Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 30
frá slysum, en skipstjórinn varð of seinn; lenti hann í löðrinu og fékk mikinn áverka á höfuðið, svo að hann féll í ómegin og var bjargað á síðustu stundu frá drukknun. Ekki kom sjór, sem heitið gat,. ofan í skipið, annars fór flest úr lagi. Eftir atburð þennan lagðist nokkur kvíði að mannskapnum, því að við töldum Björn ekki til stórræða eins og' komið var, og þar við bættist, að stýrimaður- inn var ungur og lítt reyndur. Margt var talað, en allar ráðagerðir runnu út í sandinn. Þrátt fyrir áfall Björns, átti. hann hug minn allan, svo að ég hafði engan taugaóstyrk, en það út af fyrir sig hefur aci sjálfsögðu orsakast af því, hvað ég var ungur og því ekki eins skyggn á þá hættu, sem yfir okkur vofði. Seint um kvöldið fengum við þá frétt hjá stýrimanninum, að Björn væri kominn til sjálf sín og gæti orðið að liði ef með þyrfti. Klukkan fimm um morguninn fengum við annah brotsjó, sem orsakaði það, að önnur legufestin slitnaði og skipið fór á rek. í þess- ari svipan kvað við óp mikið, að allir ættu aðl koma á þilfar, okkur væri að reka á svokall- aða Mpsvíkurboða. þar eru hrikaleg sker, seml ganga langt í sjó fram. Allir þustum við upp, og sáum hvar skipstjórinn var að berja klaka, af stýristaumunum. Hann var í peysu, ber- höfðaður, i tréklossum, með sáraklút um höf- uðið. Sumir fóru að negla segldúk yfir manna- plássið og enn aðrir að berja klaka ai' stögum og seglum. í fyrstu kom engin fyiúrskipun frá Birni skipstjóra, og við það ókyrrðust mennirnir, vissu ekkert hvað gera átti, jafnvel héldu þeir Björn ekki með réttu ráði, og fóru þess á leit við Pétur háseta, að hann tæki við stjói'n skipsins. Meðan á þessu þjarki stóð, hélt ég mér í skipsbátinn, grúfði mig niður og las. faðir vorið með meiri alvöru en í Eyjafirðin- um forðum. Ég var berhöfðaður, vettlinga- laus, votur og kaldur, leið reglulega illa, öf~ undaði ekki sjálfan mig og því síður félaga. mína, sem einhvei' ábyrgð hvildi á. Mér var nú ljósara en áður, hvað sjómennirnir verða að þola; mig langaði til að vera kominn heirn,, ég öfundaði fólkið í landi. Einhver orðasenna varð á milli skipstjórans og Péturs, sem ætl- aði að taka við stýrinu, en Björn sagði: — „Berðu skipanir mínar til mannanna og sjáðu um að þeim verði hlýtt, þá skal ég bjarga því, sem bjargað verður“. Við þetta færðist líf í þá, sem eitthvað gátu, og gerði nú hver sem hann gat. Stórseglið var dregið upp, og við þáð fékk skipið dálítinn skrið. Festinni, sem við héng- um í, var rennt fyrir borð. Hann hafði gengið í norðrið, og þar af leiðandi ekki eins mikill beitivindur þangað, sem ferðinni var heitið. Skipstjórinn sagði hverjum að vera við sitt verk, og eftir litla stund vorum við komnir langt austur á víkina, eða á móts við sandinn; skipinu var þá kúvent, og flaug það undan stormi og stórsjó með heljar afli upp í fjöru. Eftir strandið hallaðist skipið nokkuð, og torveldaði það björgun; þó tókst að koma létt- bátnum á flot, með manni og líflínu, og komst báturinn með hvort tveggja klakklaust til lands. Síðan fórum við allir í land á línunni, björgunin gekk vel,. að öðru leyti en því, aðl einn hásetinn fékk högg í andlit, þegar verið var að koma bátnum fyrir borð. Fjöldi manna hafði komið á strandstaðinn, og sýndu þeir mikinn dugn’að og fórnfýsi. Okkur var skipt niður á þorpsbúa og fengum við allir beztu viðtökur. Björn hafði í mörg ár verið skipstjóri á FJink, og heyrði ég marga tala um það, að enginn kynni betur að fara með það skip en Björn í Karlsstöðum. það var líka fullsannað, að hæfileikar Björns hafi notið sín bezt, þegar Flink með þandar voðir klauf æstar öldur hafsins, og þá þurfti líka stundum haukfrán auga og slynga hönd til þess að verða ekki undir í fangbrögðum Ægis. Þetta var síðasta sjóferð Björns. Hann andaðist árið eftir. Með strandi þessu hafði Flink líka runnið skeiðiti á enda. Sæmundur Auiíuníison, liinn aflasæli slcipstjóri ó topar- tmum Kaldbák frá Akureyri, um borö í slcipi sívu. Kaldbalcur aflaöi á árinu II)/,S 3887 smálestir af fiski, og seldi fyrir 1 (13 jiús. sterlingspund. 17D VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.