Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 70
S jötugur: JÓN E. BERGSVEINSSON Jón E. Bergsveinsson erindreki Slysavarna- félags íslands, átti 70 ára afmæli 27. júní s.l. 1 tilefni þess var honum haldið samsæti í Tjarn- arkaffi sama dag, þar sem Jóni voru fluttar margar þakkarræður fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar, og þá sérstaklega fyrir störf hans við Slysavarnafélag íslands, en þar hefur Jón unnið alla tíð frá því félagið var stofnað. Ég tel vel til fallið að Sjómannablaðið Víkingur geymi á blöðum sínum þætti af ævi- starfi Jóns, og hans helztu áhugamálum, en hér verður aðeins lítillega minnzt á það helzta. Jón E. Bergsveinsson er fæddur að Hvallátr- um í Barðastrandasýslu 27. júní 1879. Ungur að árum byrjaði hann sjóferðir á opnum skipum og vandist því snemma á sjó að teflt væri á tvær hættur á hinum litlu, opnu fleytum. Áður en Jón hafði náð tvítugsaldri, var hann búinn að taka að sér formannsstarf, þótti hann sækja sjóinn fast, og oft var lítið borð fyrir báru, því Jón var mjög aflasæll, en allt tókst þetta slysalaust. Um þetta leyti fjölgaði mjög þilskipum á Vest- urlandi, yfirgaf hann nú áraskipin og fór til sjós. Þótti hann þar, eins og á áraskipunum, góður liðsmaður. Jón fór svo í Stýrimannaskólann og lauk prófi þaðan 1902. Úr því var hann ýmist stýri- maður eða skipstjóri. En Jón vildi kynnast fullkomnari veiðiskap, en hér var þá, að dorga með einum öngli. Jón brá sér því til útlanda og sigldi á erlendum fiskiskipum, bæði togur- um og síldveiðiskipum, aðallega frá Hollandi. Hann lagði sig mjög eftir því, hvernig unnið væri að söltun síldar. Eftir að Jón hafði aflað sér nægilegrar kunnáttu í þessu, kom hann heim, og byrjaði strax að leiðbeina öðrum í því, sem hann hafði aflað sér þekkingar á; var það mörgum haldgóður skóli. Þegar síldarmat var lögboðið hér á landi, var Jón skipaður yfirsíldarmatsmaður fyrir Eyja- fjörð og hafði hann það starf á hendi í mörg ár, samhliða því setti hann upp vinnustofu til viðgerðar á síldarnótum, einnig hafði hann um 21 □ tíma smávegis verzlun á Akureyri, en þar var Jón búsettur þá. Árið 1922 var Jón kjörinn forseti Fiskifélags Islands og gegndi hann því starfi í tvö ár, en hélt síðan áfram starfi þar, sem var í því fólgið að safna skýrslum um slysfarir á sjó hér við land. Að lokinni þessari skýslugerð, fór hann til Englands og Noregs til að kynna sér slysa- varnir. Eftir heimkomuna úr þessu ferðalagi vann Jón að því við stjórn Fiskifélagsins og stjórn Skipstjórafélagsins „Aldan“, að þessi félög gengjust fyrir félagsstofnun, sem hefði það eitt á stefnuskrá sinni, að gera allt sem unnt væri til þess að fækka hinum tíðu sjóslysum. Hann fékk í lið með sér hinn alkunna og ötula landlækni Guðmund Björnsson, sem ásamt framantöldum aðilum stofnuðu Slysavarnafé- lag íslands á öndverðu ári 1928. Síðan hefur Jón verið starfsmaður hjá Slysa- varnafélaginu og erindreki þess. Það starf hans er öllum núlifandi fslendingum svo vel kunnugt, að óþarft er að skýra þá sögu hér, enda ekki rúm fyrir það í stuttri blaðagrein. Heillaóskirnar og þakkarávörpin, sem Jón fékk á afmælisdaginn, eru beztu sönnunar- V í K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.