Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 78

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Síða 78
Grœnlendingar veiða allmikinn hákarl. ar norðar dregur er algerlega íslaust öll sumur, eða frá því í aprílmánuði og langt fram á haust. Nyrztu fiskimið, sem Færeyingar og aðrar þjóðir hafa hagnýtt á þessum slóðum, eru norð- ur undir 68 gráðu. Þangað eru frá Tovqusak um 180 sjómílur, eða 18 kls. ferð á skipi, sem gengur 10 mílur, og því auðvelt fyrir útilegu- báta að stunda veiðar á öllu því svæði, ef hent- ugt þykir. — Hve löng er siglingin frá íslandi til þeirra hafna á Grænlandi, sem leiðangurinn hefur til afnota ? — Frá Reykjavík til Færeyingahafnar er fimm sólarhringa sigling á tíu mílna skipi. í Færeyingahöfn er sjúkrahús og loftskeytastöð, ennfremur samkomuhús, s'em færeyskir fiski- menn hafa reist. Þorp er þar ekkert, aðeins þessar byggingar, sem ætlaðar eru sjómönnum. — Er mikið um fiskimenn á þessum slóðum? — Færeyingar hafa um langt skeið stundað þarna fiskiveiðar með ágætum árangri. Síðari árin hafa veri^ þar á vertíðinni 2—3 þúsund færeyskir fiskimenn. Norðmenn hafa einnig verið þar með allstóran flota undanfarin sum- ur, og í vor sendu þeir á Grænlandsmið fleiri fiskiskip en nokkru sinni áður. Þá hafa Danir gert þar út allmarga mótorbáta nú um hríð. Portúgalar og Frakkar hafa ennfremur sent þangað fiskiskip. Aflinn er fyrst og fremst þorskur, einnig veiðist mikið af lúðu. Aðalveið- arfærið er lína, en Færeyingar fiska einnig mik- ið á handfæri. Þorskanet hafa og verið notuð með góðum árangri. — Og hvað viltu svo segja um framtíðar- fyrirætlanir ykkar, sem að útgerð þessari stand- ið? — Að sjálfsögðu er of snemmt að segja mik- ið um þær. Við væntum þess, að nú í sumar fáist mikilvæg reynsla, sem hagriýta megi síð- ar. Takist þessi fyrsta tilraun vel, verður vafa- laust haldið áfram á sömu braut, og þá gefst betra ráðrúm til alls undirbúnings. Yrði þá nauðsynlegt fyrir okkur Islendinga, að fá full- komin afnot af tveim til þrem góðum höfnum á hentugum stöðum, þar sem við gætum á næstu árum komið upp þeim mannvirkjum, sem nauð- synleg eru til að hagnýta aflann á hinn full- komnasta hátt. Þyrfti að reisa þar hraðfrysti- hús, fiskimjölsverksmiðju og annað, er til þarf við nýtízku fiskveiðar. í * Isfirzki leiðangurinn. ísfirzki Grænlandsleiðangurinn, sem er í þann veginn að leggja af stað þegar þetta er ritað (23. júní), er fjögur allstór vélskip, eign Björgvins Bjarnasonar útgerðarmanns. Skipin eru þessi: Grótta, Richard, Huginn I. og Huginn II. Skip þessi munu leggja afla sinn upp í skozkt móðurskip, sem hefur bækistöð í Fær- 21B V I K I N G U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.