið að því rnjög kappsamlega nú í nokk-
ur ár, að safna fé til björgunarskips handa
Vestfjörðum. Fyrir ötult starf hafði þeim tekizt
að ná saman myndarlegri fjárupphæð í þessu
skyni. Nú mun dómsmálaráðherra hafa látið
V l K I N G U R
3