Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 48
Frá Lokinhamrabræðrum Eftirfarandi þáttur er skráður af Guðmundi Valdimar Jónssyni skipstjóra á Bíldudal. Segir þar frá bræðrunum Gísla og Kristjáni Oddssonum frá Lokinhömrum í Arnarfirði, mikilhæfum sjó- görpum frá áraskipatímunum. Er Guðmundur þessum efnum þaulkunnugur, þar eð hann ólst upp á Lokinhömrum hjá Gísla Oddssyni. Hefur Guðmundur gefið Víkingnum ádrátt um það, að segja síðar fleiri sjóferðasögur af Gísla fóstra sínum. — Ritstj. Lokinhamrabræður voru þeir ávallt nefndir, Gísli og Kristján Oddssynir, meðan þeir voru saman á Lokinhömrum á fyrri árum sínum. Þeir voru einhverjir hinir mestu athafnamenn á sinni tíð, síðari hluta 19. aldar, duglegir sjó- sóknarar og svo ákafir framan af, að þeir sá- ust þá lítið fyrir í þeim efnum. Þetta breyttist nokkuð, eftir að þeir hrepptu hrakning mikinn í hákarlaleguferð, þar sem hurð skall mjög nærri hælum. Náðu þeir landi á þeim stað, þar sem flestir forðast að lenda í vondu veðri, ef nokkurs annars er völ. Þeir lentu í Nesdal, sem er framan í fjallinu Barða, milli Dýrafjarðar og önundarfjarðar. Suðaustan stórviðri var og þess vegna byljaskot þarna, þótt á útnesi væri. Voru þeir aðframkomnir orðnir, er þeir náðu landi, vatnslausir og matarlausir. Eftir mikið erfiði gátu þeir loks bjargað skipi og farangri undan sjó. Þetta var að næturlagi og svarta- myrkur. Treystu þeir sér ekki til að leita manna- byggða fyrr en birti af degi. Voru þeir blautir og illa til reika, en á þá sótti um nóttina svefn og kuldi. Tóku þeir það ráð, að ganga fram og aftur sér til hita, og skipuðu mönnum sínum að gera slíkt hið sama. Sumir voru þó svo úr- vinda orðnir, að þeir lögðust fyrir, en hinir, sem betur þoldu, hröktu þá jafnóðum á fætur, því færi svo, að einhver sofnaði svo að nokkru næmi, var eins líklegt að hann króknaði útaf og vaknaði eigi framar til þessa lífs. Það sagði Gísli mér, að nóttin í Nesdal hefði sér fundizt lengsta nótt, sem hann hefði lifað. Hefði sér liðið mjög illa líkamlega, en þó hefði sálará- stand sitt verið öllu lakara. Sagðist hann hafa ásakað sig fyrir það, hversu komið var, og heit- ið því, að tefla eigi framar á svo tæpt vað í sjósókn, ef þeir kæmust lifandi úr þessum háska, en til þess virtust harla litlar líkur. Tókst Gísla og mætavel að efna heit sitt, því eigi kom það oftar fyrir — þrátt fyrir allharða sjósókn — að hann næði eigi heimalendingu, utan einu sinni, er hann var gamall maður orð- inn. í það skipti sagði hann við Guðrúnu konu sína: Þessi ferð okkar verður notalítil, því hann hvessir af suðaustri. Þú skalt þó ekki verða hrædd eða láta þér leiðast, þótt svo kunni að fara, að heimkoma okkar dragist. Má vel vera, ef svo fer sem mig grunar, að ég fari á Ingjalds- sand; þarf ég hvort sem er að finna mág minn. Guðmundur Hagalín, mágur Gísla, bjó þá á Sæ- bóli á Ingjaldssandi. Gekk allt til eins og Gísli sagði, hann náði landi á Ingjaldssandi, og fékk þar hinar ákjósanlegustu viðtökur. Nú víkur aftur sögunni að hrakningsmönn- unum í Nesdal. Þegar birti af degi, lögðu þeir af stað til mannabyggða. Aðeins var um eina leið að ræða, hún var sú, að ganga fram Nes- dal og niður á Ingjaldssand. Ferðin sóttist seint, því sumir voru mjög máttvana, og urðu hinir úthaldsbetri að hjálpa þeim máttarminni. Eftir mikið erfiði og langa mæðu náðu þeir loks til byggða á Ingjaldssandi. Þar var þeim forkunnarvel tekið. Eftir að hafa matazt og hvílst nokkuð, hresstust þeir furðu fljótt. Veðr- inu hafði nú slotað að miklum mun. Tóku þeir bræður nú að ugga um skip sitt, því vindátt var að breytast, og mátti þá búast við að skjót- lega brimaði í Nesdal, sem er fyrir opnu hafi. Fóru með þeim bræðrum sex menn af bæjun- um á Ingjaldssandi. Mátti ekki seinna vera að þeir kæmu í Nesdal, til að fá borgið skipinu. En með ötulli hjálp fylgdarmanna tókst þeim að komast á flot og frá landi. Þessi hrakningur þeirra bræðra mun hafa orðið þeim báðum góð- ur reynsluskóli, því eftir þessa ferð gáðu þeir sín betur. Þeir Lokinhamrabræður voru báðir miklir ákafamenn, og Kristján þó öllu meiri, en með- 1BB V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.