Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 12
Halldór Jónsson
FLEIRI SKIP, FLEIRI SJÓMENN
Óhætt er að fullyrða það nú, að það var
mikið happaspor stigið hjá Farmanna- og fiski-
mannasambandi fslands, þegar sú ákvörðun var
tekin, að gefa út rit, sem túlkaði einkum áhuga-
mál sjómannastéttarinnar. Það er ekki aðeins,
að þetta málgagn, Sjómannablaðið Víkingur,
sem nú er 10 ára, hafi haft hagsmuna- og menn-
ingarlegt gildi fyrir sjómannastéttina sjálfa,
heldur má fullyrða með rökum, að það hefur
haft heillarík áhrif fyrir þjóðfélagið í heild, og
á ég þar sérstaklega við, auk margs annars,
þann þátt, sem þetta blað hefur átt í því, að
túlka málefni sjávarútvegsins, og þá baráttu,
sem það alla tíð hefur haldið uppi fyrir endur-
nýjun og aukningu fiski- og farflota lands-
manna.
Engum var það kunnara en sjómönnum og
þeim, sem við útgerð fengust fyrir síðustu
styrjöld, hve hörmuleg niðurníðsla varð á skipa-
flota landsmanna og hve illa var á allan veg
að útgerðinni búið. Skilningur ráðamanna þjóð-
félagsins á hag útvegsins og gengi var, vægast
sagt, mjög takmarkaður, og viljinn ennþá veik-
ari en getan til úrbóta.
Þeir tímar eru ekki löngu liðnir, er mönnum
var neitað um innflutning á nýjum botnvörpu-
skipum og þeir jafnvel sektaðir fyrir innflutn-
ing skipa, meðan gömlu skipin voru að úreldast
og týna tölunni. Og sjómenn og útvegsmenn ættu
að vera þess langminnugir, að hag þeirra er
svo bezt borgið, að þeir leggi krafta sína fram
sameiginlega sjávarútvegi og siglingum til hags-
bóta.
Á þessu 10 ára afmæli Sjómannablaðsins
Víkingur er ekki ástæða til þess að ræða að
ráði um liðinn tíma, heldur gera ,sér nokkra
grein fyrir þeim verkefnum, sem framundan
eru, og vil ég að þessu sinni ræða hér stutt-
lega um eitt hið helzta þeirra, sem formað er
í fyrirsögn þessarar greinar, að við eignumst
fleiri skip og fleiri sjómenn.
Á 8. sambandsþingi F.F.S.Í., 30. september
til 10 október 1944, var samþykkt mjög ein-
dregin áskorun á Alþingi, að lögfesta bindingu
þáverandi gjaldeyrisinneigna landsmanna er-
lendis, svo að ákveðnum hluta þeirra yrði ein-
göngu varið til aukningar og endurnýjunar
fiski- og farskipaflota landsins og til kaupa á
vélum og öðru, er með þyrfti til aukinnar hag-
nýtingar sjávarafurða, verksmiðjubygginga í
þágu sjávarútvegsins, hafnargerða og annars,
er sjávarútveginum mætti að gagni koma.
Jafnhliða því að senda öllum þingflokkun-
um þessa áskorun, skrifaði F. F. S. í. öllum
stærstu félagasamböndum annara stétta, og
fékk þau til þess að styðja þessa kröfu.
Um þetta leyti var pólitískt öngþveiti svo
mikið í landinu, vegna ósamkomulags þing-
flokkanna, að ómögulegt virtist að mynda þin&'
stjórn í landinu, en 21. október 1944 tókst Ólafi
Thors, form. Sjálfstæðisflokksins, að mynda
þriggja flokka stjórn, er hafði á stefnuskrá
sinni stórfellda nýsköpun atvinnutækja lands-
manna og viðreisn atvinnuveganna. Og má hik-
laust segja, að aldrei hafi nokkur stjórn af-
rekað jafn mikið á svo skömmum tíma í atvinnu-
sögu þjóðarinnar sem þessi.
í tillögu F.F.S.Í. voru það taldar „lágmarks-
kröfur til aukningar og endurnýjunar verzlun-
arskipaflotans, að keypt verði til landsins eigi
færri en 15 til 20 flutninga- og farþegaskip.
Til aukningar fiskveiðiflotans, að keypt verði
eigi færri en 75 nýtízku botnvörpuskip, og eigi
færri en 200 vélskip“. Greinargerð fyrir þess-
um kröfum F.F.S.Í. má lesa í Sjómannablaðinu
Víkingur, desemberhefti 1944.
Nú getur íslenzka þjóðin, þrátt fyrir ýmsa
örðugleika, fagnað því, að slík stefna var tekin
upp úr styrjaldarfárinu. íslenzku sjómennirnir
starfa nú á nýjustu og beztu fiskiskipum, sem
til eru, og aflaafköst þeirra eru allt að helm-
ingi meiri en áður var, og farmennirnir okkar
sigla á nýjum og stórum farþega- og flutninga-
skipum. En þó er langt í frá að nóg sé að gert
um endurnýjun og aukningu fiskiskipa- og far-
flota landsins.
Það er alveg sérstök ástæða að minnast þess
einmitt nú, að Sjómannablaðið Víkingur verður
að hefja enn á ný mjög sterka og eindregna
baráttu fyrir a. m. k. tvöföldun togaraflotans
á næstu 2—3 árum, hlutfallslegri aukningu far-
skipaflotans og stórkostlegri aukningu á vinnslu
152
VÍ KIN G U R