Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 64
Staddur í Hamborg, maí 1949. Kæri Víkingur. Það er með mig eins og svo marga sjómenn, að ég hef haft annað að gera um dagana en skrifa. Því er það með hálfgerðum ótta í brjósti að ég tek penna í hönd, nú á gamals aldri, til þess að senda þér nokkr- ar afmælislínur. Ekki ert það samt þú, gamli, góði Víkingur, sem ég óttast, heldur almenningsdómur- inn. En eftir að hafa velt þessu þó nokkuð fyrir mér, bef ég komizt að þeirri niðurstöðu að ekkert gerði til, þó að ég skrifaði þér svona í gamni. Þú liendir þá þessu pári mínu í bréfakörfuna, og umfram allt lætur þá Víkverja og Hannes á Horninu ekki sjá bréfið, því að þá er voðinn vís. Ég vil byrja á því að óska þér hjartarilega til ham- ingju með tiu ára afmælið, og óska þér langrar og bjartrar framtíðar. Margra frívaktina hefur þú lífg- að upp með bundnu og óbundnu máli. Margt og mik- ið. hefur þú látið frá þér koma af alls konar efni. Beitt þér fyrir hagsmuna- og velferðarmálum sjó- mannastéttarinnar. Ýmis konar fróðlegar greinar og skemmtisögur liafa birzt á blöðum þínum. Þá hafa alloft verið á ferðinni greinar eftir starfandi sjómenn um ýmis bugðarefni þeirra: sjóferðir og siglingar. En það, sem mér hefur lielzt fundizt vanta, er áhugi sjómanna sjálfra um virkan þátt í ritfinnsku við blaðið sitt. En það er engan veginn þín sök, heldur þeirra. Þó hef ég orðið var við aukinn ábuga fyrir Víkingnum, bæði í byggð og bæjum og á skipum úti. Einnig er ég nærri viss um, að glæða iná áhuga sjó- manna á bréfaskriftum og fá þá til að skrifa grein- ar í blaðið meira en þeir hafa gert. Ég þekki, eftir þrjátíu ára samstarf við sjómenn, inarga vel færa pennamenn í þeirra hópi. Þá vantar aðeins meira sjálfstraust á þessu sviði, og inega ekki vanmeta sig um of. Mörgu ævintýrinu hafa þeir verið þátttakend- ur í og stundum aðalsöguhetjurnar, bæði í innlend- um og erlendum höfnum og á liafi úti. Slík ævintýri áttu þeir að skrifa niður lijá sér og senda þér þau. Það gæti hjálpað lil þess að gera þig, kæri Víking- ur, enn eftirsóttari en nú er, og greitt götu þína inn á hvert heimili í landinu til sjávar og sveita. Það er takmarkið, og því verður að ná fyrr en seinna. Nú vil ég ganga á undan með gotl fordæini og senda þér þessar fáu línur, sem ég veit tiókstaflega ekkert sjálfur um hvað eiga að liljóða. Á ég að skrifa um fiskveiðar og siglingar, eða um nýsköpunarskipin? Líf okkar sjómannanna urn liorð í skipunum eða landgöngur í höfnum, kvennafar og fyllirí? Já, úr nógu er að velja, gamli, góði Víkingur. En ætli við verðum ekki að hafa þetta rabb okkar um allt og ekkert, eða eins og fína fólkið í landi kallar það: Um daginn og veginn? Og úr því ég minntist á daginn og veginn, langar mig að leggja fyrir þig þessa spurn- ingu: Af hverju senda samtök þau, sem þú starfar fyrir, aldrei mann í þáttinn „Urri daginn og veginn“ í út- varpinu? Er það af þvi, að þeim hefur verið meinað að taka þátt í þessum útvarpsþælti, eða Iiefur ú'.varp- ið kannske troðið F. F. S. í. að leggja til mann og efni, en því verið hafnað? Viltu vera svo góður að upplýsa þetta í næsta blaði. Þá er það mál, sem mikið er rætt á öllum skipum núna síðustu daga, og er það innflutningur þessa þýzka verkafólks. Við sjónrennirnir erum kannske ekki eins kunnugir þessum málum og skyldi, en flestir erum við sammála um að spor það, sein ráðamenn þjóðarinnar hafa hér stigið, sé mjög var- hugavert. Vitaskuld eru það verkalýðsfélögin í landi, sein hér eiga að mótmæla, eindregið og kröftuglega. En úr því að nú er búið að gefa fordæmið um að flytja inn erlent fólk til jress bæði að fá fólk til. þess að vinna ákveðið verk og líka til jiess að fá ódýrara vinnuafl, viljum við sjómenn biðja þig, kæri Víking- ur, að koma því til leiðar við háttvirt Alþingi og rík- isstjórn, að hún veiti leyfi fyrir nokkrum hundruð- um samkvæmisdama handa ógiftum sjómönnum, þegar þeir eru í íslenzkri höfn! Nokkrir skipstjórar liafa þegar fengið leyfi fyrir þjónustnstúlkum. Þar er kennt um vandræðum ineð að fá húshjálp. Eins má sanna jrað með rökum, að bæði er mjög erfilt að ná í íslenzkar samkvæmisdömur,. og séu þær falar, er reksturskostnaðurinn alveg óheyrilegur. Eigi mað- ur að vera samkeppnisfær við hina erlendu, seiir eru á veiðuin, þarf nylonsokka, sígarettur, vín, sterl- ingspund og helzt af öllu dotlara. lJeir eru sá töfra- sproti, sem ekkert stenzt. Annars sagði maður við mig um daginn (ég tek það fram, að það var land- en ekki sjómaður): „Þær eru laglegar og finar i tauinu, íslenzku stúlkurnar, en þær eru að verða ekk- ert annað en sjónin“. Þessu mótmælti ég eindregið- Þær íslenzku konur, sem ég lref þekkt, ungar og gainl- 204 víkinguR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.