Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 68
7./5. Flugfélag fslands flutti 2491 farþega í apríl. Farþegafjöldi hefur þrefaldast frá í fyrra. • 10. /5. Allsherjar atkvæSagreiðsla í verkamannafélagi Akureyrar um uppsögn samninga, samþykkt var að segja samninguin upp með 161 at- kvæði gegn 46. • 11. /5. Einar Jónsson myndhöggv- ari 75 ára. Þriggja ára drengur varð fyrir bifreið á Borgarhólsbraut, og beið bana. Málið er í rannsókn. • 12. /5. Fjallvegir ruddir með snjó- ýtum. Holtavörðuheiði hefur t. d. verið ófær bifreiðum siðan í byrjun febrúar, en þrátt fyrir það hefur verið haldið uppi póstflutningum og mannflutningum, þannig að ýtur hafa aðstoðað bifreiðarnar. Einnig hafa gamlir snjóbilar verið teknir í notkun. • 13. /5. Flugfélag fslands ráðgerir að leggja fiugvöll á Eyjafjarðarhólm- um og Leirunni við Akureyri og hef- ur félagið staðið i samningum við Akureyrarbæ um þetta mál. Þýzka verkafólkið, sem verið er að ráða til landbúnaðarstarfa hér, er væntanlegt hingað í byrjun júní- mánaðar. • 14. /5. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur sagt upp kaup- og kjarasamn- ingum við Skipaútgerð ríkisins og Eimskipafélag íslands, með mánaðar fyrirvara, þ. e. a. s. þeir ganga úr gildi þann 1. júní næstkomandi. • 15. /5. Umferð um Keflavíkurflug- völlinn var 2—3 sinnum meiri en 1947. Viðkomur millilandaflugvéla á Keflavíkurflugvelli voru í árslok 1948 orðnar 230—270% fleiri en þær voru árið 1947, og eykst umferðin enn, frekar en minnkar. Stórkost- legur munur er á allri afgreiðslu og ánægju farþega, siðan nýja flug- stöðin tók til starfa. • 16. /5. íshús Haraldar Böðvars- sonar Akranesi skemmdist mikið í eldi. Brann fiskvinnsluhús, matsölu- búð og efri hæð frystihússins. Ekki er vitað um upptök eldsins, en talið er, að kviknað hafi út frá rafmagni. Goðafoss varð að snúa við i gær á leið sinni frá Reykjavík til Akur- eyrar, vegna hafíss. • 17. /5. Verkamannafélagið Dags- brú samþykkir með 1296 atkvæðum gegn 217 að segja upp gildandi kaup- og kjarasamningum, með eins mán- aðar fyrirvara. Fisksölusamlag Eyjafjarðar hefur nú þrjú skip í flutningum með ís- fisk frá Eyjafjarðarhöfnum á Bret- landsmarkað. • 18. /5. Árið sem leið voru byggð 207 hús í Reykjavík, fyrir um 76 millj. kr., segir í skýrslu, sem nýlega var lögð fyrir bæjarráð. Gunnar Gunnarsson skáld, sex- tugur. Fjárlögin samþykkt i nótt. Þriðju umræðu fjárlaga lauk í gær með út- varpsumræðu og var það síðari dag- ur hinna svonefndu eldhúsumræðna. Lagarfoss kom til Reykjavíkur. Skipið er eins byggt og Goðafoss og Dettifoss, og búið sömu þægind- um fyrir farþega og farþegaflutn- ing. Skipstjóri er Sigurður Gíslason. • 19. /5. Nýja mjólkurstöðin tekur til starfa í dag. 1 henni verður hægt að vinna úr 8 þús. lítrum mjólkur á klukkustund og tæki eru í henni til að áfylla 10—12 þús. flöskur á klst. Verð hvers líters er 2 kr. Bensín hefur hækkað upp í kr. 0,96 literinn. Verð á ljósaoliu er ó- breytt, en hráolía hefur lækkað um 30 kr. hver smálest, eða úr 380 kr. í 350 kr. Siglingaleiðin norður fyrir Strand- ir ófær stórum skipum. Esja sneri við á Isafirði. Fiskafli í marzmánuði var alls 34.417 tonn á landinu. Þar af var fiskur til frystingar 19.630 tonn, fisk- ur til söltunar 7.392 tonn, ísaður fiskur 6.960 tonn, fiskur til neyzlu innanlands (í Reykjavík) 281 tonn og til niðursuðu 54 tonn. Mest afl- aðist af þorski 28.884 tonn, en þá koma ýsa, ufsi og Ianga. Loftleiðir h.f. hafa ákveðið að taka upp áætlunarferðir milli Skotlands og Danmerkur. • 20. /5. Dauðaslys varð í Tjarnar- götu er Halldór Þorleifsson inn- heimtumaður hjá Rafveitunni kom á litlu mótorhjóli út úr porti Slökkvistöðvarinnar og rakst á fólks- bifreið er kom norður götuna. Hall- dór var strax fluttur á Landsspítal- ann, en var látinn er þangað kom. Olíuverzlun íslands h.f. er nú að láta byggja nýja olíustöð í Lauga- nesi. Á að reisa þar ýmis stöðvar- hús, svo sem ketil- og dæluhús, skrifstofur, vörugeymsluhús, bíl- skúra o. fl. svo og 10 olíugeyma, og taka hinir stærstu þeirra 5000 smá- lestir hver. Fjárfestingarleyfi er ekki fengið fyrir allri stöðinni. Verður hún búin öllum nýjustu tækjum til þæginda við afgreiðslu. Verkið er þegar hafið og hefur Byggingarfé- lagið Brú tekið að sér að laga land- ið og byggja undirstöður undir geymana. • 21. /5. Finnsk-íslenzkur viðskipta- samningur undirritaður. 1 samningn- um er kveðið á um viðskipti milli landanna á tímabilinu frá 20. maí 1949 til 30. júní 1950. Samkvæmt samningi þessum flytja Finnar inn frá íslandi m. a. 25.000 tunnur síld- ar og auk þess gærur, síldarmjöl, lýsi og aðrar fiskafurðir. Islending- ar kaupa frá Finnlandi timbur, krossvið og aðrar trjávörur, blaða- pappír og pappa. • 23./5. Fjárhagsaðstoð Islandi til handa 1950, 6.400.000 dollarar. 1 fregn frá Washington segir, að fram- Franib. á bls. 221. 20B V í K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.