Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 73
Rústirnar í Brattahlíð, þar sem Eiríkur rauði bjó.
°g skógi vaxnar hlíðar. Er þar á sumum stöð-
um gott undir bú.
Súðarleiðangurinn.
— Og nú hefur verið stofnað félag til út-
gerðar við Grænland.
— Já. „TJtvegur h.f.“, sem stofnaður var nú
1 yor, hefur undirbúið leiðangur á Grænlands-
mið. Vegna þess hve undirbúningstíminn var
ftaumur, höfum við orðið helzt til seinir fyrir
að þessu sinni, en þó gerum við okkur vonir
Urn það, að nokkur reynsla fáist nú í sumar,
sem dýrmæt geti orðið í framtíðinni.
Hve mikið er hlutafé félagsins?
— Hlutaféð er 750 þús. kr. Ríkið er stærsti
hluthafinn. Hefur það lagt Súðina fram sem
hlutafé sitt í fyrirtækið.
— Hvernig er stjórn „Útvegs“ skipuð?
7- Hana skipa fimm menn: Gunnlaugur
,iem skrifstofustjóri, Davíð Ólafsson fiski-
malastjóri, Erling Ellingsen flugmálastjóri,
V'^IN G u R
Steindór Hjaltlín útgerðarmaður og Jón Kjart-
ansson framkvæmdastjóri. Varamenn í stjórn:
Óskar Jónsson forstjóri, Hafnarfirði, Arnór
Guðmundsson skrifstofustjóri Fiskifélagsins og
Þorvarður Kjerúlf fulltrúi. Framkvæmdastjóri
„Útvegs h.f.“ er Jóhannes Elíasson lögfræð-
ingur.
— Þið hafið að sjálfsögðu orðið að sækja um
leyfi hjá Grænlandsstjórn?
— Já, til þess að hafa samband við land og
frelsi til að athafna sig innan landhelgi þurfti
leyfi Grænlandsstjórnar. Hans Hetoft, forsæt-
isráðherra Dana, sem Grænlandsmál heyra und-
ir, svo og Grænlandsstjórn, hafa sýnt „Útvegi
h.f.“ fulla vinsemd. Reyndust þeir aðilar sam-
vinnuþýðir, og leyfðu hinum íslenzka leiðangri
að hafa afnot af þrem höfnum á allgóðum og
hentugum stöðum. Nyrzta höfnin er Tovqusak,
og er líklegt, að hún verði mest notuð þegar
fram á sumarið kemur, því að þá er þar nyrðra
mestur fiskur. AUmiklu sunnar er Færeyinga-
213