Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 27
jarli sínum. Ég var hræddur við þessa teg- und sjávardýra, því að fóstra mín sagði, að ef þeir hefðu sand undir hreifmn, væru þeir fljótir að hlaupa, og gætu grandað börnum. Umhverfis mig angaði allt af lífi. Allir virt- ust una vel hag sínum, nema ég. Og hvað var aó? Gat nokkur haft það betra, sérstaklega á þessu augnabliki? Skyldi fólkið við heyann- irnar hafa það eins gott, það, sem þurfti dag eftir dag að berja skrælnaðar þúfurnar, eða öfundaði ég kannske kvíaærnar, að hafa verið stíað frá lömbunum og sviptar öllu frelsi, með því að ódæll strákur var alltaf á hælunum á þeim ? Nei, sannarlega öfundaði ég hvorugt þetta, en einhver brennandi þrá greip iuiga minn í sambandi við sjóinn. Hann hafði að vísu heill- að mig áður, en aldrei eins og nú. Skipið, sem fór fyrir framan bakkana með tvo báta í taug, átti sterkastan þátt í því, hvað mig langaði til að vera orðinn stór og geta tekið þátt í því starfi, sem fram fór á sjónum. Tengslin milli mín og skipsins þennan dag voru svo sterk, að mér fundust slög vélarinnar berja í takt við hjartað í brjósti mér, mennirnir á sjón- um voru einu mannverurnar, sem ég vildi líkj- ast, — og ég hét því að verða sjómaður. Árin liðu, tíðindalaus að mestu. Ég var scx- tán ára, þá cr ég réðist á hákarlaskip frá Ak- ureyri, „Flink“ að nafni. Hann var 26 smá- lestir að stærð, vélalaus, mcð seglum. Ekki liirði ég um að nefna nöfn skipverja, annara en þeirra, er ég tcl koma eitthvað við sögu. Skipstjórinn hét Björn Jónsson frá Karlsstöðum í Fljótum, nokkuð á sjötugs aldri, bezti viðkynningamaður og lista sjómað- ur. Stýrimaðurinn var Guðmundur Benedikts- son, hann var ungur og lítt reyndur, en bezti félagi. Hásetar voru tíu, eða alls tólf á skip- inu. Við lögðum af stað fi'á Haganesvík seint uni kvöld, með flóabát, sem gekk milli Skaga- Ijarðar og Eyjafjarðar. Ferðin gekk að ósk- um, enda gott veður og livergi koniið við á, leiðinni. Rennt var að bryggju á Akureyri klukkan tvö daginn eftir, og þustu þá allir skipverjar um borð í þetta blessað skip, sem utti að verða okkar fljótandi heimili. Það stóð a stórum malarkambi, og hafði verið þar síð- um miðsumar. Á meðan hásetarnir voru að velja sér legui'úm í lúkarnum, stóð ég eins; °S glópur á dekkinu og var að virða fyrir mér' hina risastóru og sterklegu byggingu skips- his, það var ekki laust við að ég fyndi tií ■uinnimáttarkenndar, ef við þyrftum að róai þessari hafborg með árum, því að ég sá enga V í K l N □ u R vél og ekkert segl, aðeins beran og grútugan skipsskrokkinn. Ég snaraði mér ofan i lúkar- inn og heyrði mér til mestu ánægju, að karl- arnir rifust um að fá mig fyrir rekkjunaut. Mér datt í hug að gaman væri að vera í svonai góðu yfirlæti hjá þessum miklu mönnum, — annars komst ég að því seinna, að þetta var ekki af einskærri umhyggju fyrir mér, heldur hitt, að ég var yngstur og allt þröngar tveggja manna kojur, og þá kannske hægt að ganga á minn rétt frernur en hinna, en ég held að þessi hugmynd þeirra um mig hafi ekki rætzt, og verður síðar að því vikið. Daginn eftir var farið að útbúa skipið, og kom það í minn hlut og fleiri viðvaninga að draga að það, sem við þurfti, aðrir slóu, undir seglum, stungu saman kaðla, spýttu mórauðu og örguðu á okkur, eða sérstaklega mig, mcð svona fyrirskipunum; „Þarna þú, pjakkur, réttu mér jómfrúna á bóndikkanum“. Satt aði segja kom mér ekki kvenfólk til hugar á þess- um stað, ég stóð og glápti á þessa mannveru, hélt að hann væri sjóðandi vitlaus. „Þú ert asni“, hvæsti gamli maðurinn, um leið og hann stóð upp og gekk fram þilfarið og kom með eitthvað í hendinni, sem líktist snældusnúð. Nú, þetta er jómfrú til sjós, hugsaði ég, mérl var ekki meira en svo um karlinn, ég hljóp og snerist fyrir hina, scm vissu mikið og gátu allt. Um kvöldið fóru allir félagar mínir á her- samkomu. það þótti nauðsynlegt að kasta af sér áhyggjum og hversdagslegu þrasi, til þess að komst í guðlegt samband við menn, sem kunnu hin réttu tök á eilífðarmálunum, ekki sízt ef þetta skyldi verða okkar síðasta ferð hér megin grafar. Á fimmta degi var skipið sett fram. Mér fanst þá skipasmiðurinn og setningsstjórinn, B.iarni Einarsson, gera sannkallað kraftaverk. Enda þótt liann væri ekki einn við þessa galdra, þá stjórnaði hann öllu verkinu. Við höfðum einnig verið lögskráðir þennan dag, og eftir þeim pappírsgögnum mátti enginn fara frá skipinu nema með leyi'i skipstjóra. þctta braut ég í fyrstu, til þoss að storka þess- um siðavöndu postulum, og gerði ég það i skjóli þess, að skipstjórinn var sérstaklega beðinn fyrir mig, og þá hélt ég mér liðist allt. En það fór á annan veg, samt var hann mér mjög góður, og gegndi ég honum af virð- ingu, en ekki þrælsótta. Um kvöldið tókum við út það, er með þurfti til skipsins, og var allt tilbúið um miðnætti. Svaf ég illa um nóttina, af ferðahug. Ég hafði veður af því að fara ætti kl. átta næsta morg- un, og það brást ekki, því að mótorbátur rauf 167

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.