Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 2
Gils Guðmundsson VÍKINGURINN 10 ÁRA Sjómannablaöií) Víkingur er tíu ára um þessar mundir. Fyrsta blaöið kom út i júnímánuði 1939. Þeim, sem a'ð blaðinu standa, þótti við eiga að minnast þessa af- mælis með nokkrum hætti. Þótti þá einna ráðlegast, að gefa út stórt blað, með fjölbreyttu efni, og verja nokkru rúmi þess til að líta yfir farinn veg, en gefa þó einnig gaum framtíðinni og verkefnum þeim, sem framundan eru. Hér á eftir verður nú í stuttu máli rakin saga Víkingsins þann áratug, sem hann hefur lifað. Stofnun blaðsins. Farmanna- og fiskimannasamband íslands var stofnað árið 1937, og var fyrsta þing þess haldið dagana .2.—8. júní þá um sumarið. Þeg- ar á því þingi komu fram raddir um stofnun sjómannablaðs. Þorgrímur Sveinsson skipstj. flutti mál þetta inn á þingið. Segir svo í þing- tíðindum: „Fór hann nokkrum orðum um hina miklu nauðsyn þess, að sjómannastéttin ætti sitt eig- ið málgagn, þar sem hún gæti skrifað um sín áhugamál, án þess að vera háð duttlungum pólitískra flokka“. Eftir að umræðum lauk, var máli þessu vísað til fjárhagsnefndai' þingsins. Nefndin athugaði málið, og skýrði Guðmundur H. Oddsson stýrimaður frá niður- stöðum hennar. Nefndin hafði orðið „sammála um nauðsyn þess, að sjómannastéttin ætti sitt eigið málgagn, en þar eð það myndi hafa nokkurn kostnað í för með sér, en aftur á móti væri fjárhagur sambandsins ekki kom- inn á fastan grundvöll, sæi nefndin sér ekki fært að koma með ákveðna tillögu í málinu,! en nefndin vildi leggja til, að stjórninni yrði falið að athuga þetta og koma því í fram- kvæind, ef þess yrði kostur“. Konráð Gíslason áttavitasmiður bar fram eftirfarandi tillögu: „Þingið samþykkir, að þriggja manna milli- þinganefnd verði kosin til að athuga mögu- leika á útgáfu málgagns fyrir sjómenn, og komi það í ljós, að athugun lokinni, að það sé kleift, verði stjcrninni falið að hrinda því í framkvæmd, svo fljótt sem auðið er“. Tillaga þessi var samþykkt, og kaus þingið þessa menn í nefndina: Hallgrím Jónsson, vél-* stjóra, Guðmund H. Oddsson, stýrimann, og1 Ólaf þórðarson, skipstjóra. Á öðru þingi F. F. S. í., er haldið var í byrjun júnímánaðar 1938, gaf Ólafur þórðar- son skýrslu, fyrir nefndarinnar hönd, um und- irbúningsstörf hennar. Af fjárhagsástæðum hafði nefndin talið heppilegra, að leita sam- vinnu við Fiskifélag Islands, um útgáfu tíma- ritsins „Ægis“ í nokkuð breyttri mynd, þah eð sambandið myndi eiga örðugt með að leggja í þann kostnað, sem af útgáfu sérstaks blaðs myndi leiða. Fiskifélagið hafði ekki vilj- að taka þátt í þeirri samvinnu, og virtust nefndinni því ekki önnur úrræði fyrir hendi, en útgáfa nýs blaðs, sem kostuð yrði af sam- bandinu. Benti nefndin á eftirfarandi leiðir í útgáfumáli þessu: „I. Útgáfa vikurits, ein örk í senn, í tíma- ritssniði, með kápu og sérstökum blöðum fyrir auglýsingar. Útgáfa slíks blaðs myndi árlega, kosta um 25 þúsund kr., miðað við 2000 ein- tök og góðan pappír. Er þá reiknað með 5000 kr. í ritstjóralaun. II. Útgáfa vikurits í dagblaðssniði, á ódýr- um pappír. Yrði það að mestu helgað dídgur- málum og fréttum, og því ákveðnara áróðurs- rit. Auglýsingar myndu að sjálfsögðu létta þar stórkostlega útgáfukostnaðinn, er nema myndi um 15 þús. kr. á ári, miðað við sama upplag og sömu ritstjóralaun. III. Þá væri og sú leið, að helminga fyrr- nefndar tillögur, og senda út blað hálfsmán- aðarlega. Kostnaðurinn myndi þó ekki með því verða helmingi minni“. Lagði nefndin að lokum eindregið til, að undirbúningi málsins yrði haldið áfram. Þingið þakkaði nefndinni gott starf, og var samþykkt tillaga frá Henry Hálfdanarsyni, loftskeytamanni, þess efnis, að blaðnefndinni yrði falið að „halda áfram að kynna sér mögu- leika fyrir sameiginlegri blaðaútgáfu fyrir sam- bandsfélögin og vinni nefndin í samráði við stjórn félagsins. Að fengnum nauðsynlegum upplýsingum, V í K I N □ U R 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.