Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Page 11
hinni fyrstu langferð sinni, hófst hér á landi kennsla í vélfræði, má segja að þá hafi byrjað að rofa til hjá okkur á sviði tækninnar, þó í smáum stíl væri í fyrstu, en þegar Fiskifélag Islands kom á fót námskeiðum í mótorfræði víðs vegar um landið og þó einkum með stofnun Vélstjóraskólans í Reykjavík, birti af nýjum degi á véjfræðilegu sviði. Tjaldið var dregið frá. íslenzkum vélstjórum og vélstjóraefnum var gefinn kostur á að skyggnast inn í hinn vélræna heim og þeim voru sköpuð skilyrði til þess, að afla ser þeirrar undirstöðumenntunar, er þeim var ætlað að byggja lífsstarf sitt á. Mótornámskeiðin voru aðeins ætluð fyrir þá menn, sem stunduðu vélgæzlu á hinum smærri fiskiskipum. Þar fór því frá byrjun aðeins fram kennsla í verklegri og bóklegri mótorfræði, mið- að við þá þekkingu, sem nauðsynleg þótti til þess að gæta mótora af þeirri stærð, sem í fiski- skipum voru notaðir. Vélstjóraskólanum var hins vegar ætlað að veita þekkingu í eimvélafræði og mótorfræði, svo fullkomna, að þeir sem lykju þar prófi, væru færir um að takast á hendur stjórn eimvéla og mótora af hvaða stærð sem væri í íslenzkum eimskipum og mótorskipum. Dökka myndin sýnir stærð annars aðalmótorsins í m.s. Selandia. Ljósa myndin sýnir stærð nútímamótors me'ð sama hestaflafjölda. Þegar Vélstjóraskólinn var stofnaður, áttu Islendingar ekkert mótorskip að undanskildum hinum litlu fiskiskipum, sem að framan grein- ir. Hins vegar voru þá til hér allmargir eim- knúnir' togarar og Eimskipafélag Islands var stofnað og hafði eignazt tvö myndarleg eim- Aðalmótorinn í m.s. Goðafoss. V í K I N □ U R 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.