Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 23
námskeið yfir víðast hvar tvær til þrjár vikur. Skípafélögin munu, að því er ég bezt veit, kosta stýrimenn sína til þess að sækja slík námskeið. Ef skólinn hefði yfir að ráða fullkomnum Gyro- kompás, mundu þeir, sem útskrifast úr far- mannadeild, að sjálfsögðu fá kennslu í meðferð og gæzlu kompássins, og væru. þá ávallt fyrir hendi menn á skipunum, er gætu tekið þennan starfa að sér. S.l. vetur keypti skólinn lítið Gyroskop, nauð- synlegt tæki við útskýringar á þeim lögmálum, er kompásinn sem siglingatæki byggist á. Um hagnýta kennslu getur þó aldrei orðið að ræða við skólann í þessari grein, fyrr en hann fær Gyrokompás. Hin aukna tækni á sviði siglinga- færðinnar krefst aukinnar þekkingar. Það er mikið gleðiefni, að sjá ný, íslenzk skip koma til landsins, hvert eftir annað, útbúin ný- ustu siglingatækjum, en til þess að þau tæki komi að fullum notum, þarf menn, sem hafa þekkingu á að fara með þau. Hinn sjálfsagði vettvangur til þess að veita þá þekkingu, er að mínu áliti Stýrimannaskólinn, en til þess að það geti orðið, verður skólinn að eignast nauðsyn- leg tæki til kennslunar. Bókleg fræðsla eingöngu á því sviði dugir ekki. Ég vona, að enginn taki orð mín svo, að ég sé með þeim að gefa í skyn, að þeir yfirmenn, sem nú eiga að sjá um hin nýju siglingatæki i skipunum, séu ekki starfi sínu vaxnir. Tækin hafa yfirleitt reynzt vel, og ber það Ijósan vott um að þeir, sem með þau fara, séu fyllilega færir um það, enda hafa þeir leitað sér aukinnar fræðslu til þess starfa. Það, sem ég á við, er eingöngu, eins og áður er tekið fram, að æskilegast væri að Stýrimannaskólinn gæti veitt þá fræðslu. Nokkrir sjóðir heyra skólanum til, og eru þeir þessir: 1. Styrktarsjóður nemenda Stýrimannaskól- ans i Reykjavík, stofnaður 1921 af nem- endum skólans. Nemendur leggja árlega í sjóðinn, og er ársgjaldið nú kr. 10,00. Til- gangur sjóðsins er að styrkja þá nemend- ur, er fyrir veikindum verða meðan þeír dvelja í skólanum. 2, Verðlauna- og styrktarsjóður Páls Hall- dórssonar skólastjóra, stofnaður af göml- um nemendum Páls Halldórssonar fyrrv. skólastjóra Stýrimannaskólans. Tilgangur sjóðsins er: 1 fyrsta lagi, að verðlauna þá nemendur, er að dómi sjóðsstjórnar hafa sýnt frábæran dugnað og reglusemi við námið. í öðru lagi, að styrkja fasta kenn- ara skólans til þess að leita sér fræðslu erlendis um nýungar á .sviði siglingafræð- innar. vÍKINGUR 3. Styrktarsjóður Ingvars Guðjónssonar, sem ættingjar Ingvars heitins Guðjónssonar útgm. gáfu til minningar um hann. Til- gangur sjóðsins er að styrkja fátæka nem- endur, meðan þeir eru við nám í skólanum. 4. Korta- og bókasafnssjóður, .sem frú Ágúst- ína Viggósdóttir og Þorgils Ingvarsson, bankafulltrúi, gáfu til minningar um son þeirra, Viggó, er var nemandi í skólanum, en fórst með e.s. Heklu. Tilgangur sjóðs- ins er að hjálpa nemendum til þess að eignast kennslubækur og sjókort. 5. Gjöf Geirs Sigurðssonar, er gamlir nem- cndur Markúsar heitins Bjarnasonar hafa safnað í til þess að reisa brjóstlíkan af honum í skólanum. Líkanið á að vera til- búið á 100 ára afmæli Markúsar, sem er nú í haust. 6. Gjöf frá dánarbúi Elísabetar Gunnarsson. Gjöfinni skal varið til kaupa á bókum, kennsluáhöldum eða öðrurn munum í þarfir skólans, í sambandi við byggingu nýs skólahúss. 7. Áheitasjóður Sjómannaskólans. Árið 1941 átti Stýrimannaskólinn 50 ára starfsafmæli. Að tilhlutun Friðriks V. Ólafs- sonar, skólastjóra Stýrimannaskólans, var gefið út rit í tilefni þessa afmælis. „Stýrimannaskól- inn í Reykjavík 1891—1941“. Einar heitinn Jónsson mag. art., þáverandi tungumálakenn- ari skólans, samdi ritið, og er í því samankom- inn mikill fróðleikur um sjómannafræðslu hér á landi frá fyrstu tíð. Ritið er samið af þeirri vandvirkni og nákvæmni, er einkenndi öll verk Einars heitins. Einar lézt árið 1947. við skyldu- störf sín í skólanuih, og var það 26. árið hans sem kennari við skólann. Sama ár lézt annar fastur kennari skólans Guðmundur B. Krist- jánsson siglingafræðikennari og hafði hann kennt við skólann 39 ár. Vegna mannkosta, þekkingar og frábærra kennsluhæfileika hafa báðir þessir menn getið sér varanlegan orðstír i sögu skólans. Drykkjarvatnið í þorpinu var ákaflesa vont, bland- að rauðamýri og öðrum óhreinindum. Borgari nokk- ur, sem blöskraði þetta óholla skólp, tók sig ein- hverju sinni til, hellti sýnishorni á flösku, sendi það héraðslækninum, sem átti heima i næsta þorpi, og bað hann að rannsaka það. Skömmu seinna fékk liann svohljóðandi svar frá lækninum. — Ég get glatt yður með því, að þvagprufan, sem þér senduð mér, sýnir að þér eruð gallhraustur í nýrunum. 163 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.