Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 6
manna, hins vegar skemmtiefni í alþýðlegum
stíl. það er því jafnan í mörg horn að líta,
þegar ganga skal frá hverju blaði, og ekki viði
að búazt, að allir kæri sig um allt, sem þar er
birt. í raun og veru hlýtur takmarkið að vera,
það, að hafa fjölbreytnina sem mesta, svo aði
Guðmundur Jensson,
gjaldkeri og afgreiðslumaður frá 1945.
allir sjómenn finni í blaðinu eitthvað við sitt
hæfi. Að því hefur einnig verið stefnt, þótt
árangurinn sé að sjálfsögðu nokkuð misjafn.
Víkingur mun hér eftir sem hingað til gera,
sér far um að ræða málefni íslenzkrar sjó-
mannastéttar öfgalaust, en með fullri hrein-
skilni og djörfung. Verkefnin eru nálega ótelj-
andi. Þráttfyrir það, sem áunnizt hefur á und-
anförnum árum, einkum að því er varðar auk-
inn og bættan skipastól landsmanna, blasa
hvarvetna við óleyst viðfangsefni. Hér skulu
aðeins nefnd fáein af mörgum : Landhelgis-
málið, áframhaldandi efling togara- og kaup-
skipaflotans, stórfelld aukning fiskiðju í land-(
inu, umbætur í vita- og hafnamálum, rekstur
síldarverksmiðjanna, auk margs annars, sem;
of langt yrði upp að telja. Síðast en ekki sízt
þarf að vinna að því öllum árum, að ungir
úrvalsmenn kjósi sjómennskuna að ævistarfi
sínu. Slíkt er brýn nauðsyn þjóðinni allri. Til
þess að svo geti orðið, þurfa sjómönnum að
vera búin betri kjör en hægt er að fá við
margfalt léttari og áhættuminni störf í landi.
Sjómannablaðið Víkingur er jafnan fús til
að birta rökstuddar greinar sjómanna um öll
þau málefni, er stéttina varða, svo og almenn-
ar hugleiðingar þeirra um landsins gagn og'I
nauðsynjar.
Að svo mæltu þakkar ritstjóri Víkings fyrir'
blaðsins hönd öllum þeim, sem lagt hafa því
lið á einn eða annan hátt undanfarin tíu ár.
Þess er að vænta, að blaðið megi í framtíð-
inni njóta sívaxandi stuðnings og velvilja sjó-
mannastéttarinnar. Af sjómannastéttinni er
blaðið stofnað og með henni og fyrir hana vill
það vinna.
íTjmœlki
Kennarinn: — Hvað er átt við með því, þegar svo
er að orði kveðið, að Karl 12. hafi verið einvaldur?
Nemandinn: — Hann lét hvorki þing né stjórn segja
sér fyrir verkum og var auk þess ókvæntur.
★
Jón: — Ég veðjaði við mann að ég skyldi ekki bragða
mat í 14 daga og ekki sofa í 14 nætur.
Björn: — Hvernig fór?
Jón: — Ég vann — því ég át á nóttunni og svaf á
daginn.
★
Filppus prófessor var oft utan við sig. Ðag nokk-
urn mætir hann einum nemanda sínum á götu og
taka þeir tal saman.
Og hvernig líður konunni yðar? spyr prófessor-
inn.
— Ég ei* ókvæntur, herra prófessor, svaraði stúd-
entinn.
Nú jæja, afsakið! En segið mér: Hafið þér
verið lengi ókvæntur?
★
•—- Mangi, segðu honum Palla, ef þú hittir hann, að
flýta sér heim að borða.
— Það skal ég gera. En hvað á ég að segja honum,
ef ég hitti hann ekki?
★
— Mér er sagt, að gjaldkerinn sé strokinn. Ætli
nokkuð hafi horfið með honum?
— Já, kona bankastjórans.
— En ekkert verðmætt?
★
Einhverju sinni stofnuöu Spánverjar dýravernd-
unarfélag. Féiagið þurfti á rekstrarfé að halda, og
komu fram ýmsar tillögur um það, hvernig fjárins
skyldi aflað. Sú lillagan, sem langflestir aðhylltust,
var á þá leið, að slofnað yrði lil stórkostlegs nauta-
ats í gróðaskyni fyrir félagið!
★
Stína litla er átta ára gömul. Mamma hennar er að
því kominn að ala barn og amma Stínu ætlar að
segja henni frá því. Gamla konan kemur nú með
langan og ýtarlegan formála, en eftir miklar vanga-
veltur vikur hún loksins að efninu. Þá hrópar Stína:
Ja, amma mín! Hefirðu ekki tekið eftir þessu fyrr!
146
VÍ KIN G U R