Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Qupperneq 54
SJÓMANNAMÁL Séra Pétur Guðmundsson prestur í Grímsey á síðari hluta 19. aldar, var hinn mesti merkis- maður og fróður um marga hluti. Hann fékkst allmikið við ritstörf og er höfuðrit hans hinn mikli „Annáll 19. aldar“, en út eru komin af þeim annál þrjú stór bindi. Hið fjórða er ennþá óprentað. En séra Pétur átti ýmis áhugamál önnur. Honum var meðal annars hugleikið að bæta siglinga- og sjómannamálið, sem löngum hefur þótt óíslenzkulegt, og var það ekki síður á tímum seglskipanna en nú hin síðari árin. Um þetta hugðarmál sitt ritaði séra Pétur at- hyglisverða grein í blaðið ,,Nor‘Öanfara“ 2. og 9. nóvember 1877. Grein þessi hét „Um lagfær- ingu á sjómannamáli voru, einkum viðvíkjandi þilskipum og áttavita“. Séra Pétur hefur mál sitt á því, að ræða um nauðsyn þess, að halda tungunni hreinni, ekki aðeins ritmálinu, heldur og talmálinu. Telur hann, að því miður sé íslenzk tunga einna blendnust og mest afbökuð í sjávarþorpum og kauptúnum. Þá sé og alkunnugt, að sjómenn tali sín á milli hið mesta hrognamál, eigi sízt er þeir ræðast við um sjómennskuna sjálfa. Sé hið mesta mein að því, og alls eigi vanzalaust, að ekki skuli vera höfð íslenzk heiti yfir hluti þá, er sjómennsku tilheyra. Þar, sem því verði við komið, eigi að nota hin fornu, norrænu nöfn á skipshlutum, annars staðar sé nauðsynlegt að smíða nýgerfinga. Séra Pétur segir, að sig skorti tvennt til að bæta á viðhlítandi hátt úr í þessu efni. Bæði sé hann eigi nægilega kunnugur þilskipum og búnaði þeirra, og þar að auki sé málþekkingu sinni ábótavant. Þó segist hann ætla að tína til nokkur orð úr sjómannamáli, sem sér hafi hug- kvæmst, meðal annars í því trausti, að aðrir, sem betur séu til færir, taki þessi mál öll til rækilegrar athugunar. Ætla má, að ýmsir hafi gaman af að sjá þessar tillögur séra Péturs. Sumar þeirra hafa verið teknar upp í málið, nokkrar aðrar eru þess eðlis, að vel mætti gera það enn, þar sem erlenda orðið er notað og ekkert hentugt hefur komið í staðinn. Nafnalisti séra Péturs er á þessa leið: Mastur — sigla, siglutré. Bugspjót = brandur. Bóma = beitiás. Gaffall = greipirá. Stórsegl = aftursegl. Skonnortusegl = miðsegl. Gaffaltoppur = stangartoppur Brastoppur = aktoppur. Brös = akreip. Fokka = framsegl. Jagarboma = brandauki. Jagar = brandaukasegl. Klyver = brandsegl. Stagfokka = stafnsegl. Breiðfokka = þversegl. Millumstagur = stag. Millumstagssegl = stagsegl. Klófalur = dragreip. Pikkfalur = ristog. Niðurhaldari = fellitog. Bomdicki = lyftikaðall, léttir. Veglínur = gangrimar. Bardun = bóglínur. Talía = hjólkaðall. Talíuhlaupari = rennikaðall. Talíukrökur = dráttarkrökur. Blökk = hjólmóðir. Jómfrú = skegla. Ratt = stýrishjól. Dreki = leguakkeri. Bauja = dufl, hnakkmiði. Baujutóg — duflstrengur. Tvíhlaupari = fyrirrennari. Spil = akkerisvinda, vindás. Keðja = rekindi. Gallion = trjóna. Fangalína = stafnfesti. Káeta = lyfting. Káetukappi = yfirlyfting. Dekk = þilfar, þiljur. Lugar = fyrirrúm. 194 V I K I N □ U P
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.