Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 68
7./5. Flugfélag fslands flutti 2491
farþega í apríl. Farþegafjöldi hefur
þrefaldast frá í fyrra.
•
10. /5. Allsherjar atkvæSagreiðsla
í verkamannafélagi Akureyrar um
uppsögn samninga, samþykkt var að
segja samninguin upp með 161 at-
kvæði gegn 46.
•
11. /5. Einar Jónsson myndhöggv-
ari 75 ára.
Þriggja ára drengur varð fyrir
bifreið á Borgarhólsbraut, og beið
bana. Málið er í rannsókn.
•
12. /5. Fjallvegir ruddir með snjó-
ýtum. Holtavörðuheiði hefur t. d.
verið ófær bifreiðum siðan í byrjun
febrúar, en þrátt fyrir það hefur
verið haldið uppi póstflutningum og
mannflutningum, þannig að ýtur
hafa aðstoðað bifreiðarnar. Einnig
hafa gamlir snjóbilar verið teknir
í notkun.
•
13. /5. Flugfélag fslands ráðgerir
að leggja fiugvöll á Eyjafjarðarhólm-
um og Leirunni við Akureyri og hef-
ur félagið staðið i samningum við
Akureyrarbæ um þetta mál.
Þýzka verkafólkið, sem verið er
að ráða til landbúnaðarstarfa hér,
er væntanlegt hingað í byrjun júní-
mánaðar.
•
14. /5. Sjómannafélag Reykjavíkur
hefur sagt upp kaup- og kjarasamn-
ingum við Skipaútgerð ríkisins og
Eimskipafélag íslands, með mánaðar
fyrirvara, þ. e. a. s. þeir ganga úr
gildi þann 1. júní næstkomandi.
•
15. /5. Umferð um Keflavíkurflug-
völlinn var 2—3 sinnum meiri en
1947. Viðkomur millilandaflugvéla á
Keflavíkurflugvelli voru í árslok
1948 orðnar 230—270% fleiri en þær
voru árið 1947, og eykst umferðin
enn, frekar en minnkar. Stórkost-
legur munur er á allri afgreiðslu og
ánægju farþega, siðan nýja flug-
stöðin tók til starfa.
•
16. /5. íshús Haraldar Böðvars-
sonar Akranesi skemmdist mikið í
eldi. Brann fiskvinnsluhús, matsölu-
búð og efri hæð frystihússins. Ekki
er vitað um upptök eldsins, en talið
er, að kviknað hafi út frá rafmagni.
Goðafoss varð að snúa við i gær
á leið sinni frá Reykjavík til Akur-
eyrar, vegna hafíss.
•
17. /5. Verkamannafélagið Dags-
brú samþykkir með 1296 atkvæðum
gegn 217 að segja upp gildandi kaup-
og kjarasamningum, með eins mán-
aðar fyrirvara.
Fisksölusamlag Eyjafjarðar hefur
nú þrjú skip í flutningum með ís-
fisk frá Eyjafjarðarhöfnum á Bret-
landsmarkað.
•
18. /5. Árið sem leið voru byggð
207 hús í Reykjavík, fyrir um 76
millj. kr., segir í skýrslu, sem nýlega
var lögð fyrir bæjarráð.
Gunnar Gunnarsson skáld, sex-
tugur.
Fjárlögin samþykkt i nótt. Þriðju
umræðu fjárlaga lauk í gær með út-
varpsumræðu og var það síðari dag-
ur hinna svonefndu eldhúsumræðna.
Lagarfoss kom til Reykjavíkur.
Skipið er eins byggt og Goðafoss
og Dettifoss, og búið sömu þægind-
um fyrir farþega og farþegaflutn-
ing. Skipstjóri er Sigurður Gíslason.
•
19. /5. Nýja mjólkurstöðin tekur
til starfa í dag. 1 henni verður hægt
að vinna úr 8 þús. lítrum mjólkur
á klukkustund og tæki eru í henni
til að áfylla 10—12 þús. flöskur á
klst. Verð hvers líters er 2 kr.
Bensín hefur hækkað upp í kr.
0,96 literinn. Verð á ljósaoliu er ó-
breytt, en hráolía hefur lækkað um
30 kr. hver smálest, eða úr 380 kr.
í 350 kr.
Siglingaleiðin norður fyrir Strand-
ir ófær stórum skipum. Esja sneri
við á Isafirði.
Fiskafli í marzmánuði var alls
34.417 tonn á landinu. Þar af var
fiskur til frystingar 19.630 tonn, fisk-
ur til söltunar 7.392 tonn, ísaður
fiskur 6.960 tonn, fiskur til neyzlu
innanlands (í Reykjavík) 281 tonn
og til niðursuðu 54 tonn. Mest afl-
aðist af þorski 28.884 tonn, en þá
koma ýsa, ufsi og Ianga.
Loftleiðir h.f. hafa ákveðið að taka
upp áætlunarferðir milli Skotlands
og Danmerkur.
•
20. /5. Dauðaslys varð í Tjarnar-
götu er Halldór Þorleifsson inn-
heimtumaður hjá Rafveitunni kom
á litlu mótorhjóli út úr porti
Slökkvistöðvarinnar og rakst á fólks-
bifreið er kom norður götuna. Hall-
dór var strax fluttur á Landsspítal-
ann, en var látinn er þangað kom.
Olíuverzlun íslands h.f. er nú að
láta byggja nýja olíustöð í Lauga-
nesi. Á að reisa þar ýmis stöðvar-
hús, svo sem ketil- og dæluhús,
skrifstofur, vörugeymsluhús, bíl-
skúra o. fl. svo og 10 olíugeyma, og
taka hinir stærstu þeirra 5000 smá-
lestir hver. Fjárfestingarleyfi er ekki
fengið fyrir allri stöðinni. Verður
hún búin öllum nýjustu tækjum til
þæginda við afgreiðslu. Verkið er
þegar hafið og hefur Byggingarfé-
lagið Brú tekið að sér að laga land-
ið og byggja undirstöður undir
geymana.
•
21. /5. Finnsk-íslenzkur viðskipta-
samningur undirritaður. 1 samningn-
um er kveðið á um viðskipti milli
landanna á tímabilinu frá 20. maí
1949 til 30. júní 1950. Samkvæmt
samningi þessum flytja Finnar inn
frá íslandi m. a. 25.000 tunnur síld-
ar og auk þess gærur, síldarmjöl,
lýsi og aðrar fiskafurðir. Islending-
ar kaupa frá Finnlandi timbur,
krossvið og aðrar trjávörur, blaða-
pappír og pappa.
•
23./5. Fjárhagsaðstoð Islandi til
handa 1950, 6.400.000 dollarar. 1 fregn
frá Washington segir, að fram-
Franib. á bls. 221.
20B
V í K I N G U R