Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Page 55
Eftir Vestmann Hdkon BROT (JR EMDURIUIMIMIIMGUIVI Hákon var gamall sjómaður. Hann var svo gamall, að við strákarnir gerðum okkur aldrei grein fyrir altlri hans. Hann var nauðasköllóttur, með gráan, mjög grisjóttan skegghýung undir kjálkabörðum. Tannlaus var hann og svo hrumur, að hann studdi sig við tvo stafi i þau fáu skipti, sem liann stóð upp. A sumrum, þegar gott var veður, sat hann öllum dögum undir vegg húskofa síns og vann við að greiða nr lóðum, linýta öngla og öngultauma. Imba, systir Hákonar, annaðist hann, auk þess, sem hún vann við fiskverkun. Hún var mikið yngri er> hann. Þau bjuggu ein í litlum húskofa í þorpinu. Hákon hafði verið þríkvæntur, en misst allar kon- urnar. Imba var ekkja, en bæði voru þau barnlaus °g afar góð við okkur krakkana. Hákon var sérstaklega góður við okkur strákana, sagði okkur ótal sögur frá sínum yngri árum. Aðal- lcga frá þeim árum, er hann sigldi um öll heimsins böf með útlendingum. Ég trúi, að sögurnar hafi ver- 'ó nokkuð ýktar, að minnsta kosti sumar þeirra, og emstaka jafnvel hreinn skáldskapur. Við vorum ekk- ert að fást um það, vorum of sólgnir í þær til þess. ‘Sumar sögurnar voru nokkuð hrottalegar, en það átti nú aldeilis vel við okkur strákana. Tvennt var það, sem við öfunduðum Hákon gamla 'T- I fyrsta lagi hvað hann var leilcinn að spýta mó- rauðu. Hann tuggði, eða réttara sagt japlaði mikið skro, og var svo leikinn í að spýta, að hann gat hitt Haglahaus á löngu færi. Stundum spýtti hann í stór- Um tmga, stundum þráðbeint. Það var alveg sama bvort hann spýtti út um munnvikin eða beint fram. Hákon liitti alltaf í mark. í öðru lagi öfunduðum við bann af því, hve dimmraddaður Iiann var. Okkur l>ótti þag svo karlmannlegt, að fátt var það, sem við befðum óskað okkur fremur í þá daga en að hafa '°ddina hans Hákonar, og lielzt geta spýtt eins og Lest = búlkarúm. Strákjölur = drag. ^antar = höfuðbendur. Klossrif = nauðrif. Plagg = veifa. Kjeve = færsluklofi. Jumpa = dæla. ökaut = kló. tagvending = upp í hvarf. v I K l n Q u r hanií. Við reyndum við skroið og tókst sumum okk- ar að tyggja það án eftirkasta, en leikni í spýtingu náðum við aldrei. Hin dimma bassarödd gerði sög- urnar um karlmannlegar svaðilfarir enn áhrifameiri en ella. Hákon var orðinn heyrnardaufur, en ég held að sjón hans hafi verið því nær óskert. Stundum sló úl í fyrir honum, kanski í miðri sögu, og var þá til- gangslaust að dvelja lengur hjá honum í það skiptið, því þá talaði hann tómt þrugl, sem enginn skildi. Okkur var sagt, að þá væri sálin farin úr Hákoni í bili, eitthvaö út í heim, eða jafnvel í andalieim, og mættum við ekkert við hann tala, þegar svo stóð á, þvi annars gæti farið svo, að styggð kæmi að sálinni, svo hún kæmi ekki aftur í Hákon. Þetta var okkur sagt af fólki, sem trúði þessu sjálft. Þess skal getið, að einmitt um þennan tíma var andatrúin að ryðja sér til rúms í þorpinu og mikið um hana talað og þráttað. Borðdans var iðkaður á flestum heimilum’ og miðilsgáfur eða hæfileikar fundust í hinum ólík- legustu manneskjum í þorpinu og nágrenni. Það féll afar vel í okkar smekk, strákanna, að Ilákon talaði jafnan við okkur sem fullorðnir menn værum, og ræddum við oft um landsins gagn og nauðsynjar, einnig um heimsmálin, ef svo bar unri- ir. Ég man, að daginn, sem fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, bárum við undir Hákon spursmálið, liver myndi sigra Þjóðverjinn eða Þýzkarinn. Hákon hélt að Napoleon myndi sigra í þetta skiptið, og létum við það gott heita. Gamlan og ónýtan hát átti Hákon, sem árum sam- an hafði legið á hvolfi uppi á grasi gróinni grund, nálægt húskofanum. Eitt sinn tókum við strákarnir bátinn og settum á flot, útbjuggum segl úr stigapok- um, neglrium það við eina árina, reistum og sigldum úr vör. Stutt varð í sjóferð þessari, því báturinn sökk rétt við landsteinana. Björgunarskip kom þegar á vettvang, en það var Iinba, systir Ilákonar, og bjarg- aði skipverjum frá drukknun. Enginn okkar var syndur. Enga viðurkenningu fékk Imba fyrir af- reksverkið, enda liefði þá mátt sæma hérumbil hverja fullorðna manneskju í þorpinu verðlaunum, því að við duttum í sjóinn svo að segja daglega, og er mesta furða, að aldrei skyldi það verða að slysi. Þegar gott var veður og Hákon úti, sátum við strákarnir hjá honum öllum stundum, lijálpuðuin honum við lóðirnar, lilustuðum á sögur hans og gáf- um lionum skro. Við keyptum það stundum fyrir 195

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.