Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 6
Loftskeytatœkin í Arnarfelli. mörk var lokað land og ekki hægt að fá þaðan vara- lampa“. Ef ég man rétt, áttu þeir, sem sjá um viðhald x á tækjum hér heima, oft erfitt af sömu ástæðum, meðan á stríðinu stóð. Á þessu brenndu sig því fleiri en Danir sjálfir, meðan hvergi var hægt að fá hina dönsku lampa. En nýlega var mér sagt frá því, að nú væru Danir famir að nota lampa af amerískum gerðum í hinar síðustu og nýjustu gerðir senda, sem þeir hefðu sent á markað. M. a. í stuttbylgjutalsendi þann, sem byggður var fyrir „Gullfoss" og er það vel farið, því lampar þeir eru víða framleiddir, a. m. k. margir þeirra, t. d. í Bretlandi, og mér hefur verið sagt í Svíþjóð einnig. Munu það einkum hafa verið gjaldeyriserfiðleikar Dana, sem valdið hafa því, hve þeir hafa orðið að nota mis- jafnt efni í þau tæki, sem þeir hafa sent á markað eftir stríð. Hins vegar hefur Svía eigi skort gjaldeyri á undanfömum árum og hafa getað keypt allt hið bezta efni, sem fáanlegt hefur verið, bæði frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þegar ég kom til Svíþjóðar í október s.l. til að vera við niðursetningu hinna sænsku Standard-tækja, sá ég strax, að svo hafði einnig verið gert hér. í fljótu bragði var ekki annað að sjá, en að um amerískt kram væri að ræða að mestu og fyrirmyndin auðsjáanlega amerísk. Samt sagði hinn sænski verkfræðingur, sem sá um uppsetninguna, að mikið af efninu væri fram- leitt þar í landi, en lampar og önnur veigameiri stykki væru keypt frá U.S.A. og Bretlandi. Allt er merkt á ensku og nöfn öll á því máli, enda miðað við heims- markað. Skal ég nú í stuttu máli gera grein fyrir þeim tækjum frá Standard Radio, sem keypt voru í „Araar- fell". Sú gerð sendis, sem um ræðir, kalla þeir ST 400. Eru það þrír sendar sambyggðir á sömu stálgrind, og er hver hluti um sig í skúffu, sem hægt er að draga út úr grindinni eftir vild. Ummálið er 185 x 87 x 41 cm. eða svipuð fyrirferð og hinn sambyggði stuttbylgju-lang- bylgju-morsesendir, sem er í togurunum nýju. Sami orkugjafi (powersupply) er fyrir alla þrjá sendana og ganga þeir fyrir einfasa 50 c/s 70, 110, 127, 142 eða 220 volta riðstraum. Hér er notuð 110 volta spenna. í neðsta hluta sendisins er komið fyrir hinum þyngstu spennum, afriðlum o. s. frv. Háspennan er nál. 3400 volt. Langbylgju-(miðbylgju)morsesendirinn er gefinn upp 300 wött út í loftnet á A1 og A2 og hefur svið frá 360—535 kc/s. Samanstendur af electrontengdum aðalsveifluvaka (master oscillator) með rýmdarstill- ingu (capacitance tuned) tengdri við grindurnar á út- gangsmagnaranum, og er sá tengdur loftnetsrásinni gegnum fastan þétti. Loftnetsrásin er stillt með breyt- anlegri spólu (variometer). Útgangslampamir, tvær Eimac 4—125 A tetróður hliðtengdar, eru sameigin- legir fyrir alla þrjá sendana, sem að öðru leyti eru sjálfstæðir hver um sig. Þessi sendir hefur mér reynzt ágætlega langdrægur og má geta þess til gamans, að s.l. vetur hafði ég ágætt samband á 500 kc/s við Keykja- vík á hann, frá því er við áttum röskar 1900 mílur eftir að Reykjanesi á leið frá New York. „Talstöðin" (Coastal Telephone) eða sendirinn fyrir sviðið frá 1600—3800 kc/s samanstendur af Colpitts sveifluvaka og er krystalstýrður, og sama er að segja um stuttbylgjusendinn. Þar eru auk þess buffer/doubler stig. Hefur hvor þessara senda um sig rúm fyrir 8 krystalla. Eins og fyrr er sagt, hefur „talstöðin" sviðið frá 1600—3800 kc/s og á að geta gefið allt að 400 watta orku í loftnet. En loftnet „Araarfells", sem er einfalt T, reyndist full lítið og hefði þurft að setja stærri þétti í loftnetsrásina til að geta hagnýtt fulla orku á þessu sviði, án þess að eiga á hættu að yfirhita útgangslamp- ana; en auk þess var í samræmi við önnur skip eigi veitt leyfi til að nota nema 100 watta orku í loftnet. Hefur því ekki verið hægt að nota nema 14 af fullri orku á þessum bylgjulengdum. Samt sem áður hafa margir loftskeytamenn viljað halda því fram, að þeir telji „talstöðina" eina hina sterkustu í íslenzku skipi og hafa einum rómi hrósað mótuninni. Á að vera 90% mót- un á talinu og aðeins 10% bjögun. Strax hinn fyrsta dag, er skipið sigldi sem kaupfar, heyrðu togarar á Halanum stöðina mjög vel, er það var að koma í höfn í Gdynia. Má það heita sæmilegt. Stuttbylgjusendirinn hefur fjögur svið: 4,0—6,4; 6,0—9,6; 8,0—12,8; og 12,0—19,2 MC/S. Er hann einnig talmótaður eins og miðbylgju-sendirinn og er gefinn upp 350—400 wött í loftnet, en mér hefur reynzt hann gefa út öllu meira á sumum bylgjulengdum eða allt að 0,5 kilowatt. Eins og fyrr er sagt, er hann krystal- stýrður og með því að taka yfirsveiflurnar af grunn- tíðni krystalsins, er hægt að fá fimm bylgjur á hvem þeirra. Ef krystallinn er t. d. 2070 kc/s fær maður 4140, 6210, 8280, 12720 og 16560 kc/s o. s. frv. Gert er ráð fyrir að hafa 8 krystalla í einu og má því velja um allt að 40 mismunandi tíðnir á svipstundu, en að sjálfsögðu væri hægt að fá hvaða bylgju sem óskað væri frá 4,0—19,2 MC/S, með því að skipta um kryst- alla. Það var mér nokkur þymir í augum upphaflega að hafa bæði „talstöð" og stuttbylgjusendi krystalstýrð, þar sem afar oft getur verið gott að geta „fært sig“ örlftið þegar margir eru á sömu bylgjulengd með við- 2D6 V I K I N B U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.