Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 33
„Hvur djöfullinn skilur þetta?“ „Það er auðvelt að ráma í aðalatriðin: Dall- urinn hefur verið að koma frá Suður-Ameríku. Skipstjórinn skrifar síðast í dagbókina, þegar hann siglir fram hjá Ingólfshöfða. Fáum tím- um síðar verður hann fyrir árásinni". „En hverrar þjóðar var helvítið?“ „Við fundum mynd um borð. Hún hefur fall- ið af veggnum í borðsalnum og lá með öðru rusli á gólfinu. Kannastu ekki við þennan hjá- guð? Veiztu ekki hverjir dýrka hann?“ Hrólfur gamli tók við myndinni. Það var mynd af Adolf Hitler, ríkiskanzlara Þýzkalands. „Svo var líka svín þarna um borð“. „Svín?“ „Já, lifandi svín“. „Var ekki fleira í kollunini ?“ „Jú, ég held nú það. Englendingum hefur heldur brugðizt bogalistin, þegar þeir rannsök- uðu skipið. Við fundum sem sé „foringjann“ sjálfan þarna í flakinu“. „A-a ?“ „Við lóguðum svíninu, — en handtókum for- ingjann. Hann var sannarlega ekki á marga fiska, eins og eðlilegt er, því að það, sem hann hefur orðið að þola síðustu sólarhringana, hef- ur reynt á taugarnar. Það eru ljótu lætin þarna á skerinu. Og í hvert skipti, sem alda skall á skipsflakinu, veinaði foringinn æðisgenginn. Það voru, ófögur hljóð ... Hérna hefurðu hetj- una . . . Finnst þér hann ekki líkur sjálfum sér ?“ Hrólfur gamli glennti upp skjáina, hallaði undir flatt og mælti eftir stundarþögn: „Já, maður, satt er það. Ljótur er hann. Hann er lúpulegur, eins og parrökuð kvíarolla. Mikill djöfull er að sjá kvikindið. Hann er tannlaus“. „Já, foringinn hefur sennilega fallið úr stiga og komið niður á trantinn, þegar hann var húsa- málari í Austurríki. Og svo hafa þeir rifið af honum neglurnar, þegar trúnaðarmenn lýðveld- isins tóku hann fastan fyrir nazistaáróður í Miinchen“. „Já, það er ekki furða, þó að skepnan sé grimmileg", sagði Hrólfur gamli. „Hann hefur komizt í tak við óskafna barbara. En við látum greyið lifa“. Og á hinu lýðræðissinnaða heimili Hrólfs gamla eru ákvarðanir hans þrungnar sannfær- ingarkrafti einvaldsins, orð hans eru lög. Um kvöldið var þessi fréttaklausa í Lundúna- útvarpinu: „Enska herskipið „Royal Pindi“ hefur sökkt þýzka kaupfarinu „Berthu Fisher“. Skipshöfn- m hafði opnað botnhlera skipsins, svo að ekki V í K I N □ U R reyndist fært að sigla því til hafnar. Þýzku sjómennirnir eru nú í haldi í „Royal Pindi“. Um hádegi daginn eftir. Berlínarfréttir: „Þýzka herskipið „Deutschland" hefur sökkt ensku tíu þúsund smálesta skipi „Royal Pindi“, sem var á varðbergi á siglingaleiðum á noðan- verðu Atlantshafi, í nánd við fslandsstrendur. Skipið sökk á örfáum mínútum með manni og mús“. Hrólfur gamli dæsti. Augnablik brá fyrir við- kvæmni í huga hans — skyndimyndir: Sökkv- andi skip ... skipshöfnin fylgir því í helsog- inu ... niðri í skipinu eru fangar innibyrgðir í þröngum klefa ... í sumar skrifaði ung stúlka einum þeirra heita ástartj áningu á bréfspjald ... hún sér hann aldrei framar... aldrei framar. Hrólfur gamli fór að staulast um gólf, ræskti sig hressilega og mælti glottandi: „Helvíti er hann skynsamur, já, það er nú djöfull. Ef hann hefði látið Enskinn taka sig hérna við sandinn, þá hefði hann nú verið kom- inn til andskotans. Haldið þið, strákar, að það sé munur fyrir hann að flatmaga þarna á legu- bekknum? — Já, Hitler er sannarlega vitur — alveg bráðgáfaður“. Næstu daga var hreppstjórinn með borða- lagða húfu — tákn embættisins. Hann hafði nóg að gera. Varningur og vogrek frá þýzka skipinu var sett undir hamarinn. Og þarna safn- aðist saman fjölmenni til að skoða góssið og freista þess að láta ekki happ úr hendi sleppa; eða minnsta kosti að vera á verði um það, að náunginn kæmist ekki að of hagstæðum kjörum. Það var glatt á hjalla við uppboðið: Keskni, olnbogaskot og gamanyrði. Býður nokkur bet- ur? Einn — tveir — þrír. Og hamarinn féll á botninn á tómri tunnu, sem hreppstjórinn hafði valið sér að brjóstvörn. Svo lagðist deyfð og drungi viðburðaleysisins yfir allt í einangruninni. Og dagarnir héldu áfram að styttast. Hitler og Hrólfur gamli urðu bráðlega sam- rýmdir. Þar skildu ekki hvítur sauður og svart- ur. Hrólfur gamli talaði kostulegasta alheims- mál við Þjóðverjann, kjarnyrta norrænu, af- bakaða, og Fáskrúðsfjarðarfrönsku. Hitler var að jafnaði þögull, en gaf látbragði og orðkynngi vinar síns nánar gætur og virtist skilja það á svipaðan hátt og daufdumbir menn lesa fingra- mál. Meinfýsnir náungar skeggræddu margt um samband þeirra vinanna, var sumt af því miður vinsamlegt. Sumir gengu jafnvel svo langt í getsökum, að kalla Hrólf gamla Chamberlain, sem myndi brugga íslenzku lýðræði vélræði með 173
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.