Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 49
an þeir voru saman í Lokinhömrum mun Gísli hafa haft úrskurðarvaldið og verið formaður- inn, enda var hann eldri. Þótt Lokinhamraheimilið væri mannmargt, voru þar ekki svo margir hraustir karlmenn, að þeir nægðu út á áttæring, því á þeim var venjulega 9 manna áhöfn. Það þótti ekki heigl- um hent, að vera í hákarlalegum á opnum skip- um að vetrarlagi. Þeir bræður höfðu venjulega fjóra aðkomumenn á hákarlaskipi sínu, og varð að senda til þeirra í hvert sinn er farið var í legu. Hér verður getið manns þess, er Samúel hét; hann var bóndi í Svalvogum. Samúel var marga vetur með þeim bræðrum í leguferðum. Hann var hraustur maður og duglegur, en þótti úrtölusamur og svifaseinn nokkuð. Það var einhverju sinni nálægt miðjum vetri, að Lokinhamrabræður fóru í hákarlalegu og héldu á hin venjulegu hákarlamið sín, en það mun hafa verið um það bil 30 sjómílur frá Lokinhömrum. Mið þetta heitir Sandlækur og Pell. Þar lögðust þeir fyrir stjóra síðari hluta dags. Veðri var þannig háttað, að nokkur kaldi var af suðaustri og skýjað loft. Er þeir höfðu legið röskan klukkutíma, komu þangað þrír átt- æringar frá Dýrafirði. Einn þeirra, Haukadals- skipið, lagðist nálægt þeim, aðeins austar og grynnra. Formaður þess var Jón Hákonarson á Sveinseyri. Hin skipin tvö, Hólaskipið og Mýraáttæringurinn lögðust austar og dýpra. Er legið hafði verið fullan sólarhring, gerði snögga veðurbreytingu, útkaldann lygndi og gerði skafa-heiðbirtu. Hákarl hafði verið tregur, voru konmar hj á þeim bræðrum átta tunnur af lifur. Þá var heimburður vesturfalls og drógust nú tveir hákarlar. Segir nú Gísli við þann, sem dró hákarl á afturvaðinn: „Þú skalt ekki renna aftur. Það réttasta, sem við gerum, er að hætta þessu noggi og koma okkur til lands“. Maður- inn sinnti þessu ekki eða þóttist ekki heyra, og Iseddi sökkunum út fyrir borðstokkinn. Gísli tók brátt eftir því, að maðurinn hafði rennt vaðn- og ávítaði hann fyrir að gegna ekki. Þá segir Kristján: „Ég legg til, Gísli bróðir, að við leysum og færum okkur skipleiti dýpra“. Skipleiti var sú vegalengd kölluð, er rétt sást u milli skipa. Gísli sagðist ekki fallast á þá tillögu. Bætir hann síðan við, með alvöruþunga í röddinni: „Ef þið dragið ekki undir eins upp vaðina, þá sker ég á færin og læt ykkur borga“. Er Gísli hafði þetta mælt, hlýddu menn taf- arlaust. Síðan var stjórafærið dregið inn, árar lagðar í keipa og róið af stað til lands. Eins og áður er getið, lá Haukadals-áttær- ln8'urinn austar og grynnra, og var því ekki V í K i n B u R alllangt frá, er þeir réru framhjá. Alltaf var hafður lifandi eldur í potti, og var hann skorð- aður fastur í framstafni skipsins. Það var þann- ig útbúið, að járngrind var utan um pottinn, með álmum, er náðu út á brúnir pottsins. Sat hann þar fastur og gat ekki haggast þótt skipið ylti. f potti þessum gátu menn ávallt haft lifandi eld, væri veður ekki því verra. Yfir pottinum, en innan grindarinnar og fastur við hana var svo ketillinn, sem í mátti hita vatn og kaffi. Gísli kallar nú til manns þess, sem eldsins gætti, og bað hann henda út tveimur logandi móflög- um, og láta litla stund líða í milli^j.Ég vil með því“, segir Gísli „vekja athygli Jóns Hákonar- sonar á því, að við erum að fara í land“. Þeir á Haukadalsskipinu sáu merkið. Þar um borð var maður, er Jón Ólafsson hét; hafði hann verið vinnumaður á Lokinhömrum og með þeim bræðrum í hákarlalegum. Hann tekur til máls og segir: „Nú eru Lokinhamrabræður að fara í land; er það merki þess, að Gísli sér veður- brigði, sem við hinir ekki sjáum“. Jón Hákon- arson svarar því til, að enginn geti verið að fara í land veðurs vegna í skafandi heiðbirtu og rjómalogni, heldur muni ástæðan vera sú, að maður hafi veikst hjá þeim bræðrum. Jón Ólafsson svarar: „Ef svo væri, þá væru þeir ekki að gefa okkur merki; ég þekki Gísla svo vel, að það er veðurs vegna, sem hann fer í land; honum skjátlast aldrei í þeim efnum. Hann er að gefa okkur merki vegna þess, að hann vill forða okkur frá að lenda í hrakningi og mannhættuveðri“. Jón Hákonarson þvertók fyrir það, að Lokinhamrabræður væru að fara í land veðurs vegna. Líklegast væri, að einhver háseta hefði tekið upp hjá sjálfum sér að henda út flögunum að gamni sínu, bara til að narra þá á Ilaukadalsskipinu til lands. Nú víkur sögunni til Lokinhamrabræðra, þar sem þeir sitja sveittir við árina og róa lognið, því erfitt var að róa þessum skipum, enda ó- venjulegt, að þurfa að taka landleiðina á ár- um. Austurfall var, og bar þá austur eftir. Samúel í Svalvogum var að þessu sinni með þeim bræðrum, hraustmenni mikið, en þótti stundum seinn til og úrtölusamur, eins og fyrr segir. Þótti honum nú sækjast þungt róðurinn, tekur til máls og segir: „Það eru undarlegir menn, þessir Lokinhamrabræður. Þegar rofar til í lofti neyta þeir hvorki svefns né matar, eru á einlægu stjái út og inn nætur og daga, eirðarlausir yfir því að komast ekki á sjóinn. En svo hafa þeir það til í bezta veðri, að láta háseta sína róa af djúpmiðum til lands, og svíkja af þeim og sjálfum sér góðan afla. Hald- ið þið að Dýrfirðingunum líki nú lífið að fást 109

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.