Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 37
setur. — Ef hverjum einstökum á að haldast það uppi, að setja sér sjálfur sín eigin lög, þá þarf ekki að hafa neinar getgátur um, hvað um þá þjóð muni verða. Spurningu þrjú hefur þegar verið svarað. Þó vil ég bæta því við það, sem áður hefur verið sagt, að ég er þess fullviss, að unglingar yrðu engu síður nú en áður, fúsir til náms í þeim greinum atvinnulífsins, er þeir hugsa til að stunda í framtíðinni, ef þeir væru til þess kvaddir á þeim árum, þegar þeir eru að vakna til athafnalífsins. Það er mannlegur breyskleiki foreldra, eða annarra forsjármanna barna, að finnast meira til hæfileika þeirra en raunveru- legt er, og víst er nauðsynlegt að ala ekki upp í börnum minnimáttarkennd. En út yfir tekur þó, þegar börn eru alin upp í þeirri fávísu trú, að þau séu alls megnug, án nokkurrar leiðbein- ingar eða tilsagnar annars staðar frá, allt, sem þurfi til þess, að mæta hinu breytilega ölduróti lífsins, hafi þau hlotið í arf. Það er ekki óal- gengt, að maður verði slíks uppeldis greinilega var nú á síðustu árum. Orsakir slíks hugsunar- háttar hjá fullorðnu fólki, vitum við af hvaða toga eru spunnar. Fjórðu spurningunni, hvort unglingar séu ó- nýtari til vinnnu nú en áður var, svara ég hik- laust neitandi. Töluvert heyrir maður eldri menn tala um það, að þessi og hin verk hafi þeir nú mátt gera áður fyrr (þó að þeir væru ekki nema 10 —12 ára o. s. frv.), sem nú þyki ofætlan hálf- vöxnum mönnum, og telja væntanlega slíkt aft- urför og úrkynjan. Það er satt, unglingum var áður fyrr ætluð fullorðins manns verk, jafnvel á barnsaldri, en lítillega hefur verið hér að framan bent á þá annmarka, er fylgdu slíku uppeldi, flestir munu hafa goldið slíkrar meðferðar, þótt síðar væri, og tel ég henni ekki bót mælandi. Þá er það fimmta og síðasta spurningin, hvort íslenzk æska verðskuldi þá dóma, er hún fær? Ég tel þekkingu mína á æskulýðnum í heild, högum hans og háttum svo takmarkaða, að mín umsögn myndi lítilsverð og léttvæg fundin. — Ég vil þó láta í ljós álit mitt á þeim (oft furðu- legu) skrifum, er komið hafa fram, er rætt er um vandamál æskulýðsins. Það væri að bera í bakkafullan lækinn, að eltast við allar þær öfgafullu fullyrðingar, sem dagblöðin sum hver bera á borð fyrir alþýðu manna, en þar sem þessir svokölluðu leiðandi menn þjóðarinnar eru sí og æ að guma af sinni miklu menntun og þekkingu á öllum hlutum, hlýtur hinn lítt menntaði almúgi að gefa orð- um þeirra einhvern gaum. Það mun af flestum vera litið svo á, að dag- blöð landsins séu boðberar þess anda, er ríkj- andi sé meðal þjóðarinnar í heild. Að minnsta kosti þegar skoðanir þeirra fara svo mjög sam- an, er oft hefur virzt í þeim málum, er hér um ræðir. Ég er hræddur um, að ef þeir unglingar, sem lifað hafa barnæsku sína á síðustu og verstu árum, færu að lýsa henni og öllu því, er fyrir augu þeirra hefur borið, er þeir voru að mynd- ast til manns og meðvitundar, þá yrðu æði marg- ir (af þeim, sem dæma harðast nú), þess varir, að þeir hefðu kastað grjóti úr glerhúsi. Mig hefur oft undrað, hversu lítið er á lofti haldið því, sem betra er, og segja má með sanni um æskulýð þessa lands. Það er ekki mikið á lofti haldið hinu óeigin- gjarna mannúðarstarfi, sem mikill fjöldi ungra meyja inna af hendi, sem nætur og daga árið um kring annast hjúkrun á sjúkrahúsum lands ins (fyrir smánarborgun). Hverjir skyldu þó í okkar þjóðfélagi eiga fremur skilið viðurkenn- ingu og virðingu, en þær og þeir, sem eyða beztu árum ævi sinnar í að líkna þeim, sem þjást? Þá er lítt getið þess mikla fjölda pilta og stúlkna, er oft koma saman til fundahalda og skemmtana, á hinum ýmsu stöðum landsins, og sýna fullkominn skilning á ítrustu reglusemi. og eru í alla staði stétt sinni og þjóð til sóma. Þá er þess vert að á lofti sé haldið hin- um mikla áhuga hundraða unglinga á íþrótta- starfsemi í landinu og alls þess fjölda manna, ungra og gamalla, sem í anda og verki uppala og viðhalda hraustri sál í hraustum líkama. Nei, það er ekki þetta, sem kitlar. Gróa gamla á Leiti mun löngum verða lífseig meðal frétta- manna um heim allan, og eru fslendingar þar sízt undanskildir. Það skal ekki dregið í efa, að ýmsu sé ábóta- vant í fari okkar íslendinga, en það er algjör- lega ástæðulaust að tilnefna þar fremur æsku- lýð landsins. Hann hefur ekki sýnt meiri léttúð, en eðlilegt getur talizt, þegar litið er til þeirra aðstæðna, er hann er alinn upp við, en honum verður aldrei um kennt, þótt mislukkað kunni að vera uppeldið. Það er ekki nema sjálfsagt, að draga fram í dagsins ljós hinar dökku hliðar mannlífsins, ásamt þeim betri. Ég er alveg á því, að við eigum ekki að lifa í þeirri sjálfsblekkingu, að okkur sé ekkert ábótavant. En ég er á móti því, að sífellt sé hamrað á hinum mestu löstum og lægstu hvötum, sem koma fram meðal fárra einstaklinga þjóðarinn- ar, og þjóðin, og þó sérstaklega ungdómurinn, borinn þeim sökum, að hann sé að sökkva í kaf siðleysis, lasta og spillingar. V I K I N G U R 177
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.