Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 56
Á miðum úti. aura, sem okkur áskotnuðust, en stálum þvi, ef fjár- hagurinn var slæmur. Aldrei hrekktum við Hákon gamla eða Imbu, en annars vorum við hreinasta plága í þorpinu, vegna prakkarastrika. Sum strákapörin urðu jafnvel sýslu- fræg, svo ekki sé meira sagt. Ekki var alltaf haft fyrir því að grennsdast eftir hverjir hefðu framið óknyttina. Nei, við þessir þekktu vorum bara tekn- ir og hýddir og þar með var það mál útkljáð og allir málspartar ánægðir. Margir og miklir yfirnáttúrlegir hlutir gerðust í þorpinu á þessum tímum, í sambandi við andatrú- arvakningu, sem komin var yfir þorpsbúa. Fólk fékk á binn ótrúlegasta hátt sönnun fyrir tilveru villu- ráfandi sálna, góðra og vondra, aðallega vondra. Aðalkraftaverkin, það er að segja þau, sem mest kvað að, gerðust helzt er hausta tók, er kvöld voru dimm. Engum datt í liug að setja það í samband við þá staðreynd, að Hákon var hættur að sitja undir hús- vegg sínum og segja okkur strákunum sögur —, sem betur fór. Draugar gengu Ijósum logum og framliðnar mann- eskjur, sem annars höfðu verið meinlausustu grey í lifanda lífi, urðu svo jarðbundnar og illvígar, að svo að segja enginn hlutur fékk að vera kyrr á sinum slað eftir að dimma tók. Við strákarnir fengum stundum að vera með í borðdansi og þóttum við mjög liðtækir, því aldrei náðist eins góður árangur eins og þegar við vorum með í hringnum. Var það talið eðlilegt, vegna þess að saklausar barnssálir hændu andana í borðið. Það má segja, að þessi anda- trúarvakning liafi verið hreinasta Eldorado fyrir okkur strákana. Ekki veit ég hve lengi llákon var í utanlandssigl- ingum, ekki heldur með hverrar þjóðar mönnum hann sigldi aðallega. En líklegast þykir mér, að hann hafi siglt aðallega með Englendingum eða Ameríkön- um, því er hann sagði sögur sínar, sletti hann stund- um enskum orðum, þegar mikið var um að vera. Ilvaða starf Hákon hafði á þessum skipum varð heldur aldrei vel ljóst. Ýmist var hann skipstjóri, stýrimaður, bátsmaður eða háseti, og stundum allt þetta í sörnu sögunni. Einstaka saga hans var þó heilsteypt og svo vel sögð, með hinni dimmu bassa- rödd, að lnin festist í minni. Ef ég loka augunum og hugsa um einhverja söguna, sé ég í anda Hákon gamla sitjandi undir húsveggnum, umkringdan af strákum, alla vinnandi við öngla og tauma -4- og tyggjandi skro. — Ég var um tvítugt þá. Ekki stór, en sterkur sem naut, eins og allir fslendingar voru í þá daga. Við fórum frá San Fransisco um morguninn annan jóla- dag. Það var stormur eins og oftast er á Kyrrahaf- inu, — þess vegna heitir það víst Kyrrahaf. — Við settum samt upp öll segl til að byrja með og skipið Annie var gotl skip og þoldi mikil segl. Seint um nóttina var þó veðurofsinn orðinn svo mikill, að skipstjórinn ákvað að fækka seglum. Er við komum niður úr ránum, hraktir og blautir, sneri bátsmaður sér að mér og sagði, að ég væri fokken, Islandsmann, sem hefði látið seglið, sem ég tók saman, rifna. Ég var bráður í þá daga og lét ekki hlut minn fyrir neinum að óreyndu. Tók ég þátsmann í fang mér og liélt honum í bóndabeygju, þar til liann baðst vægðar. Þetta voru fyrstu kynni okkar. Eftir þetta þorði enginn að troða illsakir við mig, að fyrsta stýrimanni undanteknum, en hann var líka vopnað- ur skammbyssu og hið mesta illmenni. Sagt var, að hann hefði skotið tvo háseta eitt sinn undir Falk- landseyjum, og þegar komið var í höfn, báru stýri- menn og skipstjóri fyrir rétti, að þeir hefðu gert mytteri (uppreisn) og var þá ekki fengizt meira um það. Ojamm. Þetta var í þá góðu, gömlu daga. Nú má enginn gefa öðrum á kjaftinn, hversu verðskuld- að sem það er, án þess að úr því verði rekistefna og málaferli. - Ferðinni var heitið til Yokahama í Japan. í miðju hafi sáum við ljóta sjón. Stórmastjur úr skipi veltist í öldunum og á því héngu sex menn, allir dauðir, eða að minnsta kosti var ekki annað sjáanlegt. Þarna hafði stórskip misst siglu eða farizt í ofviðri. Hvað um það, skipstjórinn sagði, að við hefðum engan tíma til að hangsa yfir rekadrumb með liræjum. Við hásetarnir hótuðum að kæra liann, ef hann að minnsta kosti athugaði ekki livort menn- 196 V I K I N □ U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.