Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Blaðsíða 18
Grímur Porkelsson:
GAMALL SJÓGARPUR
Árið 1945 er nú senn á enda runnið. Eg er staddur
suður í Hafnarfirði og sit á tali við Bjarna Kristjáns-
son í Félagshúsinu svonefnda. Inni er hlýtt og nota-
legt, allt sandskúrað út úr dyrum og allskyns góð-
gerðir á borð bornar. Húsbóndinn á heimilinu á 85 ára
afmæli í dag. Þótt húsakynni geti ekki talizt vegleg á
nýjasta mælikvarða, þá eru þau fullboðleg hverjum
sem er og umgengni öll og niðurröðun innanhúss og'
utan ber vott um staka reglusemi og myndarskap gömlu
hjónanna, sem þarna eru búin að eiga heima í meira
en 40 ár. Við spjöllum um aila heima og geima, löngu
liðna atburði jafnt og vettvang dagsins. Því að enda
þótt líkamsþrekið hjá afmælisbarninu sé nú ekki orðið
nema svipur hjá sjón við það sem áður var, meðan
hann stóð upp á sitt bezta, þá er hann þó ennþá furðan-
lega minnugur, ungur í anda og fylgist vel með mörgu
því sem nú er að gerast.
„Þið látið talsvert til ykkar taka þarna í Farmanna-
sambandinu“, segir Bjarni, „og vinnið þar mikið og
gagnlegt starf í þágu sjávarútvegsins. Þetta hlýtur
að vera vel séð af löggjafarþinginu, að geta alltaf snúið
sér til faglærðra manna, sem þar að auki hafa kynnzt
hlutunum af eigin reynslu með margra ára starfi á
hafinu. Eg heyri líka að þið styðjið aukningu skipa-
stólsins og bætt vinnubrögð um betri nýtingu sjávar-
aflans af alefli. Þetta líkar mér. Að notfæra sér vél-
tæknina og hugvit nútímans til hins ýtrasta er áríð-
andi fyrir okkur íslendinga ef við viljum fylgjast með
á því tímabili, sem nú roðar fyrir. Þótt vinnan og
starfsemin sé undirstaða allrar velmegunar, þá þarf
þetta að beinast að ákveðnu marki, en hið stefnulausa
strit þarf að hverfa, þar sem aðalhugsjónin er að
þræla og þræla myrkranna á milli án tillits til afrakst-
ui’S. Þú sérð nú hvernig ég er orðinn í bakinu, en það
var heldur engin nýsköpun á ferðinni í ungdæmi mínu“.
Bjarni Kristjánsson fæddist 6. nóvember árið 1860,
suður í Vogum. Foreldrar hans voru hjónin í Garð-
húsum, Kristján og Jóhanna. Föðurfaðir Bjarna var
Jón Ólafsson úr Olfusi. Hann var 46 vertíðir formaður
í Þorlákshöfn. Móðir Bjarna var hálfsystir Péturs
Bjarnasonar frá Hákoti í Innri-Njarðvíkum, en hann
var alþekktur útvegsbóndi suður þar á sinni tíð.
Snemma fór Bjarni að vinna algenga vinnu, en minna
var um skólagöngur. Níu ára gamall byrjaði hann að
taka þátt í sjóróðrum úr Vogunum. Fékk hann að hafa
með sér svolítinn línuspotta, um 100 öngla, og mátti
eiga þann fisk, sem á stubbinn kom. Um fermingar-
aldur fór Bjarni að róa út fyrir sinn keip, og reri upp
frá því á opnum skipum úr Vogunum um 30 ár. Aflan-
um var venjulega skipt í níu staði. Þar af fékk hver
maður sinn hlut, en skipseigandi tvo hluti. Það sem
aflaðist var notað til matar jöfnum höndum, en hitt
var hert. Þó var þorskur saltaður og verkaður til inn-
leggs í verzlunina í Hafnarfirði eða Reykjavík. Út á
þetta var svo tekið það, sem ekki varð án verið. Venju-
Bjarni
Kristjánsson.
lega var róið kl. tvö til þrjú að morgni. Oft var róið
út að Garðskaga, var það um þriggja tíma róður í
logni. Beitt var fjörumaðki, sem grafinn var upp úr
flæðarmálinu.
„Lentuð þið ekki stundum í svaðilförum á þessum
opnu skipum í svartasta skammdeginu?", spyr ég
Bjarna. Hann lætur ekki mikið yfir því, en segir þó
eftir dálitla umhugsun: „Einu sinni man ég sérstak-
lega eftir því, að ég var orðinn þreyttur, þegar í land
kom. Það var á Þrettándanum. Róið var eldsnemma,
eins og vant var, norðaustur fyrir Garðskaga. Ekkert
nesti var haft með og ekkert að drekka, það var ekki
siður. Skömmu eftir að komið var út á miðin, tók að
hvessa af landsuðri. Siglt var með bakborðshálsi undir
Garðskaga. Þegar þangað kom var byrjað að birta og
komið rok. Voru þá seglin felld og lammað á árum það
sem eftir var inn í Voga. Þegar þangað kom var dagur
að kvöldi kominn.“
Árið 1902 fiutu Bjarni til Hafnarfjarðar, reisti sér
lítið timburhús í félagi við annan mann, og þar hefur
hann átt heima síðan.
Með konu sinni, Nikólínu Tómasdóttur, ættaðri af
Vatnsleysuströnd, hafa þau eignazt tvo syni, Jóhann
vélstjóra og Guðleif símvirkja.
Eftir að Bjarni fluttist til Hafnarfjarðar var hann á
þýzkum togara um skeið. Togarinn lagði upp í Hafnai'-
firði, þetta var fyrir heimstyrjöldina fyrri. Fiskiskip-
stjóri var þar Guðmundur frá Nesi. „Þar var gott að
vera“, segir Bjarni. Síðan var Bjarni á skútum um
margra ára skeið. Eg spurði Bjarna hvort hann hefði
aldrei komizt í krappan dans meðan hann stundaði
skútulífið, en Bjarni, sem þótti liðtækur í betra lagi,
meðan hann var og hét og kallaði þá ekki allt ömmu
sína, vildi eyða því tali. Þó varð ég þess vísari, að hann
var á skútunni Castor, sem strandaði á Miðnesi, allir
1 B
V I K 1 N □ U R