Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Side 81
Síðan um áramót hafa Víkingnum borizt nokkrar
bækur, sem nú verður stuttlega getið.
Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilson eru að koma
út í nýrri útgáfu á vegum ísafoldarprentsmiðju. Þessi
bráðskemmtilega bók Sveinbjarnar heitins náði strax
miklum og verðskulduðum vinsældum, enda hefur gamla
Útgáfan verið ófáanleg lengi. Nýja útgáfan; sem er vel
úr garði gerð frá prentsmiðjunnar hendi, hefur að
geyma Ferðaminningarnar allar, Sjóferðasögur Svein-
bjarnar og auk þess fjórar frásagnir aðrar, sem ekki
hafa komið út áður í bókarformi. Þessi nýja útgáfa
verður í tveim bindum. Hið fyrra, sem út er komið,
er 451 bls. að stærð. Síðara bindið, sem mun verða svip-
að, er væntanlegt í haust. Eftir öllum sólarmerkjum
að dæma, mun eigi líða á löngu þar til þessi nýja út-
gáfa verður með öllu uppseld. Sýnir það glögglega, að
Sveinbjörn nýtur enn sem fyrr mikilla vinsælda.
Bókaútgáfan Helgafell hefur nú hafizt handa um
útgáfu prentaðra litmynda af listaverkum nokkurra
hinna helztu íslenzku málara. Er fyrsta bókin þegar
komin, með myndum eftir Asgrím Jónsson. Auk lit-
myndanna hefur bókin að geyma allmargar teikningar
og myndir prentaðar í svörtu og hvítu. Hefur verið
vel til útgáfunnar vandað, enda má segja, að árang-
urinn hafi verið mjög góður. Flestar eru myndirnar
Prentaðar í Kaupmannahöfn, en þó hefur prentsmiðjan
Hólar prentað nokkrar þeirra, og leyst það vel af hendi.
Myndamótin eru öll gerð hér heima, í „Litrófi“ og
»Prentmyndum“. Formálar fylgja myndabók þessari,
bæði á íslenzku, eftir Gunnlaug Ó. Scheving, og á ensku,
eftir Bjarna Guðmundsson. Innan skamms eru væntan-
legar frá Helgafelli tvær aðrar málverkabækur, með
listaverkum Kjarvals og Jóns Stefánssonar. Er hér um
merkilegt menningarstarf að ræða, sem væntanlega
verður til að auka kynni alþjóðar af íslenzkri myndlist.
Og svo giftumst við heitir ný skáldsaga, sem Vík-
ingnum hefur borizt. Útgefandi er Norðri, en höfundur
ungur rithöfundur, Björn Ó. Pálsson. Hann er lesend-
um Víkings ekki með öllu ókunnur, því blaðið hefur
birt eftir hann þrjár liprar smásögur í gamansömum og
léttum tón. Þessi skáldsaga Björns er athyglisverð um
margt. Meginkostur hennar er sá, að hún er óvenju-
lega skemmtileg aflestrar. Höfundinum er lagið að sjá
hlutina frá hinni broslegu hlið. Frásagnartækni hans
er þegar orðin furðu mikil, hann á mjög létt með að
gera persónurnar ljóslifandi, mörg samtölin eru góð.
Auðséð er, að höfundur þessarar sögu hugsar mikið
um stíl, og gerir sér far um að ná á honum nýstár-
legum tökum. Sumstaðar skortir hann allmjög á um
smekkvísi, en allt bendir til þess, að hann muni áður
en langt líður sigrast á helztu örðugleikum í sambandi
við stílinn. Niðurlag sögunnar er lakast, enda virðist
það „hespað af“ í flýti. — Saga þessi verður áreiðan-
lega töluvert lesin, enda sá léttleiki í frásögninni, sem
hér er helzt til sjaldgæfur. Verður fróðlegt að fylgjast
með þessum höfundi í framtíðinni, því hann virðist
mörgum kostum búinn, sem sagnaskáld mega prýða.
Með auknum þroska og í glímu við stærri viðfangs-
efni mun hann væntanlega sýna enn betur, hvers hann
er megnugur.
Sjómannaútgáfan hefur nýlega sent frá sér tvær
bækur. Nefnist önnur þeirra „/ sævarklóm“ og er eftir
hina kunnu skáldsagnahöfunda Nordhoff og Hall. Segir
þar frá siglingu skipverja af Bounty, er fóru þúsundir
mílna á opnum báti yfir úfið haf. Sagan byggist á
sönnum viðburðum, og lýsir einhverju mesta siglinga-
afreki, sem sögur fara af. Hin bókin er skáldsagan
„Blámaður um borð“, eftir sjómannasagnahöfundinn
mikla, Joseph Conrad. Er saga þessi mjög rómuð fyrir
sérstæðar og góðar persónulýsingar. Böðvar frá Hnífs-
dal hefur þýtt söguna, og er þýðingin með ágætum.
Frh. af bls. 208.
kvæmdastjórn fjárhagsviðreisnar-
innar áætli, að Island hafi árið 1950
þörf fyrir fjárhagslega aðstoð, sem
demi sex millj. og 400.000 dollara, en
bessi aðstoð íslandi til handa 1949
nemi sjö millj. og 700.000 dollara.
•
24./5. Veðurathuganaskip á norðan-
Verðu Atlantshafi hafa bjargað sam-
tals 150 mannslífum, auk hinnar ó-
'•letanlegu veðurþjónustu sem þau
láta skipum og flugvélum í té.
•
26./5. 78 tundurdufl voru gerð ó-
virk árið 1948 og voru þau öll af
enskri gerð að einu undanskildu.
v í K I N G U R
Um kl. 4.33 varð elds vart í Netja-
gerð Björns Benediktssonar. Brunnu
þar öll húsakynni fyrirtækisins, all-
stórt tvílyft steinhús og nýtt
einlyft timburhús. í húsunum voru
geymdar 40 síldarnætur, ýmiskonar
netjaefni o. fl., að verðmæti 3—4
millj. króna. Engu varð bjargað.
•
í Franska spítalanum varð elds
vart um kl. hálf sjö. Urðu miklar
skemmdir á neðstu hæð hússins, og
einnig nokkrar á þakhæð. Grunur
manna um, að þarna hafi brennu-
vargar verið á ferðinni, styðst m. a.
við þá staðreynd, að slökkviliðið var
hvað eftir annað gabbað á ýmsa
staði í bænum meðan það átti í
höggi við eldana í netjagerðinni og
Franska spítalanum.
29./5. Bandalag æskulýðsfélaga
Reykjavíkur efndi til glæsilegra há-
tíðahalda, til fjársöfnunar fyrir
væntanlega æskulýðshöll.
Leiðrétting.
1 litlum hluta upplagsins urðu
þau mistök, að í fyrirsögn á bls.
212 stendur Egils, en á að sjálf-
sögðu að vera Eiríks.
221