Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 34
ofrausn og dekri í gistivináttu við þennan þýzka mektarbokka. Hitler var lengi að jafna sig eftir hrakning- inn; en er hann hafði lifað um stund í dagleg- um lystisemdum og munaði í mat og drykk og atlæti á heimili Hrólfs gamla, fór að bóla á of- metnaði og rembingi í framkomu hans. Sló þá í brýnur milli vinanna og sannaðist, að þar mættust stálin stinn. Hitler belgdi sig út, um- hverfðist allur og hvæsti af ofboðslegum geð- ofsa, — lagði að lokum í andstæðinginn og beitti kjafti og klóm. Hrólfur gamli hlustaði fyrst fróðleiðsfús á hreim hinnar þýzku tungu, en þegar Þjóðverjinn missti taumhaldið á til- finningum sínum, þá fór heldur að fara um íslendinginn. Hóf hann stafinn á loft og reiddi þéttingsfast að afturenda nazistans. Fylgdi hýð- ingunni slík buna blóts og formælinga, að Hitler lagði á æðisgenginn flótta. En Hrólfur gamli sat eftir skellihlæjandi. Er þessi atburður spurðist,' efuðust engir um hollustu Hrólfs gamla við lýðræðið, eignaðist hann af því hóp aðdáenda, sem hylltu hann eins og dásamlega þjóðhetju, er hafði boðið ofbeld- inu byrginn en ekki beygt sig, eins og ýmsir aðrir myndu hafa gert. Endurteknar sennur urðu milli þessara miklu stjórnmálagarpa. Þess á milli voru þeir mestu mátar. Það var kallaður vopnaður friður í þætti æringjanna um daginn og veginn. — Hitler var kulvís og kunni illa umhleyp- ingum íslenzkrar vetrarveðráttu. Undi hann bezt í miðstöðvarylnum, liggjandi á legubekkn- um eða dottandi uppi í rúmi. Síðari hluta vetr- ar varð þó gagnger breyting á háttum hans. Þjóðverjar hernámu Noreg fyrri hluta apríl- mánaðar. Hetjubarátta Norðmanna varð dag- legt umræðuefni. Hrólfur gamli tók drjúgan þátt í þeim málþingum. Samúð hans var öll með frændunum utan við pollinn. Þá reis Hitler upp á skottleggina. Dagurinn var orðinn langur, sólin hátt á himni, hlýindi í vestanblænum. Vorið var í nánd. Hitler virtist forðast dagsbirtuna, eins og vond samvizka. En um leið og kvöldhúmið sameinaði loft og lög, læddist hann út, fór hljóð- lega og með leynd. Furðaði gestgjafinn sig mjög á fjarveru hans. En brátt var gátan ráðin. Klögumálin rigndu yfir Hitler. Honum voru bornar á brýn býsna fjölskrúðugar sakir: Hann hélt úbifundi á náttarþeli. Hann æsti upp lýðinn. Hann stofnaði til óeirða. Hann rak ógrímuklæddan áróöur. Saklaus og reynslulaus íslenzkur æskulýður hafði hrifizt af tungulipurð og lævísi foringj- ans. Verkin töluðu: Virðulegir lýðræðissinnaðir borgarar nutu ekki drauma sinna fyrir ópum og óhljóðum þessara nátthrafna. Verst létu þess- ar vanmetaskepnur, þegar horaður Hornafjarð- armáni húkti á himinhvolfinu. En bikar syndarinnar var ekki þar með full- ur. Síður en svo. Hitler hafði myndað ástand. Og hann var sjálfur frumkvöðull og mikilvirkur þátttakandi í ósómanum. Ýmsir kynbótafræð- ingar voru þó blóðblönduninni velviljaðir. Hrólfur gamli glotti í kampinn, þegar þessi umræðuefni bar á góma, — leit á þau með lýðræðislegu frjálslyndi. En hann kynntist því, að það er erfitt að þjóna tveimur herrum og vera báðum trúr. Lýðræði og einræði voru tvær andstæður, þar var hiti í glóðum og neistaflug. Hann hafði lent á milli eldanna, án þess þó að vera blendinn í trú. Hann var staðráðinn í að láta skeika að sköpuðu, hvort hann kæmist með óskaddað skinn út úr þeim átökum, — en hann yrði aldrei griðníðingur, ryfi aldrei vé gisti- vináttunnar. Svo héldu dagarnir áfram að lengjast, og vornæturnar urðu bjartar. 10. maí rann upp. Snemma morguns höfðu þau tíðindi borizt á þráðum landssímans út um eyjar og útskaga, að höfuðborgin hefði verið hernumin um sólar- uppkomu. Og skáldgáfa þjóðarinnar varð sér hvergi til skammar, meðan beðið var eftir ná- kvæmum fregnum. Það var arnsúgur í hug- myndafluginu. Getgáturnar um það, hverjir hefðu þarna orðið fyrstir á vettvang, voru mjög á reiki. Sumir fullyrtu, að það væru hersveitir Hitlers, hann hefði, í blóra við íslenzk stjórnar- völd, verið í stöðugu leynisambandi við sendi- herra sinn í Reykjavík og skipulagt hernámið. Þó voru þessar skoðanir bráðlega bornar til baka, því að einhver símamærin hafði þóttst heyra syfjaða rödd í Landssímastöðinni. Og þessi svefndrukkna rödd hafði áreiðanlega mælt á enska tungu. Þegar sannleikurinn kom í Ijós, sló óhug á drengina með hreinu hugsjónirnar. Það hafði orðið geypilegt stjörnuhrap af stjórnmála- himni þeirra. Innan hreyfingarinnar blossaði upp gremja og andúð og hótanir í garð Hitlers. Hann var ekki lengur ósigrandi og óskeikull herstjórnarsnillingur, hann hafði látið í minni pokann fyrir væflulegum og úrkynjuðum Eng- lendingum. Næstu nótt hvarf Hitler. Hrólfur gamli hóf þegar leit, það var leitað dyrum og dyngjum, fyrirspurnir sendar í allar áttir. En allt kom fyrir ekki. Almennt var talið, 174 V í K I N □ U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.