Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 46
Pétur Sigurðsson íslenzkar sjómælingar I tilefni af því, að fyrir nokkru síðan gaf Vita- og hafnamálaskrifstofan út sjókort af Súganda- firði, hið fyrsta sjókort, sem algjörlega er mælt, teiknað og prentað hér á landi, hefur Pétur Sigurðsson, skipstjóri á sjómælingabátnum „Týr“ ritað eftirfarandi greinarkorn um íslenzku sjó- mælingarnar. 30. apríl s.l. var að sumu leyti merkisdagur fyrir íslenzku sjómælingarnar, því þann dag var fullgert fyrsta al-íslenzka sjókortið, — sjó- kort, sem bæði var mælt, teiknað og prentað hér á landi. Sjókort þetta er af Súgandafirði, í mæli- kvarða 1:25000, 33x39 cm. að stærð. Aðalmæl- Rússneskt lwalbrœðsluskip. Samkvæmt samningi milli Ráðstjórnarinnar og Hollendinga, eiga Hollendingar að byggja stórt hvalbræðsluskip fyrir Rússa, og auk þess tilheyrandi hvalveiðibáta. Bæði verksmiðjuskip- ið og bátarnir munu verða drifin með diesel- vélum. í bátunum verða 2.500 h.a. vélar. í sambandi við þessar pantanir hafa Rússar pantað 6 mótortankskip og nokkur kæliskip, einnig hjá Hollendingum. Einnig hefur Rúss- land samið um smíði á sex 80 feta dráttarbát- um á Ítalíu. • Fiskverð. Fiskverð í Svíþjóð hefur fallið nú undan- farið. Þorskur kostar nú á markaði kr. 1,20— 1,30 og rauðspretta kr. 2,20—2,30. En í stað- inn hefur fisksalan aukizt mjög mikið. • Samningur. Vöruskiptasamningur milli Norðmanna og Tékka hefur verið undirritaður í Prag. Sam- kvæmt honum fá Tékkar síld, fisk og lýsi. Norð- menn fá vefnaðarvörur, sykur, vélar, járn og stál í staðinn. Verðmæti afurðanna er um 140 milljón norskar krónur á hvora hlið. í næsta hefti verður m. a. grein um hval- bræðslmkipið „Kosmos V“. ing þess var gerð af sjómælingabátnum „Týr“ síðastliðið sumar, og í vetur var það svo teiknað á Vita- og hafnamálaskrifstofunni, — og loks prentað af prentsmiðjunni Lithoprent í Reykja- vík. Tilgangurinn með útgáfu þessa korts var raunverulega að fá reynslu fyrir því, hvort til- tækilegt væri að gefa út minni sjókort af fjörð- um og höfnum hér á landi, — bæði hvað snerti teiknun, prentun og síðast en ekki sízt kostnað. Öll þessi atriði hafa þótt takast vonum framar. Teikning kortsins tókst mikið betur en hægt var að búast við af óvönum mönnum, prentun- in ekki síður, — og loks varð sjálfur útgáfur kostnaðurinn mikið minni en ætlað var í upp- hafi. Þegar einhverjum áfanga er náð í starfi, er oft bæði hollt og gott að rifja upp fyrir sér að- draganda hans, og hvað viðvíkur þessu litla sjó- korti, þá þurfum við ekki að líta mjög langt aftur í tímann. Eins og kunnugt er, hafa nær allar sjó- og landmælingar á íslandi frá upphafi og allt fram á síðasta áratug verðir framkvæmdar af mönn- um úr sjó- og landher Dana, og öll íslenzk kort eru ennþá gefin út af þeim. Hefur hvorttveggja, bæði mælingarnar og kortastarfsemin, verið frábærlega vel og samvizkusamlega af hendi leyst, þannig, að við stöndum á því sviði í mikilli þakkarskuld við Dani. Eftir að fsland varð sjálf- stætt árið 1918, fóru þó að koma fram raddir um að við ættum að taka þessi mál í okkar hendur, en vöntun á sérmenntuðum mönnum og þröngur fjárhagur leyfði það þó alls ekki fyrst í stað. Dönsku stofnanirnar, sem með þessi mál fóru, voru þó reiðubúnar að veita okkur alla aðstoð, og hafa síðar menntað þá mælingamenn, sem við höfum óskað. Hvað sjómælingunum viðvíkur, þá var það ekki fyrr en árið 1929 að verulegur skriður komst á að gera þær innlendar, er Friðrik V. Ólafsson skólastjóri, þá skipherra á „Þór“, fékk sérmenntun í sjómælingum á danska sjókorta- safninu í Kaupmannahöfn. Við það hefjast raunverulega hinar al-íslenzku sjómælingar, því 1B6 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.