Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 22
slíkt próf ei’ ekki sett sem skilyrði fyrir t. d. skipstjóra- eða fyrsta stýrimannsstöðu á varð- skipin. • Inntökupróf eru engin við skólann, en bekkja- próf eru, í íslenzku og stærðfræði milli fyrsta og annars bekkjar farmanna- og fiskimanna- deilda, og í siglingafræði, íslenzku, stærðfræði, siglingareglum, skipagerð, ensku og dönsku, milli annars og þriðja bekkjar farmannadeild- ar. Burtfararpróf fyrir fiskimenn og farmenn cru svo haldin í apríl-maí ár hvert. Inntökuskilyrði í skólann eru þau, að um- sækjandi leggi fram vottorð um % hluta þess siglingatíma, sem krafizt er í lögum um atvinnu við siglingar, til.þess að geta fengið það stýri- mannaskírteini, sem burtfararprófið veitir. Siglingatíminn, sem krafizt er fyrir stýrimanns- réttindi cr: fyrir fiskimenn 36 mánuðir, af þcim tíma mega 18 mánuðir vera á skipum 12—30 rúmh, cn 18 mán. eiga að vera á skipum yfir 30 rúml. og af þeim tíma 6 mán. á skipum yfir 60 rúml. Fyrir fannenn er siglingatími 48 mán. á verzlunar- cða varðskipi yfir 100 rúmlestir og af þcim tíma þarf 12 mán. sem fullgildur háseti, bátsmaður cða timburmaður í utanlands- siglingum, og auk þess 24 mán. á fiskiskipi yfir 30 rúm. Auk siglingatímans verður umsækjandi að leggja fram heilbrigðisvottorð, vottorð frá augnlækni um sjón og heyrn, siðferðisvottorð og vottorð um að hann kunni sund. Námsgrein- ar þær, scm kenndar eru við skólann, eru þcssar: Siglingafræði, stærðfræði, siglingareglur, merkjagjafir með Ijósmorse og merkjaflöggum, mælingar með sextanti, sjómennska, bókleg og verlíleg, sjóréttur, íslenzka, enska, danska, hcilsufræði, landa- og veðurfræði, vélfræði, eðl- isfræði, bókhald og viðskipafræði. Þá æfa nem- endur sund eina klst. í viku og sækja að auki sundnámskeið, þar sem þeir læra m. a. björg- unarsund. Líkamsæfingar iðka þeir tvisvai’ í viku. Nú orðið taka nemendur próf í báðum þessum greinum. Björgunaræfingar með flug- línutækjum eru haldnar mánaðarlega meðan skólinn starfar, og sér Slysavarnafélag Islands um þær. Fastir kennarar við skólann eru nú fjórir, auk skólastjórans, 3 siglingafræðikennarar og 1 tungumálakennari. Auk þeirra starfa svo stundakennarar eftir því, sem með þarf. S.l. skólaár kenndu 16 menn við skólann, og eru þó ekki þar með taldir þeir, sem kenndu þær greinar, er nemendur sóttu utan skólans, þ. e. sund, leikfimi og björgunaræfingar. Stýrimannaskólinn hefur nú yfir að ráða 9 skólastofum á þriðju hæð hússins, 8 eru not- aðar fyrir kennslustofur, en ein fyrir kennara- stofu og áhaldaherbergi. Skólanum voru annars ætluð áhalda- og athuganaherbergi í turni húss- ins, en enn sem komið er hefur ekki verið hægt að taka þau í notkun, þar eð frágangi þeirra er ekki lokið. Er það mjög bagalegt fyrir kennsl- una, því að skólastofurnar eru, yfirleitt ekki heppilegar fyrir athuganir og mælingar í þeim. Á efstu hæð hússins eru heimavistarherbergi, og geta nemendur fengið herbergi leigð með góðum kjörum. Af herbergjunum hefur Vélskólinn sinn á- kveðna fjölda, miðað við nemendatölu. Heima- vistin hefur áreiðanlega orðið til þess, að marg- ir hai'a getað stundað nám við skólann, sem hefðu annars þurft frá að hverfa, vegna hús- næðisörðugleika. Fjöldi nemenda eru utanbæj- armenn, og allir vita, hvcrnig húsnæðismálum Reykjavíkur hefur verið varið undanfarin ár, og hverjum afarkostum flestir hafa orðið að sæta, sem hafa verið svo ógæfusamir að þurfa að leita sér húsnæðis hér í höfuðborginni. Kennsluáhöld hefur skólinn cignazt nokkur á seinni árum, þótt færri séu en þyrfti að vera, þar sem geysimiklar breytingar hafa orðið í siglingatækni frá því sem var, fyrir síðustu heimsstyrjöld. Kaupmáttur skólans er ekki mik- ill, og gjaldeyrisvandræði, eins og allir vita. Ár- lega er þó veitt nokkur upphæð til þcssara þárfa, en hún hrekkur aðeins fyrir ódýrum tækjum. Hin nýju siglingatæki, scm rutt hafa sér til rúms á seinni árum, kosta það mikið, að ekki Irafa verið tök á fyrir skólann að eignazt þau. Landssíminn hefur þó sýnt skólanum þá vin- sernd, að lána honum citt þcssara tækja, Loran- tæki, og var það sctt upp í cinni kennslustof- unni nú í vor. Þá færðu umboðsmenn félagsins Log Company Ltd., London, þeir RicJiard Thco- dórs og Aðalsteinn Pálsson, skólanum nýjan veg- mæli að gjöf, og hraðamæli samskonar og er 1 flestum nýsköpunartogurunum o. fl. ísl. skipum* Siglingatæki það, sem skólann vantar tilfinn- anlcgast, til þess að kennslan geti kornið að serh æskilegustum notum, er Gyrokompás. í hinum nýbyggðu verzlunarskipum okkar og í su,m- um þeim eldri eru nú Gyrokompásar. Tæki þessi eru afar viðkvæm og þurfa sérstakrar gæzlu og meðferðar, ef þau eiga að koma að fullum notum og endast eitthvað, og má ekki láta aðra gæta þeirra en þá, ,sem hafa áður leitað sér fræðslu um meðferð þeirra og gæzlu. Slíka fræðslu er enn sem komið er ekki hægt að veita hér á landi, vegna þess að kennslutækin vantai’. Þeir, sem um þessi tæki eiga að annast, verða því að sækja námskeið utanlands, og standa þa11 víkinguR 162
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.