Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Qupperneq 14
nota, því ómögulegt er að segja, og næstum ljótt að vona, að nokkru sinni komi aftur. Þjóð- ir Evrópu hungra. Hundruð miljónir manna á meginlandi Evrópu vilja nú ekkert frekar en fá fisk vorn til matar, þann fisk, sem þær margar hverjar aldrei hafa kynnzt áður. Vér íslendingar höfum einstakt sögulegt tækiæri til þess að kynna öllum þessum þjóðum afurðir vorar á næstu 2—3 árum, öruggir um, að þær neyti þeirra í hverju því formi, sem vér getum komið þeim í til þeirra, og með þeirri trú og reynslu, sem vér höfum á gæðum fiskafurða vorra, þá ættum vér að geta treyst því, að þær þjóðir, sem á næstu árum byrja að neyta þeirra muni gjarnan halda því áfram. íslendingar þurfa að sýna stórhug og dirfsku í þessari markaðsöflun. Forfeður okkar fyrr á tímum fóru á litlum kænum í ófriðlegum er- indagerðum um heimshöf og innhöf og ár Ev- rópu, allt frá Vatnavegum um Garðaríki til Vesturheims og suður til Miðjarðarhafslanda. Það er hlutverk vort að koma fiskafurðum okkar með nýtízku skipum til allra landa Ev- rópu og þeirra landa Vesturheims, sem hægt er að selja þær til. Saltaður fiskur, niðursoðinn fiskur, söltuð síld, niðursuðuvörur, síldarlýsi hert og óhert, síldarmjöl, fiskimjöl, þorskalýsi, allar þessar vörur og ótal fleiri eiga nú vísan markað hvort heldur er á Suðurlöndum, þar sem við seldum saltfisk okkar fyrr, frá Portú- gal til Grikklands eða í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Sviss, Póllandi, Tékkóslóvakíu, Sovét- ríkjunum og Balkanríkjunum, auk gömlu við- skiptalandanna, sem næst liggja- Hvert sem vér getum komið þessum afurðum, þá munu þjóðirnar þykjast hafa himinn höndum tekið að komast yfir þær. Margar þeirra eiga líf barna sinna, jafnt sem fullórðinna, undir því komið, hve mikið þeim tekst að fá af mat og sérstaklega af þeim feitivörum, sem ísland er svo ríkt af. Svo heppilegur tími til myndunar verzlunarsambanda er vart huganlegur. Islend- ingar yrðu að sýna dirfsku og stórhug í slík- um viðskiptum. Þeir yrðu að lána allmiklar fjárhæðir til þess að tryggja að gera þessum þjóðum mögulegt að kaupa af sér. Island yrði að skipuleggja verzlun sína að nokkru með það fyrir augum að gera þeim mögulegt að greiða sér aftur. En framtið vor um næstu áratugi er undir því komin, að þetta tæhifæri sé notað hik- laust og hleypidómalaust. En það verður hins- vegar ekki sagt, að það sé beinlínis heppileg verkaskipting, sem nú viðgengst í verzlun vorri, að nokkur þúsund manna skuli fást við að kaupa vörur, sem við flytjum til landsins og fá á þeim lögboðna álagningu, er gefur þeim marga tugi miljóna króna, en hins vegar skuli aðeins örfáir menn vinna að því að afla mark- aða fyrir mörg miljón króna virði af íslenzk- um fiskafurðum, sem þó því aðeins þykir ráð- legt að framleiða, að markaður sé til. Hér þarf að verða alvarleg breyting á. Tækni, áhugi og atorka við markaðsöflun Islendinga verður að haldast í hendur við sjálfa nýsköpun- ina í sjávarútveginum. Og þjóðin verður að hagnýta vinnuafl sitt einnig á verzlunarsviðinu í samræmi við þær þarfir- En grundvöllurinn að öllu þessu, nýsköpun- inni í sjávarútveginum, og hagnýtingu markað- anna, er sá, að nægilegur fjöldi af íslending- um fáist til að stunda sjóinn. Það er mannaflið og mannvalið eins og alltaf í þjóðfélögunum, sem verður undirstaða alls. Og ætli þjóðin sér að nota þau miklu sögulegu tækifæri, sem hún hefur til þess að leggja grundvöll að þeirri efnahagslegu farsæld, sem nýtízku sjávarútvegur getur veitt henni, þá verður afstaða hennar til sjómannastéttarinnar að gerbreytast. I fyrsta lagi verður að tryggja það, að kjör fiskimannanna sjálfra séu eftirsóknarverð, hvað laun snertir. Launakjörin sjálf verða allt- af eðlilega höfuð aðdráttaraflið, eins og þjóð- félaginu er háttað. I öðru lagi verður að breyta aðbúnaðinum eftir því, sem kringumstæður frekast leyfa. Að- búnaðurinn á fiskiskipunum sjálfum getur batnað mjög frá því, sem nú er. En þó er þeim endurbótum af eðlilegum ástæðum takmörk sett. En á vistarverunum í landi verður að vera gerbreyting. Verbúðirnar, sem meginið af sjómönnum ís- lands á við að búa í verstöðvum ennþá, eru til háborinnar skammar. Það þarfa að reisa fagr- ar og glæsilegar byggingar, þar sem sjómenn geta haft lítil herbergi út af fyrir sig, þar sem fallegir matsalir eru og fullkominn hreinlætis- útbúnaður ásamt góðum setu- og lestrarstof- um, í stað þeirra ófæru vistarvera, þar sem nú er kássað saman fjölmörgum sjómönnum í einu herbergi, þar sem sofið er, borðað o- s. frv. Að- búnaður sá, sem sjómannastéttin nú sætir við vinnu og á landlegudögum, er eins og hann væri gerður til þess að ala upp hjá henni menning- arleysi og setja hana skör lægra en aðrar stétt- ir í þjóðfélaginu. Það er ekki nóg með, að þess- um aðbúnaði við vinnu verði að breyta. Sjó- mannastéttin verður einnig að finna það þess utan, að þjóðin metur starf hennar mikils, sem grundvallarstarf fyrir þjóðfélagið í heild. Við megum minnast þess, íslendingar, að manntap við íslenzka sjósókn hefur löngum verið hlutfallslega álíka mikið og það, sem aðr- ar þjóðir hafa misst í stríðum. Og þótt við von- um, að sjóslysum fækki, þá verður þó sjálft líf sjómannanna vegna aðskilnaðar frá fjölskyldu 14 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.