Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 32
fremstu nasir við sjóinn. Sjónaukar voru á lofti, skimað rannsakandi. Og dagsbirtan hvarf til vesturs. Rannsóknarleiðangurinn kom til baka, hafði ekki komið auga á neitt kvikt á skipsfjöl. Fróð- ir menn víðreisulir fullyrtu, að reykháfsmerki skipsins væri norskt. Einn piltur, fráneygður, stóð á því fastara en fótunum, að nafn þess væri Ada frá Bergen. Hrólfur gamli velti vöngum, saug fast upp í nefið og bölvaði kröftuglega loddaraskapnum í heimsmálunum. Voru Norsarar ef til vill komn- ir í stríð við dauðann eða djöfulinn og það án þess, að froðusnakkarnir í íslenzka ríkisútvarp- inu hefðu nasaþef af þeim viðburðum? Síðar um kvöldið steytti skipið á skeri skammt undan landi. Eldurinn hafði fölskvast. Hrólfur gamli fylgdist með því sem gerðist og sendi menn á vettvang. Þeir skutu flugeldum og hrópuðu fullum hálsi til að vekja athygli á nærveru sinni. En þeir fengu ekkert svar. Út- hafsaldan stundi við ströndina. Svo kom helli- regn, síðustu glæðurnar lognuðust út af í skips- flakinu, og nóttin varð blindfull af myrkri. Næsta morgun var árla risið á fætur. Loft var ennþá drungalegt, gekk á með smá- skúrir. Það hafði þyngt í sjóinn. Skipið hékk á naggnum en hafði liðazt í sund- ur um miðjuna undan eigin þunga. Rastir af ýmsu dóti, sem flotið hafði frá skipinu, lágu víðsvegar í flæðarmálinu í nánd við strandstaðinn. Þar kenndi margra grasa: Ómálað fóðurkorn var í byngjum, kurlað timb- urdrasl, fatnaður, ýmiskonar lausamunir, sem farmenn allra þjóða myndu hafa í vörslum sín- um. Nokkrar stórvaxnar kindur, suðrænar á svip með geysilegar rófur, höfðu drukknað þarna í fjörbrotum Atlantshafsöldunnai- og skolazt með öðru rekaldi upp í sandinn. Nafn skipsins blasti við á stefni þess og stað- festi þær getgátur, sem komið höfðu fram kvöldið áður. Norski fáninn var málaður á síð- ur þessarar brennifórnar villimennskunnar. ■ En þetta var leyndardómsfullt skip. Þarna hreykti það á skei-inu, þó að það væri gliðnað og sýnilegt að í næsta brimróti sigi það í vota gröf hafsins, þá var eins og það ögraði örlög- unum með kaldhæðnislegu drembilæti. Og ýmsir hlutir bentu til þess, að þarna væri ekki allt með felldu; — jafnvel menn, sem engum hefði dottið í hug að kveðja til leyni- lögreglustarfa, fóru að efast um sannleiksgildi málningarinnar á skipshliðinni. Lítil fjöl, merkt „Emden“, tók af gruninn. Einhverjir herfræðingar í hónum upplýstu, að það væri nafn á hersnekkju, sem þýzku nazist- arnir ættu. Var herskipið, sem brenndi á Norð- manninn ef til vill frá Þjóðverjalandi? Einhver, sem mundi dálítið hrafl úr landafræðinni, hélt því hins vegar fram, að þetta væri nafn á borg við Norðursjó, og þaðan myndi strandaða skip- ið vera. Nokkru seinna fannst póstkort, sem þótti styðja þá skoðun. Bréfspjaldið var þýzkt, skrifað í Emden til sjómanns, sem sigldi um heimshöfin — falleg kveðja frá stúlkunni hans. Næsta dag var veður kyrrt, norðankæla og dá- lítill froststirnandi. Um nóttina hafði afturhluti skipsins mjakast af skerinu og sokkið. Hrólfur gamli sendi pilta sína til að athuga, hvort bát væri leggjandi að þeim parti skips- ins, sem enn var ofansjávar. Það var fróðlegt að rannsaka flakið, þar myndu finnast gögn, sem sýndu, hvaða skip þetta hafði verið. Og ef til vill væru þar verðmæti, sem fengur væri í að flytja að landi. Og Hrólfur gamli rifjaði upp minningar: Þegar hann reri í gamla daga, þá var stundum laumast í franskar duggur, tekið á móti bréfum, sem fransararnir skrifuðu kerlingunum eða kærustunum, og þegið að laun- um biskví og whiský. „Já, maður. Ef til vill er konjak og alls konar andskotans mix á sneysafullum ámum þarna rétt við nefnið á helvítis hreppstjóranum. Það er ekki úr vegi að ganga úr skugga um það alveg tafarlaust“, sagði gamli maðurinn glottandi. Og piltar hans fóru á strandstaðinn. Hrólfur gamli treysti sér ekki með þeim, lét nægja að ragna gigtinni. Hann klöngraðist upp á hana- bjálkaloft, glápti þar í eineygðan sjónauka. Og strákarnir réðust til uppgöngu í flakið. Sæsi var fjarska sakleysislegur í dag, tæplega að lóaði á steini. Hrólfur gamli skreiddist af loft- inu og tók sér miðdegisblund. Hann hrökk upp við umgang og hávaða, hlátra og dularfullt hvísl. Þeir voru þá komnir. Hrólfur gamli glaðvaknaði á augabragði og setti sig í viðeigandi stellingar til þess að hefja yfirheyrslurnar. „Funduð þið brennivín?" „Nei, ekki deigan dropa. Það lítur helz't út fyrir, að allir skipverjar hafi verið templarar“. „Helvítis dónarnir. En er ekki dálítið af grafsi í dóllunni?" „Jú, jú, blessaður góði. Þar eru kynnstur af niðursoðnum matvælum, málning, fatnaður, ýmiskonar áhöld, stólar, skrifborð, og heill hell- ingur af köðlum“. „Já, maður. En hvaðan kom koppurinn?" „Hér er farmskrá skipsins, og þetta er dag- bókin“. Hrólfur gamli leit á pappirana, fletti blöðum og rýndi i lesmálið. 172 V I K I N □ LJ R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.