Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Side 7
lendis. Eitt af höfuðskilyrðunum til þess að svo
megi verða, er að settar séu fullkamnar niður-
suðuverksmiðjur á stöðum við eða sem næst
hinum beztu fiskimiðum.
Það er oft spurt: Getur það borgað sig, með
því kaupgjaldi, sem er hér hjá oss? Eins vel
mætti spyrja: Höfum við ráð á að gjöra það
ekki? Það er svo mikill molbúaháttur í sam-
bandi við eitt og annað hjá okkur enn þá. að
slíks eru víst fá dæmi hjá öðrum þjóðum, og
ef eitthvað gengur ekki sem bezt er alltaf sezt
niður til þess að reikna út hvað rnikið sé borg-
að í kaup, hve mikils til of mikið í samanburði
við aðrar þjóðir.
Það er ekki nægilega mikið gjört að því
að taka nútímatækni í þjónustu út í ystu æsar,
og gjalda síðan fólkinu sem að framleiðslunni
vinnur, það, sem fólksins er, svo að það geti
lifað eins Og menn undir því dýrtíðarflóði sem
í landinu er. Kaupgjaldið er afleiðing dýrtíð-
arinnar en ekki orsök.
Hitt væri nær að byggja t. d. verksmiðjurnar
svo fullkomnar að allur flutningur á hráefnum
frá skipum gæti farið fram á böndum, eins og
það nú er í fullkomnustu síldarverksmiðjunum,
í stað þess að þurfa að aka fiskinum um langan
veg í verksmiðjur, sem eru í órafjarlægð frá
sjó. Bakar það framleiðslunni óþarfa kostnað,
svo að nemur tugum króna á hverja smálest,
auk þess sem varan verður fyrir miklum
skemmdum við margfaldan og óþarfan flutn-
ing. Þannig er og háttað með þær niðursuðu-
verksmiðjur, sem eigi hafa kæligeymslur fyrir
fiskinn áður en úr honum er unnið. Þær verða
að kosta ærnu fé til þess að fá hann geymd-
an annarsstaðar, svo að þær geti unnið úr hon-
um síðar, ef nokkuð að ráði berst að. Og því
er það að þessi fyrirtæki, sem ella gætu grætt
fé, berjast ávallt í bökkum, að sagt er. Og þá
er oft sagt: ,,Kaupið er of hátt“. Nei, þennan
forneskju hvolpaburð þarf að leggja niður og
byggja nýjar og fullkomnar niðursuðuverk-
smiðjur með tilheyrandi kæligeymslum, sem
næst góðum bátabryggjum, þar sem hægt er að
flytj a hráefnið með minnstum kostnaði og í sem
beztu ásigkomulagi á staðinn, þar sem vinna á
úr því. Sjómennirnir á fiskifiotanum okkar
eru dugandi menn og afla vel þegar gefur á
sjó og afli er fyrir hendi, og því þarf að launa
þá vel og láta þá sjá einhvern árangur af
starfinu.
Vitamálin.
Á síðasta ári voru veittar á fjárlögum 600
þúsund krónur til vitabygginga og kaupa á
ljóskerum í vita. Af því fé átti að verja ekki
minna en 225 þúsund krónum til Ijóskera í
ákveðna vita, sem þegar hafa verið reistir. Er
þetta allrífleg fjárhæð og sú mesta, sem hef-
ur verið veitt til þessa. Þó eru nú á fjárlög-
um fyrir 1946 700 þúsund krónur, svo að sjá
má, að þessi mál eru að komast á nokkurn rek-
spöl ef vel er á haldið af framkvæmdavaldinu.
En svo undarlega bregður við að engin þessara
ljóskera hafa fengizt ennþá, og má það allund-
arlegt heita, þar eð löngu er liðinn sá tími, er
lofað var að þau yrðu komin til landsins. Svo
mikið skal sagt um þessi mál að þessu siuni,
að það er ekki nægilegt til öryggis að byggja
steinstöpla víðs vegar um landið. Sjómennirn-
ir vilja sjá ljósin á þeim loga í öllu skaplegu.
Þá fyrst er hægt að halda uppi siglingum með-
fram ströndum landsins, með nokkurri von um
öryggi, ef miða skal við þann hraða, sem nú er
krafist á samgöngum hér við land. Áður fyrr
voru ekki vitar, segja ýmsir steinaldarmenn, og
þá urðu fá slys. Því er til að svara, að þá voru
siglingar ekki stundaðar nema lítið að vetrinum,
og ferðirnar tóku margfalt lengri tíma. Auk
þess þótti gott hjá Dönum þótt þeir væru
stundum orðnir mánuð á eftir áætlun, þegar
þeir stunduðu strandferðir hér við land.
I sambandi við vitana má ekki láta hjá líða
að minnast á það, að allar helztu menningar-
þjóðir heims eru að taka upp, þar sem því
verður við komið, raflýsta vita. Það verða allra
beztu og björtustu ljósin með því eðli eða tíðni
er oss hentar bezt, þ. e. föst ljós með blossum,
en ekki mjög tíðir myrkvar, slíkt er mjög óhent-
ugt í snjókomu eða steypiskúrum eins og oft
áður hefir verið sagt. Við skulum ekki hika við
að setja sterkan, raflýsandi vita í nýja sjó-
mannaskólann. Þar er engin hætta á að hann
missi marks af þeim sökum. Allir vitar geta
bilað, og engu síður gasvitar. Mætti og hafa
varakerfi til vitans frá vélasal skólans. Reykja-
vík verður vonandi ekki oft rafmagnslaus í
framtíðinni, þegar kerfið hefir verið aukið og
endurbætt.
Duflahættan.
Ennþá er eigi vitað hvort „tundurduflabelt-
in“ fyrir Vestur- og Austurlandi hafa verið tek-
in upp að einhverju eða öllu leyti, og eigi hefur
heldur verið auglýst hvort óhætt er að leggj-
ast fyrir akkerum á ýmsum stöðum úti á landi,
svo sem á Loðmundarfirði, sem áður hafði verið
bannað. Sjómenn vænta þess, að gefin verði
út tilkynning um þetta efni, svo að vissa ríki
í stað óvissu, því að ennþá eru rekdufl á sveimi
meðfram ströndum landsins og væri gott að
geta gjört sér í hugarlund hvaðan þau kæmu,
vegna hafstraumanna.
Samræming launa.
Eigi verður svo við þessa pistla skilið, að
V I K I N G U R
V