Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 13
sjávarafurða í landinu sjálfu. Jafnhliða slíkum
aformum verður að vinna ötullega að því, að
sjávarútveginum verði gert mögulegt að safna
sjóðum og tryggja fjárhagslega afkomu sína.
Það þykir máske sumum öfgakennt, að varpa
íram slíkum kröfum nú, en enda þótt fulltæm-
andi rök fyrir sanngildi þeirra verði ekki færð
fram í einni blaðagrein, vil ég þó benda á nokk-
ur atriði að þessu sinni.
íslendingar eiga nú sem stendur 33 nýja tog-
ara, og ákveðið hefur verið að byggja 10 í við-
kót á næstu tveimur árum, þ. e. a. s. eftir þess-
uiri áformum ætti togarafloti okkar Islendinga
að vera 43 skip árið 1952—53, en það er 4
skipum færra heldur en 1925, þegar hér voru
gerðir út 47 togarar. Það sér því hver heilvita
j^aður, að á þessum aldarfjórðungi verður bein-
línis fækkun á þessum stórvirkustu atvinnu-
ia^kjum sjávarútvegsins, ef ekki á að setja
^arkið hærra heldur en nú er gert um aukn-
lngu togaraflotans. Einhver vildi máske benda
a i þessu sambandi, að afköst nýju skipanna séu
^ í K i n g u R
margföld á við þau gömlu, en það fær ekki stað-
izt í samanburði við þá fólksfjölgun, ,sem verð-
ur á sama tíma. Eldri togarana er heldur ekki
hægt að telja með í þessu sambandi, þar sem
áformað er að selja þá við fyrsta tækifæri, og
sem vissulega verður að gerast mjög fljótlega.
Með aukningu fiskveiðiflotans, aukinni
vinnslu sjávarafurða í landinu, vaxandi fólks-
fjölgun, og þar af leiðandi aukinni flutninga-
þörf, er brýn nauðsyn á því að fjölga að mikl-
um mun flutninga- og farþegaskipum landsins,
því þrátt fyrir þau nýju skip, sem við höfum
eignazt, verðum við ennþá að notast við leigu-
skip í stórum stíl, svo að varlega er áætlað, að
við þyrftum að auka farskipaflota okkar um
8—10 skip á næstu 3 til 4 árum.
Jafnhliða aukningu fiskveiðiflotans þarf að
auka enn að mun fiskiðnaðinn í landinu, þar
sem gera verður ráð fyrir að á næstu árum
þurfi að vinna hráefnið meira hér innanlands
en gert hefur verið fram að þessu, enda gerir
það afurðirnar margfalt verðmeiri.
153