Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 38
Togararnir okkar og póst og símamálastjómin Hinn 31. maí síðastl. var tilkynning frá póst- og símamálast.iórninni, dags. 25. apríl!! (Sennilega send í pósti til loftskeytastöðvar- innar), send öllum togarafarstöðvum, sem til náðist. I tilkynningu þessari var enn þrengt svo að starfssviði ísl. togarafarstöðva, svo að' fljótséð var, að vonlaust var að reyna að starfrækja þessar farstöðvar á þann veg, að fullnægt verði þeim kröfum, sem gerðar eru til þessara viðskipta af þeim, sem gagnsemi þeirra eiga að njóta. í tilkynningu þessari er fyrirskipað að inn- byrðis viðskipti togarafarstöðva megi aðeinsj fara fram á öldutíðnunum 197 kc/s. (152,3 mtr.), 1930 kc/s. (155.4 mtr.), 3090 kc/s. (97.1 mtr.), og 3020 kc/s. (99.3 mtr). Hina fyrstu og fjórðu öldutíðni má eingöngu notá fyrir A. 1. viðskipti, þ. e. cw. morse, en hinar tvær fyrir A. 3. viðskipti, þ. e. talviðskipti. Loftskeytamenn á togurunum sáu strax, að með þessu fyrirkomulagi var þeim gert ó- mögulegt að rækja starf sitt í þágu skips og útgerðar, þannig að viðunandi væri, eða í lík- ingu við það, sem hingað til hefur tekizt, og komu sér saman um að reyna að fá þessu breytt, .jafnvel þó að við stóran væri að deila. Þeir sendu því póst- og símamálastjórninni, þjónustuskeyti, þar sem þeir bentu á, að öldu- tíðnir þessar væru ónothæfar til þeirrar starf- rækslu, sem ætlast er til að fari fram á milli togaranna innbyrðis. Ástæðan til þess, að sva Æska Islands mun enn sem fyrr sýna, að hún er þess umkomin, að erfa og byggja landið. íslenzk æska mun sækja fram um frjólönd frels- is og mannréttinda, til farsældar og frama sér og sínum afkomendum. Alþjóðaæska mun sýna það á komandi tím- um, að hún er fær um að bera hinn lýsandi kyndil frelsis og mannréttinda, til að lýsa mann- kyninu út úr myrkri haturs og mannvonzku siðspilltra sérréttindamanna, sem hneppa vilja þjóðirnar í dróma áþjánar og umráðaleysis. er ástatt um þessi öldutíðnissvið eru þær sem nú skal greina. Öldutíðnirnar 3020 og 3090 kc/s. eru afar- stuttdrægar, ef svo mætti að orði komast. — þannig, að loftskeytamenn hafa fengið reynslu fyrir, að ekki er hægt að byggja á ör- uggu sambandi á þeim yfir lengri vegalengd en ca. 200—250 sjómílur. þessarar reynslu höfðu togaraloftskeytamennirnir aflað sér fyrir löngu síðan. Auk þessa eru þessar tíðn- ir ,mjög háðar utanaðkomandi áhrifum, svo að starfsemi á þeim er tafsöm, erfið og ó- trygg. Þó mætti nota þessar öldutíðnir yfir, stuttar vegalengdir, en hræddur er ég um, aðl leyfishöfum togarafarstöðva þætti lítið til koma, ef ekki væri hægt að tryggja þeim sam- band yfir stærri fjarlægðir en þessu nemur. Þá eru þessar öldutíðnir ekki lausar við trufl- anir frá öðrum farstöðvum, fremur en önnur svið á lágbylgjusvæðinu. Öldutíðnirnar 1930 og 1970 kc/s. þ. e. 155.4 og 152.3 mtr. öldulengdir, eru innan þess sviðs, sem ónothæfar hafa verið taldar öllum farstöðvum við suður- og austurströnd Is- lands og allt suður undir Skotland, vegna truflana frá ísl. og færeyskum loranstöðvum. En þegar sunnar kemur, eða niður í Norður- sjó, tekur ekki betra við, þar sem öldutíðnir þessar eru notaðar til firðtalsviðskipta af dönsku stöðvunum Blaavand, Lyngby og Skagenradio. Auk þess, sem Wickradio í Skot- landi og Cullercoats í Englandi nota iðulega þessar öldutíðnir fyrir „Linkcall“ viðskipti sín, svo að varla er árennilegt fyrir íslenzka farstöð að spóka sig mikið á þeim sviðum. Það verður að segja póst- og símamála- stjórninni til hróss, að ekki stóð á svarinu viði skeyti loftskeytamanna. Samdægurs var svo- hljóðandi skeyti sent til allra skipstjóra á tog- urum þeim, sem áðurnefndir loftskeytamenn störfuðu á: „Þjónustuskeyti til skipanna frá póst- og símamálast j órninni. Skipstjórinn. .. . 17B V í K I N □ U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.