Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 9
12. Nefndastörf og afskipti af byggingu og
fyrirkomulagi í hinum nýju togurum, sem til
landsins hafa komið á síðustu árum. Margþætt
og langvarandi viðskipti við ríkisstjórnir og
Alþingi um þessi og hliðstæð mál.
13. Langvarandi barátta fyrir stækkun land-
helginnar, friðun fjarða og flóa og helgun land-
grunnsins, sem séreignar íslendinga. Þeir, sem
máske ekki hafa skilið þörfina og rétt vorn til
þessara breytinga áður, mundu nú skilja það,
ef þeir ferðuðust meðfram ströndum landsins í
björtu veðri, og sæju alla þá mergð erlendra
skipa, sem eru nú að gjöreyða fiskimiðunum
okkar. Ef eigi verður bráður bugur undinn að
þessari sjálfsögðu réttarbót, verða fiskimenn
vorir, fyrr en varir, að fara að leita á erlend
fiskimið. En þá er eigi víst hvernig fer, en eng-
inn má við margmenni, og ágangur hinna er-
lendu skipa færist sífellt í aukana, sem eðlilegt
er, því hver hugsar um sig. Það er eigi nóg að
hafa góð skip og duglega fiskimenn, við verð-
um líka að hafa svigrúm og frið til þess að
fiskimennirnir geti beitt sér með sem beztum
árangri. Fyrir því er og ávallt tímabært að
bæta og auka landhelgisgæzluna, með góðum
skipum, sem að gagni koma. Það dugar ekki að
horfa í útgjöld við það. Þetta er lífsspursmál,
og hefur ávallt verið baráttu- og áhugamál
F.F.S.I., hvað sem hver segir. En um aðferðir
við gæzluna verða sennilega enn skiptar skoð-
anir, því miður.
H. Fjöldamörg önnur verkefni hefur sam-
bandið haft með höndum á þessu tímabili, sem
mörg hafa verið túlkuð í blaðinu og notið stuðn-
mgs af tilveru þess.
15. Að lokum má benda á, að fyrir atbeina
sambandsins hefur, með viturlegri og réttlátri
túlkun málefnisins af hendi lögfræðings sam-
bandsins, unnizt mikið hagsmunamál fyrir alla
sjómenn. Vannst málið bæði í undir- og hæsta-
vétti. Er svo ákveðið í dómi um málið, að þeir,
ei’ áhættuþóknunar nutu 1947, fái að nokkru
endurgreidda álagða skatta, bæði hjá ríki og
bæjum, að því að vitað er nú. Er um að ræða
mikla fjárupphæð, er saman kemur, og kemur
öllum sjómönnum til góða, sem áður getur, án
tillits til þess hvort þeir eru innan vébanda
vorra eða annara; er ekki nema gott til þess
að vita, að svo er.
Margt fleira mætti nefna, en hér skal láta
staðar numið að sinni.
Víkingurinn er nú 10 ára, en samtökin bráð-
urn 13 ára. Margt skemmtilegt hefur blaðið
thitt á þessu tímabili, og margt, sem hefði mátt
°& getað verið betra. En víst er um það, að
v í K I N G u R
blaðið nýtur vinsælda víðsvegar um landið og
er samtökunum ómissandi.
Það er því að vonum, að maður vilji þakka
blaðinu og þeim, sem mest hafa lagt að sér við
það, bæði ritstjórum, skrifstofustjóra sambands-
ins og afgreiðslumönnum þess víðsvegar um
landið.
Ég hefði tilhneigingu til þess að minnast á
suma grjótpálana okkar, fyrir þeirra stéttvísi
og vináttu, fyrir atorku þeirra að koma blað-
inu á framfæri og fyrir að annast innheimtu
andvirðisins, en á skilvísinni byggist mest. Allir
þessir menn eiga óskipta aðdáun allra þeirra,
sem eigi vilja blaðið okkar feigt, og þakklæti
okkar, sem næst því stöndum. Við látum nægja
að þessu sinni, að þakka þeim sameiginlega, en
margir eru þeir, sem ættu skilið, að þeirra væri
minnzt.
Sterk samtök, gott og fullkomið sjómanna-
blað, gefur stéttinni styrk og áræði til frekari
baráttu fyrir aukinni menningu og fyrir rétti
þeirra, er starfa að hinum erfiðustu viðfangs-
efnum. Sjómannastéttin er að vakna til með-
vitundar um mátt sinn og réttinn til þess að
taka fullan þátt í baráttumálum dagsins, í fullri
vissu um það, að um þá muni, hvar sem þeir
taka til hendinni. Héðan í frá lætur hún ekki
stinga sér svefnþorn í þessum efnum, en mest
munar um ef allir taka á í einu. Verum því sam-
taka og notum blaðið, vinsældir þess og sam-
takamáttinn, svo að alls staðar sé sókn en ekki
kyrrstaða. Til þess að ná þessum árangri, þurfa
samtökin sífellt að vera á verði og vakandi fyrir
hverjum þeim umbótum, er mættu vei'ða stétt
vorri og þjóðinni til gagns. Bitrasta vopnið í
þessum leik er blaðið, ef rétt er á því haldið.
Við þessi tímamót þökkum við Víkingi vökult
starf, og látum í ljós þær óskir, að hann verði
sigursæll og starf hans heillaríkt fyrir ættj örð-
ina á ókomnum árum.
— Hvers vegna giftist hún Sesselja ekki?
— Hún bíður eftir þeim útvalda.
— Hver er það?
— Sá, sem fyrstur biður hennar.
★
— Okkur langar til að líta á svefnstofuhúsgögn.
— Sjálfsagt, en eiga það að vera þægileg húsgögn
eða nýtízkuhúsgögn?
★
— Ég þekki mann, sem var svo nærsýnn, að hann
varð að sofa með gleraugu til þess að geta þekkt menn-
ina, sem hann dreymdi.
149