Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Síða 9
AUKIÐ ÖRYGGI
Ný tegund sl<ipsbáta, fullRomnari en áður liefur tíðlsast.
Báturinn settur í sjó.
Svo er hamingjunni fyrir að þakka, að styrj-
öldum fylgja ekki eingöngu ógnir og skelfingar,
rústir og tortíming. Þegar slík meginátök eiga
sér stað, sem styrjaldir nútímans, er orku vís-
indamanna og snillinga jöfnum höndum beint
að gerð nýrra morðvopna og smíði fullkomnari
varnartækja. Hvorttveggja hefur þetta tekið
stærri þróunarstökk í nýlokinni styrjöld en
nokkru sinni fyrr. Beri mannkynið gæfu til að
hagnýta uppgötvanir síðustu ára í þágu frið-
ar og farsældar, munu fjölmargar hagleikssmíð-
ar létta störf þjóðanna og búa öllum almenn-
ingi aukið öryggi og bætta afkomu.
Þegar skipatjónið var sem mest á ófriðarár-
unum, kappkostuðu sérfræðingar allra siglinga-
þjóða að auka öryggi skipa og skipshafna með
ýmsum hætti. Meðal þess, sem tók miklum
breytingum til bóta, var gerð skipsbáta Míf-
báta), og útbúnaður þeirra allur. Allt til þessa
dags hafa flestir skipsbátar verið slæmir í sjó
að leggja, veitt lítið skjól köldum og hröktum
mönnum og verið erfitt að róa þeim eða sigla.
Nú hefur tekizt að smíða báta, sem virðast
búnir flestum þeim kostum, er skipsbátar þurfa
að hafa. Eru það Svíar, sem eiga heiðurinn af
að leysa þann vanda, að öllum líkindum betur
en nokkur þjóð önnur.
Fer hér á eftir stutt lýsing á fullkomnustu
og nýjustu tegund sænskra skipsbáta, Sivart-
lífbátunum svonefndu.
Sivart-báturinn hefur verið reyndur í versta
veðri, haugasjó og storrni, og sýnt greinilega
yfirburði sína. Það er sama hvernig hann kem-
ur í sjóinn, jafnvel þótt kjölurinn komi upp. Að
andartaki liðnu hefur báturinn rétt sig við
án ytri tilverknaðar. Skýlin fremst og aftast
í bátnum veita hröktum mönnum skjól fyrir
stormi og sjó. Seglum er vel fyrir komið, en
auk þeirra er vél í bátnum, örugg og gang-
viss. Þá er og allur útbúnaður til þess að liggja
fyrir drifakkeri, ef veður er svo illt, að ekk-
ert verður áfram haldið. Skrokkur er mjög
sterkur og þolir ótrúlega mikið, jafnvel hörð
högg við skipshlið.
Stærð bátsins og þyngd er þessi:
Lengd 7 m. — Skrokkbreidd 2,60 m. — Dýpt
1,15 m. — Þyngd báts og vélar 2500 kg. —
Þyngd bátsins með öllum útbúnaði 3625 kg. —
Þyngd með 25 mönnum innan þilja ca. 5500
kg. — Vélin er 10 hestafla Bolinder—Munktell
dieselmótor, og ganghraði nál. 6 mílur.
Báturinn undir þilfari er hólfaður í atta
Einu gildir þó
að lcjölurinn
snúi upp. Bát-
ui'inn réttir sig.
sjálflcrafa við á
örslcammri
stundu.
V I K I N □ U R
9